Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Óeirðir á Íslandi

Góðan og blessaðan daginn. Hér fyrir norðan er allt í ró og spekt en það er ekki hægt að segja það sama um ástandið í  höfuðborg Íslands. Já hver hefði trúað því að atburðir síðustu daga ættu eftir að gerast á gamla, góða,friðsæla Íslandi. En það er engu að síður staðreynd. Fólk er greinilega alveg búið að fá upp í kok af ráðamönnum landsins . Ég held að það þess verði ekki langt að bíða að óstarfandi ríkisstjórn leggi upp laupana og axli þar með loksins ábyrgð og leyfi öðrum að spreyta sig sem þjóðin hefur trú á. Hverjir það verða skal ósagt látið en það er kannski ekki það mikilvægasta. Það mikilvægasta er að það komist fólk sem þjóðin treystir.

Mótmælin syðra hafa hinsvegar algerlega farið úr böndunum og grunar mig að lítill hópur fólks beri ábyrgð á því. Ég vona allavega að það sé ekki "þjóðin" sem er að grýta löggæslumenn landsins sem eru að sinna skyldum sínum. Það gerir mótmælendur ekkert betri en þá sem verið er að mótmæla gegn. 

Það var hreinlega neyðarlegt að heyra í Geir Harde í Kastljósi gærkvöldsins. Hann hafði akkurat ekkert fram að færa nema það að hann og hans menn ætluðu að sitja sem fastast áfram í ríkisstjórn. En Geir hefur nú sagt svo margt síðustu mánuðina sem á ekki við rök að styðjast.

Eigið góðan dag og mótmælið friðsamlegaWink

 

 

 


Stutt sigurvíma

Góðan dag.

Sigurvíma mín og minna manna í Liverpool var í styttri kantinum í gær. Hún varaði þó aðeins lengur en sigurvíma Höskuldar á þingi Framsóknamanna. Svona er fótboltinn. Sigurinn er ekki inni fyrr en að leik loknum. Það hefði verið óneitanlega ljúft að tylla sér á toppinn aftur og ylja United mönnum aðeins en það verður víst að bíða betri tíma. Þetta var samt ekki tap því leikurinn gaf eitt stig. Nágrannarnir Everton eru svo sem ekkert lamb að leika sér við og leikurinn var barningur. Torres átti góða kafla og er að koma sterkur inn eftir meiðsl. En það var fyrirliðinn sem skoraði markið. Klaufalegt brot okkar manna rétt fyrir utan vítateig varð síðan til þess að Everton jafnaði þegar skammt var til leiksloka. En það þýðir ekki að tala um það. Vona bara að neglurnar á mér spretti aftur.

 


Nágrannaslagur.

Já auðvitað endurheimta okkar menn toppsætið !!! Og því verður ekki sleppt aftur í hendur Tyggjandi Rauðnefs  og hans manna Tounge.

 

 


mbl.is Endurheimtir Liverpool toppsætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónasvipur ?

Þetta er glæsileg mynd af þér Anna mín. Held bara að það sé hjónasvipur með ykkur Gísla Wink . Skyldi Unnsteinn vita af þessu Tounge ??? Til hamingju með vel afstaðið blót. Hvernig á annað að vera þegar þú ert við stjórnvölinn og Gísli veislustjóri Smile .
mbl.is Þorrablót á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glópalán....

Mark á 90.mínútu og á því komast þeir á toppinn. Það kalla ég glópalán !
mbl.is Alex Ferguson: Besti staðurinn að vera á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nýju ári.

Góðan og blessaðan daginn.

Hér norðan heiða er allt komið á kaf og snjórinn stirnir fagurlega á trjánum. Ekki laust við að jólaskapið taki sig upp aftur. Ég gæti svosem sótt jólatréð og skutlað því aftur inní  stofu því það liggur ennþá hér fyrir utan en læt það að sjálfsögðu ógert Wink.

Ég var að koma úr ræktinni fjórða skiptið í röð þessa vikuna. Já nú á að taka aðeins meira á því en gert var á því gamla en þá fór ég bara þrisvar í viku. Það voru samt ekki sett nein áramótheit þessu tengt enda eru þau sjaldan efnd. Ég get nú ekki annað en glott þegar mér er litið á sjónvarpsskerminn í ræktinni þs VT(vörutorg) er að auglýsa þrekhjól. Þar sést kona á rauðum silkináttfötum skríða framúr rúminu með allt í réttum skorðum (þá meina ég hár og andlitsmálningu) setjast á hjólið góða og svo situr hún þar með bros á vör,hjólandi með hárið uppsett og varalitinn gljáandi og horfir á sjónvarpið.Og svo kostar hjólið  varla krónu..... Trúverðugleiki auglýsingaheimsins hrynur samstundis. Ég veit að raunveruleikinn er annar þs ég  hamast sveitt og móð og er hvorki í rauðum silkináttfötum né með bros á vör. En mikið andskoti er þetta samt gottHappy.

Ég hnýtti líka á mig gönguskíðin í gær svona rétt til að dusta af þeim rykið. Ég þarf nú ekki að fara nema nokkrar húslengdir til að komast í skíðaspor því Samherji karlinn gaf fjármagn í verkefni sem á að stuðla að heilsusamlegu líferni fólks á krepputímum og þessvegna er nú svo komið að það má finna gönguskíðabraut hér á KA svæðinu. Þetta var vel til fundið Smile

Semsagt ef þið eruð ekki byrjuð í ræktinni ennþá að þá er bara að kýla á það. Hressir, bætir og kætir Smile  

 

 

 

 


Minn klikkaði á þessu....

Vá minn klikkaði á þessu !!!!! Wink

Ég verð sennilega að bíða til fimmtugs úr þessu Tounge.


mbl.is Ætlar að biðja Aniston á afmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já láttu hann heyra það....

Gott Benitez. Láttu Fegga gamla bara hafa það óþvegið. Ekki veitir af að lækka í honum rostann. Svo tökum við þá í nefið á Old Trafford 14/3 og sýnum þeim endanlega hverjir ætla að vinna titlana í ár

Áfram Liverpool Smile


mbl.is Benitez skýtur enn á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júróvisjonævintýrið hafið

Gott kvöld. Stund milli stríða á vaktinni.

Júróvisjónævintýrið hófst að nýju í kvöld í ríkissjónvarpinu. Heldur var þetta nú dapurt, það verð ég að segja. Klæðaburður kynnanna benti til þess að kreppan væri farin að segja til sínFootinMouth. Úrslitin voru fyrirsjáanlegWoundering.

Í gær lögðu Akureyringar hinsvegar Garðbæinga í Útsvari og það var bara frábært. Okkar menn eru þarmeð komnir í 8 liða úrslit og stefna auðvitað að sigriSmile.

 

 


Blikur á lofti.

Góðan og blessaðan daginn, já það er víst kominn föstudagur.

Bloggleiði gerði vart við sig hjá minni. Veit ekki hvort Nóra gamla fór uppí haus líka því andleysið hefur verið algert, allavega þegar sest var framan við tölvuskjáinn.

Það eru blikur á lofti í heilbrigðismálum Íslendinga eins og þjóð veit. Það segir sig líklega sjálft ef spara á milljarða í heilbrigðiskerfinu að þá er ekki nóg að spara nokkrar sprautur og nálar. Ákveðið hefur verið að sameina sjúkrastofnanir víða um land m.a hér norðan heiða. Auðvitað hlýtur það að teljast afturför en ef þetta sparar milljónir og milljarða að þá verðum við að reyna að lifa með því.  Kannski verður þetta líka til einhvers góðs þó svo við eigum erfitt með að koma auga á það í hita augnabliksins. Það versta sem gæti gerst væri að þjónusta til skjólstæðinga okkar myndi skerðast verulega og að starfsfólk myndi missa atvinnuna. Þessi mál eru nú ekki komin svo langt í kerfinu ennþá að það sé fyrirsjáanlegt en mér finnst líklegt að þjónusta við sjúklinga komi til með að skerðast eitthvað. Það sem er kannski virkilega ámælisvert er hvernig háttvirtur heilbrigðisráðherra bar þetta á borð fyrir þá sem áttu hlut að máli. Hann boðaði beint til blaðamannfundar í stað þess að kynna þetta inná heilbrgðistofnunum fyrst . Hann hefur náttúrulega viljað halda blaðamannafund eins og kollegi hann Geir, gat ekki verið minni maður. Nei ég segi svonaTounge

Það eru líka blikur á lofti í Framsóknaflokknum og þeim sem sögðu sig úr Framsóknaflokknum. Bjarni Harðar  ætlar víst að stofna nýjan flokk  og er ekkert nema gott um það að segja.  Hann lærir bara vonandi betur á póstforritið áður en hann fer að senda einhver nafnlaus skammarbréf til fjölmiðla. Svo er Framsóknarflokkurinn að reyna að finna ný gildi fyrir flokkinn og það verður  spennandi að sjá hvað kemur útúr því og að sjá hver verður leiðtogi þeirra. Aldrei að vita nema x-ið falli á B-ið hjá manni í næstu kosningum. Maður er náttúrulega af Framsóknamönnum kominn svo sú sókn blundar í manni ,því er ekki að neita.

Það eru hinsvegar litlar blikur á lofti á Gaza nema ef vera skyldi af sprengjum Ísraelsmanna. Þar heldur slátrunin á saklausu fóki áfram. Börn finnast illa á sig komin liggjandi hjá látnum mæðrum sínum sem fallið hafa fyrir óvinahendi Ísraela. Fjöldi barna eru fallin. Heilbrigðisstarfsfólk stofnar eigin lífi í hættu við að reyna að bjarga fórnarlömbum þessarar geðveiki við vonlausar aðstæður. Nei má ég nú heldur biðja um kreppu. Þvílíkt ógeð. Ég tek undir orð Dr Gunna í Bakþönkum Fréttablaðsins í gær ; eins og mannskepnan getur verið frábær.......-er hún algjörlega ömurleg líka.Handónýt og vonlaus dýrategund.  Norskir læknar á Gaza hafa verið duglegir að upplýsa hinn vestræna heim um viðbjóðinn sem þarna fer fram og starf þeirra er óeigingjarnt svo ekkki sé meira sagt. 

Þetta var allt í dag. Framundan er vinnuhelgi. Munið að klæða ykkur vel því það er spáð fimbulkulda. Mínus 25 gráður á þriðjudag ef spáin gengur eftir. Svo er norðan fjúk um helgina. Nú er gott að eiga dýru dúnúlpuna sem ég ætlað ekki að tíma að láta eftir mér í jólagjöf. Já jafnvel þó svo loðkraginn sé kominn frá illafelldum dýrum í Kína........ Góða helgi Smile 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

247 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband