Tími kominn á frúna

Góðan og blessaðan föstudag.

Ákvað að drífa mig inn á bloggsíðuna mína áður en ég gleymdi aðgangsorðinu mínu endanlegaWink. Innreiðin á síðuna gekk þó ótrtrúlega vel og ég komst inn í fyrstu tilraun. Fékk einnig góðlátleg tilmæli frá kunningjakonu að ég ætti að fara að hripa eitthvað niður þar sem ár og dagar væru frá síðustu skriftum. Jæja, svo það eru þá einhverjir sem nenna að lesa bullið í mér eftir allt samanWink? Það er nú gott að vita.

Veit varla hvar skal byrja og líklega endar þetta í nokkrum bloggfærlsum svo frúin fái nú útrás fyrir alla sína þanka.

Það hlýtur að vera vel við hæfi að tala aðeins um fótbolta þs hann er svo stór hluti af tilveru okkar. Lífið er bara svo yndislegt hvað þetta varðar því við getum alltaf horft á fótboltaInLove. Nú þegar sumarboltinn rennur sitt skeið hjá heimasætunni og við foreldrarnir hverfum af hliðarlínunni, að þá tekur bara enski boltinn við á skjánum og við tyllum okkur í sófann í stað þess að hvetja á hliðarlínunni.

IMG 4332

 Við Púlarar erum auðvitað dulítið spenntir fyrir nýju tímabili þs nýr þjálfari hefur tekið við liðinu og nokkur leikmannskipti hafa orðið. Augun beinast auðvitað helst að Cole karlinum sem reyndar var svo óheppinn að byrja leikferilinn hjá liðinu með því að fá beint rauttDevil og 3ja leikja bann (fyrir litlar sakir finnst okkur Púlurum auðvitað).

IMG 5505

 Brenndi líka af víti í Evrópukeppninni í gær en við verðum að vona að fall sé fararheill hjá piltinum og við komum til með að gera góða hluti á komandi tímabiliJoyful.

Erfiðir leikir mæta okkurí byrjun tímabilsins. Jafntefli á móti Arsenal um síðustu helgi og síðan eru það Man.City í næsta leik. 

 En við Púlarar erum brattir og trúum á okkar menn. Eigið góðan föstudag öllsömul Wink


Burt með bíladaga !

Góðan og blessaðan sunnudag ágæta fólk.

Þessi bloggfærsla gæti orðið full af pirringi svo ef þið viljið njóta dagsins ættuð þið ekki að lesa hana.

Ég las áðan frétt á Mbl.is þs fögrum orðum var farið um Bíladaga á Akureyri og dagskrá þeirra lofuð í hástert. Fullt af fólki mætti í bæinn okkar og aldrei fleiri en nú. Sjálfsagt hefur þetta gefið fullt af peningi í vasa bæjarins og vonandi hafa einhverjir bæjarbúar haft gaman af þó svo ég sé ekki meðal þeirra. Fyrir mér er þessi uppákoma bara hávaði og fyllirý. Svefnlausar nætur því á nóttunni fara fram spyrnur í íbúðahverfunum með viðeigandi hávaða.

Svo finnst mér þessir bíladagar engan veginn fara saman með þjóðhátíðardeginum sjálfum og útskrift Menntaskólans á Akureyri en sonur minn var einmitt í hópi 183 stúdenta frá MA sem útskrifaðist.Við löbbuðum niður í miðbæ til að taka á móti stúdentahópnum en hann kemur marserandi niður í miðbæ að loknum hátíðarkvöldverðinum.Hátíðleg stund. Í miðbænum mætti okkur bjór og hlandstybba ásamt fjölda fólks, margir í mjög mismunandi góðu ástandi, fullt af ungum krökkum ! Hátíðlegt eða hitt þó heldur ! Dóttir mín 11 ára fór á fjölskylduútikemmtun á Ráðhústorgi kl tíu sama kvöld en varð frá að hverfa vegna ótta þegar slagsmál brutust út og hópur lögreglumanna mætti á svæðið. Huggulegt ! Verslunarmannahelgin er nú bara jólin miðað við þennan ósóma. Bíladagar eiga alveg rétt á sér en eiga ekki heima í fjölskyldubænum Akureyri .Ég treysti því að ný bæjarstjórn taki þessa hátíð til endurskoðunar.  Þess vegna segi ég; Burt með bíladaga úr bænum mínum.

Eigið góðan sunnudag gott fólk. 


Einu sinni var...

 

Sælt veri fólkið á þessum drottins degi.

Nú er illt í efni ! Þegar ég ætlaði að fara inn á síðuna mína mundi ég ekki aðgangsorðin mín.... Þetta á sér auðvitað sínar skýringar eins og annað í þessum blessaða heimi. Fyrst má þar nefna að vikur og mánuðir hafa liðið síðan ég fór hér inn síðast en þá var í tísku að ræða um Icesaveskuldir landans. Nú virðist sá tískuþáttur löngugleymdur og Icesaveskuldirnar týndar og tröllum gefnar amk í fjölmiðlum landsins. Hin skýringin sem ég trúi þó minna á er að hækkandi aldur minn sé farinn að trufla annars hið ágæta mynni mitt. Það kom sér allavega vel að gleymskuhnappur er til staðar á síðunni fyrir þá sem lenda í þessum einkennilegu aðstæðum.

Gærdagurinn er liðinn. Dagurinn þar sem allir virtust vera sigurvegarar nema kannski Hera okkar Björk. Gnarr var jú stærsti sigurvegarinn en af orðræðu hinna oddvitanna voru þeir líka allir sigurvegarar þó svo eitthvað hafi nú vantað uppá atkvæðafjöldann víða um land.

Já gærdagurinn er semsagt liðinn og þar með lauk júróvisjón líka. Skemmtileg keppni í ár og mörg áheyrileg lög.Ekki virtist þó íslenska framlagið heilla Evrópubúa nóg til að þeir splæstu á okkur stigum í massavís en fyrir rest fundust 41 stig sem skilaði okkur 19.sætinu. Getum samt verið stolt af hópnum okkar, hann stóð sig með prýði og átti einn besta flutninginn í gærkveldi. Kannski er það svona sem Evrópa þakkar okkur fyrir ösku og Icesaveskuldir ? Hver veit ?

En hvað um það. Ég og mín fjölskylda er komin í sumarfrí og framundan eru góðir dagar. Svo fer náttúrulega að styttast í laxveiðitímann og HM í fótbolta er á næsta leyti svo það verður erfitt að láta sér leiðast. Lag Frakkanna  í júróvisjón á líklega eftir að hljóma ótt og títt í tengslum við þá keppni og allt gott um það að segja og læt ég þessu því lokið með myndbandi af þeim ágæta dillubossasöng. Góðar stundir Smile 

 

 


Eggið uppí skuldir....

Er ekki upplagt að selja þetta Geirfuglsegg upp í Icesaveskuldirnar okkar...... :-)
mbl.is Síðustu geirfuglarnir í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerlingin hún Katla !

Já eins og ég sagði í síðustu færslu minni spá menn nú og spekúlera hvort eldfjallið Katla í Mýrdalsjökli fari ekki að minna á sig. Katla hefur gosið að jafnaði tvisvar sinnum á öld. Hún gaus síðast frostaveturinn mikla 1918 og má því segja að tími sé kominn á kerlu.  Nafnbót Kötlu er að finna í þjóðsögum Jóns Árnasonar en þar segir:

"Það bar við eitthvört sinn á Þykkvabæjarklaustri eftir að það var orðið múnkasetur að ábóti sem þar bjó hélt þar matselju eina er Katla hét. Hún var forn í skapi, og átti hún brók þá sem hafði þá náttúru að hvör sem í hana fór þreyttist aldrei á hlaupum. Brúkaði Katla brók þessa í viðlögum. Stóð mörgum ótti af fjölkynngi hennar og skaplyndi og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðnum var sauðamaður er Barði hét. Mátti hann oft líða harðar átölur af Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu þegar hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veislu og matselja með honum, og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð er þau kæmu heim. Fann nú ei smalamaður féð sem skyldi. Tekur hann því það ráð að hann fer í brók Kötlu , hleypur síðan sem af tekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim verður hún brátt þess vís að Barði hefur tekið brók hennar. Tekur hún því Barða leynilega og kæfir hann í sýrukeri því er að fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja. Vissi enginn hvað af honum varð, en eftir sem leið á veturinn og sýran fór að þrotna í kerinu heyrði fólk þessi orð til hennar: "Senn bryddir á Barða". En þá hún gat nærri að vonska hennar mundi upp komast og gjöld þau er við lágu. Tekur hún brók sína, hleypur út úr klaustrinu og stefnir norðvestur til jökulsins og steypir sér þar ofan í að menn héldu, því hún sást hvörgi framar. Brá þá svo við að rétt þar eftir kom hlaup úr jöklinum er helst stefndi á klaustrið og Álftaverið. Komst þá sá trúnaður á að fjölkynngi hennar hefði valdið þessu. Var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá og plássið, sem þetta hlaup helst foreyddi, Kötlusandur"


Alltaf í sviðsljósinu :-)

Góðan og blessaðan þennan 22. dag marsmánaðar. 

Það er alveg merkilegt hvað okkar kæra sker er oft í sviðsljósinu á þessum síðustu og verstu tímum. Nú höfum við mátt búa við það lengi að vera heimsfræg fyrir langan skuldahala sem nær langt útfyrir landssteinana og hefur verið nefnt Icesave. Sú frægð hefur semsagt haldist sleitulaust í marga mánuði og nú er svo komið að fjölmiðlar eru bara hættir að fjalla um málið. Ekki get ég nú sagt að ég sakni þess neitt sérstaklega en vandamálið og áhyggjurnar eru áfram til staðar. Fjölmiðlar gripu því fegins hendi þegar náttúran minnti á sig og í nágrenni Eyjafjallajölkuls hófst gos. Heimsljósið hefur því aftur beinst að okkur Íslendingum eða réttara sagt eldstrókunum á Fimmvörðuhálsi. Gosið virtist nú saklaust í byrjun en í morgun var óróinn að færast í aukana og einhver bráðnun í gangi. Menn velta svo fyrir sér hvort Katla ætli að fylgja í kjölfarið en hún hefði átt að gjósa fyrir 60 árum ef hún hefði haldið sama mynstri og hún hefur gert síðustu aldir. Það er því kominn tími á kellu...... 


Svekkjandi

 

 Dómarinn hefði nú getað sparað fyrstu 3 spjöldin í fyrri hálfleik, en þau brot voru saklaus miðað við magt sem maður hefur séð. Púlararnir voru síðan orðnir pirraðir í seinnihálfleik og voru með óþarfa brot. Sorglegt að sjá til Liverpoolsliðsins ekki síst fyrirliðans. Nú verður eftirleikurinn erfiður og meistaradeildarsætið fjarlægist meir og meir. En ég stend með mínum mönnum. Áfram Liverpool.

D


mbl.is Framkoma Gerrards skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið heldur áfram

Góðan og blessaðan daginn. Já það er orðið ansi langt síðan hér var ritað. En nú skal gerð tilraun til úrbóta.

IMG 3327

 

 Hér norðan Alpafjalla gengur lífið sinn vanagang og einkennist að mestu af nokkru sem kallað er vinna, sofa og éta. Þetta syndrom er vel þekkt og við því virðist erfitt að finna nokkra lækningu. En á svona degi eins og þessi mynd var tekin á virðast allir vegir færir og maður fyllist bjartsýni.

 

 

 

Börnin vaxa og dafna hraðar en maður hefði óskað. 

IMG 3137

 

 

 

Unglingurinn er varla unglingur lengur enda kominn nokkuð á tutugasta aldursárið Wink. Stúdentaveisla virðist því  óumflúin að vori og mín þarf líklega eitthvað að fara að spá í það.

 

 

 

 

  

IMG 6845

 

 

Heimasætan nálgast 11. afmælisdaginn sinn með hraði og gelgjutaktar orðnir nokkuð áberandi Tounge. Miklum tíma er nú eytt fyrir framan spegilinn og æ erfiðara verður að finna föt við hæfi þrátt fyrir yfirfulla skápa og skúffur.Hún gaf sér þó tíma í öskudagsstúss og var Strumpa á öskudaginn.

 

 

 Þá kemur nú röðin að yngsta heimilismeðlimnum henni skruddu okkar sem komin er vel á fjórða árið.

IMG 2449

 

 

 Hún er yndisleg en hefur fengið góðan skammt af bæði Glerár- og Mælivallaþráa sem er vel þekktur innan fjölskyldunnar. Orka hennar er óþrjótandi og allir löngu orðnir úrvindaGasp þegar hún á nóg eftirSideways

 

 

 

 

 

 

 Við gömlu erum bara nokkuð spræk þrátt fyrir allt og reynum að hjúkra og lækna eftir bestu getu og sinna börnum og búi .

IMG 6898

 

Maður gefur sér þó alltaf tíma í smá sprell og er þessi mynd einmitt tekin við slíkt tækifæriWink.

 

 

 

 

 

Lífið snýst áfram drjúgt um fótbolta . Heimasætan komin í 5.flokk hjá KA og framundan er einmitt Goðamót þessa flokks þar sem lið hvaðanæva af landinu leiða saman hesta sína í Boganum.

IMG 1929

 

 

 

 Við verðum auðvitað á hliðarlínunni eins og vanalega og hvetjum stelpurnar okkar. Mín kom sér líka í foreldraráð fyrrnefnds flokks svo hún hefði eitthvað að sýsla við á milli móta og leikja. Unglingurinn stundar ennþá talsvert fótboltann sem og minn heittelskaði.

 

Ég hef alveg látið tuðruna afskiptalausa í verki en er löngu orðinn sjúklingur hvað fótboltagláp í sjónvarpi varðar Sideways.

 

 Á mínu heimili er semsagt haldið með Liverpool ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því og í kvöld er einmitt leikur við Wigan á útivelli sem við ætlum að sjálfsögðu að vinna Wizard.

Teygt úr tánum á Anfield

 

 

Við erum búin að missa af fyrsta sætinu í deildinni en berjumst ótrauð áfram að ná því fjórða sem tryggir okkur í Meistaradeildina að ári. Þetta er spennandi í ár því það eru mörg lið sem berjast um fyrrnefnt sæti. Skrýtið hvað maður getur orðið hugfanginn af íþrótt sem maður hefur aldrei stundað Woundering.  

 

 

 

 

 

Þetta var lítill fjölskyldupistill að norðan. Eigið góðan dag Smile 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband