Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nýtt orðatiltæki

Nei takk , þetta er eitthvað svo "óttalega 2007". Skondið orðatiltæki sem minnir okkur á fortíðina Wink
mbl.is ,,Óttalega 2007"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tina Turner er ótrúleg

Tina Turner er ótrúleg kona. Hún er komin langleiðina í sjötugt og er enn að. Það nýjasta heitir Im ready (sem mætti útleggjast á þessum síðustu og verstu tímum sem: Minn tími mun koma...). Hún er á leiðinni í tónleikaferðalag um heiminn en ólíklegt er að hún komi við á Nýja Íslandi Tounge..... 

Hérna fyrir neðan er sama lag en nú með texta og sætum myndumSmile

 

 


Grænmeti í stað kaffi og kleina.

Fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Það bar til tíðinda að á borðum var niðursneitt grænmeti og ídýfur en ekki kaffi og kleinur eins og venja var. Hvort þetta er til styrktar íslenskum landbúnaði eða vegna þess að umhverfisráðherra er grænmetisæta skal ósagt látið.

Að þessum grænmetisfundi loknum  var boðað til blaðamannafundar þs ma þetta kom fram að mínu mati:

Bankastjórar Seðlabankans hafa fengið bréf í hendur þar sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að víkja og helst ekki fara fram á 200 milljón króna biðlaun. Vonast er til að þeir hafi það mikið vit í kollinum að þeir sjái það sjálfir að slíka upphæð fer maður ekki fram á í kreppu sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Dabbi var staddur erlendis og vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu en hann skilar sér vonandi aftur til að axla sína ábyrgð.

Ekki verður tekin afstaða til hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið enda er það of veigamikið mál fyrir 80 daga ríkisstjórn.

Dusta á rykið af gömlu góðu  stjórnarskránni og gera ýmsar breytingar á henni sem vonandi verður þjóðinni til góðs. 

Fara á fram á að kosningar verði 25. apríl nk en ekki 9. maí eins og fyrrverandi ríkisstjórn lagði til. Mér líst mun betur á nýju tillöguna þs ég verð á kafi í sauðburði í maí og svo á heimasætan afmæli þann 25.apríl og það hlýtur að vera ávísun á að góð ríkisstjórn verði kosin því hún er svo yndisleg mannvera. Ég hlýt að geta skotist úr barnaafmælinu til þess að kjósa. 

AGS bar auðvitað á góma og fjölmiðlafólk hafði áhuga á að vita hvort Steingrímur ætlaði að afpanta lánið. Steingrímur lét í ljós að hann hefði lítinn áhuga  á erlendum lánum. En ég tel ólíklegt að hægt sé að skila láninu en kannski er hægt að fara fram á breytingar á lánskjörum. Það kemur líklega fljótlega í ljós því sendinefnd frá AGS er á leið til landsins til að ræða við nýja ráðherra.

Fólk var hvatt til atvinnuskapandi athæfa. Íbúðalánasjóður ætlar að opna fyrir lán til endurbóta á húsnæði. Eins og fólk hafi ekki af nógu mörgum lánum að greiða nú þegar ? En þetta er atvinnuskapandi !

Það eru 15-20 frumvörp sem á að afgreiða fyrir þinglok. Jóhanna vonaðist eftir góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna. Svo er bara að sjá hvernig hið Nýja Ísland verður....... 

Eigið góðan dag Smile 

 

 


Öldungis rétt.....

Já Ferguson. Þetta er alveg rétt hjá þér, það var ekki sjón að sjá til þinna manna Tounge.

 Áfram Liverpool Smile.


mbl.is Alex Ferguson: Verðum að nýta færin betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ameríka hvað !

Það er ekki öll vitleysan eins .....en það er allt leyfilegt í hinni stóru Ameríku !
mbl.is Áttburamóðir með börn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hera í öðru sæti

 Því miður náði Hera Björk bara öðru sætinu í dönsku undankeppninni í júróvisjón. Lagið er flott og grípandi og hefði átt að fara alla leið til Moskvu að mínu mati. 

 


Á vaktinni

Góðan dag eða þannig þs ég er stödd á næturvakt á gæslunni og klukkan að skríða í fimm.

Margt hefur á dagana drifið í þjóðfélaginu síðan síðast. Ríkisstjórnin lagði upp laupana eins og við var að búast. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki hugsað sér að ganga í sæng með Samfylkingunni undir breyttum formerkjum og sleit því sambandinu. Samfylkingin blikkaði síðan Vinstri græna og hafa þau átt nokkur stefnumót síðan sem eru lofandi. Þetta samband verður þó að vera stutt af Sigmundi Davíð í Framsókn svo allt sé nú samkvæmt bókinni og blaðinu og er það í vinnslu að því er virðist. Framsókn vill trúverðugar lausnir og raunsæ markmið. Hver vill það ekki ? Eitthvað dregst stjórnarmyndun þó á langinn en það var kannski bjartsýni að halda að það tækist að mynda stjórn fyrir helgi.

Jóhanna kerlingin orðin heimsfræg á einum degi og komin með ótal titla eins og fyrsti kvenforsetisráðherrann og fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann. Það fór þó ekki svo að hennar tími kæmi ekki.... Hún stóð sig reyndar mjög vel sem félagsmálaráðherra en í öllu kreppufárinu og bankahruninu var hún eiginlega gleymd og grafin. Kynhneigð hennar kemur þó líklega ekki til með að hjálpa henni í endurreisn landsins en hún er sjálfsagt ekki til skaða heldur.

Áfram Ísand Smile.

 


Loksins......

Geir tilkynnti rétt í þessu að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Það sem réð úrslitum var að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki tilbúinn að sleppa forsætisráðherrastólnum en Samfylkingin fór m.a fram á að fá hann ef flokkarnir ættu að starfa saman áfram.
Hvað nú ? Þjóðstjórn ?
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur orð að norðan

Gott kvöld á þriðja degi þorra.

Upphaf þorra hefur einkennst af mikilli dramatík í íslenskum stjórnmálum. Þjóðina setti hljóða við tíðindi sem forsætisráðherra bar okkur á sjálfan bóndadaginn. Hverjum hefði dottið í hug að formaður Sjálfstæðisflokksins myndi þurfa að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi ? Þessi tilkynning kom sem reiðarslag fyrir flesta. Hörður Torfa neitaði þó lengi að láta þetta hafa áhrif á mótmæli sín og sinna manna og talaði um pólitískar reykbombur og óheppilega tímasetningu á opinberun  þessara veikinda og ekki mætti blanda saman einkalífi og stjórnmálum. Hann lét sér þó segjast og bað forsætisráðherra afsökunar eftir að bloggheimar loguðu af reiðiAngry vegna ummæla hans í garð Geirs. Ég eins og hálf þjóðin óska Geir alls hins besta í baráttunni við sjúkdóm hans. 

Dramatíkin hélt síðan áfram í morgun þegar Björgvin viðskiptaráðherra boðaði til blaðamannafundar í morgunsárið og tilkynnti afsögn sína og höfuðpaura fjármálaeftirlitsins . Það er greinilega kominn kosningahugur í Björgvin. Hann hefur fundið út að loknu vel athuguðu máli að það væri  gáfulegt að ríða á vaðið og vera fyrstur til að axla ábyrgð svo hans pólitíski ferill ætti sér lífsvon. Fleiri ættu að sjálfsögðu að taka hann sér til fyrirmyndar hvað þessa afsögn varðar. Hún var löngu tímabær.

Í kvöld hafa síðan ráðherrar fundað stíft en vilja lítið tjá sig, fæst orð bera jú minnsta ábyrgð. Af útliti Ingibjargar Sólrúnar að dæma í kvöld var hún þreytt og  ég skil nú bara ekki eljuna í henni að vera  ekki farin í almennilegt veikindafrí og láta aðra um að bjarga þjóðarskútunni. Það að glíma við æxli í heila væri flestum alveg nóg.

En hvað sem hverju líður að þá liggur það í loftinu að ríkisstjórnin hangir á bláþræði. Ég er hreinlega ekki viss um að hún lifi kvöldið af. Tel samt að hún gæti keypt sér líf ef Geir þyrði að ýta við félaga sínum Davíð Oddssyni en hann og hans hyski í Seðlabankanum sá ástæðu til að gera sér dagamunWizard á Hótel Nordica á árshátíð Seðlabankans í gær. Það var nú eins og að skvetta olíu á eldAngry.

En lífið heldur áfram. Um helgina var frítt í Fjallið og margir nýttu sér það hér norðan heiðaHappy. Minn heittelskaði og heimasætan voru þar á meðal. Ég féll þó ekki í freistni og ákvað að halda mig innan bæjarmarkanna ásamt litlu skruddu. Skíðabakterían hefur ekki alveg náð mér ennþá eins og sumar aðrar bakteríurWink. Ég fæ orðið að heyra það frá bóndanum að ég sé farin að eyða drjúgum tíma á Facebook og sé jafnvel farin að taka það fram yfir júróvisjón og þá sé nú langt gengið  því ég er dálítill júróvisjónnörd.Wink Hinsvegar hefur þeim stöllum Ragnhildi og Evu þáttastjórnendum í undankeppni júróvisjón ekki tekist að heilla mig ennþá og lögin finnst mér einnig frekar döpurPouty. Mér finnst því tímanum betur varið á "Fjésinu" þar sem hálf þjóðin er sögð vera. Þar dúkka upp ólíklegustu andlit úr fortíðinni sem gaman er að fá fréttir af.

En hér set ég punktinn. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit enginn en ég hef mínar grunsemdir. Eigið gott sunnudagskvöld Smile

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

248 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband