Óeirðir á Íslandi

Góðan og blessaðan daginn. Hér fyrir norðan er allt í ró og spekt en það er ekki hægt að segja það sama um ástandið í  höfuðborg Íslands. Já hver hefði trúað því að atburðir síðustu daga ættu eftir að gerast á gamla, góða,friðsæla Íslandi. En það er engu að síður staðreynd. Fólk er greinilega alveg búið að fá upp í kok af ráðamönnum landsins . Ég held að það þess verði ekki langt að bíða að óstarfandi ríkisstjórn leggi upp laupana og axli þar með loksins ábyrgð og leyfi öðrum að spreyta sig sem þjóðin hefur trú á. Hverjir það verða skal ósagt látið en það er kannski ekki það mikilvægasta. Það mikilvægasta er að það komist fólk sem þjóðin treystir.

Mótmælin syðra hafa hinsvegar algerlega farið úr böndunum og grunar mig að lítill hópur fólks beri ábyrgð á því. Ég vona allavega að það sé ekki "þjóðin" sem er að grýta löggæslumenn landsins sem eru að sinna skyldum sínum. Það gerir mótmælendur ekkert betri en þá sem verið er að mótmæla gegn. 

Það var hreinlega neyðarlegt að heyra í Geir Harde í Kastljósi gærkvöldsins. Hann hafði akkurat ekkert fram að færa nema það að hann og hans menn ætluðu að sitja sem fastast áfram í ríkisstjórn. En Geir hefur nú sagt svo margt síðustu mánuðina sem á ekki við rök að styðjast.

Eigið góðan dag og mótmælið friðsamlegaWink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

eru einhverjir sem hægt er að treysta? ég bara spyr! kannski voru stjórnmálamennirnir of "innvinklaðir" í góðærið sem var.

vona bara að friður komist á þjóðmálin með vorinu (kosningar 9.maí).

Sigrún Óskars, 23.1.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 53572

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband