7.1.2011 | 15:22
Harðindi
Góðan og blessaðan daginn gott fólk og gleðilegt ár og hafið þökk fyrir það gamla sem svo sannarlega er rokið út í veður vind. Það nýja heilsar aldeilis með hressandi hviðum í andlitið og hvítri þykkri mjöll sem var þó búin að sýna sig fyrir nokkru hér norðan heiða.
Það eru ekki margir dagarnir sem okkur er ráðlegt að halda okkur heima með börnum okkar vegna óveðurs og ófærðar en einn slíkur heilsaði okkur í dag á sjöunda degi á nýju ári. Það væri kannski ekki svo vitlaust að hafa svona innidaga nokkrum sinnum á ári því þetta hlýtur jú að teljast fjölskylduvænt og samverustundum fjölkyldna fer jú fækkandi það er ég best veit. Svo hér sit ég við eldhúsborðið með litla sprelligosanum mínum og leira snúðakastala úr glansleir
Gerði reyndar heiðarlega tilraun til að mæta í vinnu en sá draumur var úti þegar ég opnaði dyr leikskólans og komst að því að ég hefði átt að halda mig heima og ekki væri tekið á móti börnum í dag nema í ítrustu neyð. Svo ég og sú stutta fórum bara heim, skriðum undir sæng, ég náði nokkrum blaðsíðum í Irsu og hún kláraði heila mynd. Ég tók auðvitað fréttirnar á slaginu átta í morgun eins og hálf þjóðin þar sem mörgum skólum var aflýst nema á Akureyri, þar var fólk hvatt til að vera heima. En maður er nú hvattur til að gera svo marga hluti sem maður svo ekki gerir að einhverjum ástæðum.
En ekki gátum við litla ofvirk legið í rúminu í allan morgun og var því hafist handa við að koma jólaskrautinu niður í kassa. Jólatrénu verður þó gefið "líf" í nokkra daga í viðbót enda pungað út nokkrum þúsundköllum fyrir því á sínum tíma. Tréð sem okkur langaði þó mest í kostaði þó margfalt meira eða um 16.þúsund krónur enda barrheldið með eindæmum....en það er nú önnur saga. Jólaseríurnar fá líka að loga einhverja daga í viðbót enda veitir ekki af ljósum til að lýsa okkur í stórhríðinni þessa síðustu og verstu daga.
Heimasætan mín fylgdist aldrei þessu vant grannt með veðurspá í gærkveldi og var þess fullviss að hún færi ekki í skólann vegna óveðurs í dag. Hún tók því hvatningarorð Akureyrarbæjar um að fólk ætti að halda sig heima mjög svo hátíðlega á meðan móðir hennar dúðaði sig og ætlaði nú ekki að láta eitthvert óveður stoppa sig enda alin upp á Jökuldalnum þs menn kalla nú ekki allt ömmu sína.
En hér sit ég og get ekki annað og leira með glansleir eins og áður sagði. Glansa orðið eins og jólaskraut af leirnum, kannski eins gott til lífga uppá umhverfið eftir að alvörujólaskrautið hvarf ofan í pappakassana. Sú litla ofvirka er löngu horfin úr leirnum og farin að gera eithhvað annað. Líkaði ekki að mamma gamla veitti henni ekki 200 % athygli......
Jæja gott fólk, vona að þið eigið góðan föstudag og helgi framundan. Á morgun skal engin stórhríð hindra að ég komist í vinnu. Bank,bank,bank og 7,9,13.
Blessi ykkur í bili.
7.1.2011 | 14:40
Aumingja Eiður...
Eiður gæti fengið tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2010 | 23:05
Svo bregðast krosstré sem önnur tré...
Presturinn svaf yfir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2010 | 16:34
Svona eru jólin
Góðan og blessaðan jóladag kæru vinir og ættingjar.
Fjölskyldan átti yndislegt kvöld í gær ásamt ömmu og afa og frændanum góða sem kom frá Ítalíu.
Litla stýrið var auðvitað orðin yfir sig spennt og eyddi síðustu orkunni í að rífa ekki aðeins upp sína pakka heldur bauð fram dygga aðstoð í að opna alla hina pakkana líka. Þessi prósess tók nú reyndar einhverja þrjá klukkutíma svo þá var nú allur vindur úr minni og hún sofnaði svefni hinna réttlátu áður en klukkan sló miðnætti.
Vaknaði svo úthvíld í morgun til að kíkja í stígvélið sitt sem ennþá stóð í glugganum og fór í nokkurra mínútna þrjóskukast þegar ég minnti hana á að síðasti jólasveinninn hefði komið til byggða í gær. En guði sé lof að þá ákvað hún að hvíla sig tvo tíma í viðbót svo restin af fjölskyldunni gæti hvílt sig áfram því það var auðvitað farið frekar seint í háttinn eins og verða vill á blessuðum jólunum.
Jólahangikjetið var á sínum stað í hádeginum og eins og faðir minn karlinn segir oft að þá held ég að það hafi sjaldan verið betra enda af jökuldælskum sauðum og taðreykt í heiðardalnum sjálfum.
Nú eftir kjétátið klæddi mannskapurinn sig í útifötin og lagðist í snjómokstur mikinn. Það eru jú hvít jól í meira lagi hér norðan heiða ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum landsmanna. Fyrir barðinu á skóflunum varð snjófjallið ógurlega sem reis hér fyrir sunnan hús í síðasta snjómokstri af bílastæðinu. Búin voru til neðanjarðargöng og rennibraut og ungir og aldnir brunuðu síðan niður á snjóþöturössunum með bros á vör.Þessa stundina er síðan smá afslöppun. Sveppi krull hljómar í eyrunum eins og svo oft áður en heimasætan og litli orkuboltinn sitja og horfa á þennan snilling leika listir sínar í leiksýningunni Algjör sveppi, dagur í lífi stráks sem kom í einum af pökkunum. Af loftinu heyrast ómur af yndislegum jólalögum Sigurðar Guðmundssonar en þar situr bóndinn fyrir framan tölvuna og heilsar upp á fjésbókarvini sína. Semsagt allt eins og það á að vera á blessuðum jólunum.
Kæru vinir og ættingjar, vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðina sem og alltaf og óska ykkur gleðilegra jóla.
13.10.2010 | 13:24
Ánægjuleg tíðindi
Guði sé lof að spennunni er aflétt og salan heimiluð. Nú getur leiðin varla legið annað en uppá við .
Áfram Liverpool
Dómstóll heimilar sölu á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2010 | 13:15
Frækið björgunarafrek
11 komnir úr námunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2010 | 21:03
Haustkoman
Heilir og sælir góðir hálsar.
Heilsa ykkur eftir nokkurt hlé nú þegar haustið er gengið í garð með allri sinni litadýrð og að þessu sinni veðurblíðu. Ég segi veðurblíðu því að á sama tíma í fyrrra var vetur konungur búinn að kasta á okkur kveðju á sama tíma og reyndar aðeins fyrr. En svona er Ísland í dag, óútreiknanlegt hvað veður snertir og reyndar ekki bara veðurfarslega séð, mótmælin fyrir utan Alþingi gefa til kynna að ástandið í landinu er sannarlega óútreiknanlegt og óstöðugt.
Fréttatímar flytja okkur endalausar fréttir af niðurskurði.Nú á beinlínis að jarða minni heilbrigðisstofnanir út á landi í þeim tilgangi að spara. Við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum vitum að álagið mun eingöngu færast yfir á stóru sjúkrahúsin sem eru þegar í svelti.
Þetta mun birtast í auknu vinnuálagi sem er nú þegar ærið, endalausum útkallsvöktum, útbrenndu starfsfólki sem mun að lokum gefast upp og flýja land og líklega óánægðum viðskiptavinum en það segir sig sjálft að erfitt verður að veita góða þjónustu undir þessum merkjum.
Hver er þá sparnaðurinn þegar upp er staðið ?
Það var reyndar ekki meiningin að beina orðum mínum í þessa átt en ég gat bara ekki hamið mig. En aftur að haustkomunni. Litadýrð íslenskrar náttúru skartar sínu fegursta á þessum árstíma og þá er upplagt að bregða sér af bæ með myndavélina og mynda æskuna. Æskuna sem á að vera:
Áhyggjulaus !
Örugg !
25.8.2010 | 15:31
Feit og saðsöm fæða
ESB gagnrýnir makrílveiðarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2010 | 19:06
Svona er lífið
Lífið er margbrotið .
Stundum erum við í sigurvímu.
Að hampa bikarnum í lok keppni er sannarlega góð tilfinning og sérstaklega þegar maður hefur lagt sig allan fram.
Svo getur maður líka alveg verið "í skýjunum"eða alveg í "sjöunda himni" sem er líka góð tilfinning.
Að finna barnið í sér er nauðsynlegt af og til. Það ýtir "fullorðinsáhyggjum" til hliðar um stund og gefur okkur færi á að brosa af öllu saman.
Suma daga verðum við virkilega að taka á honum stóra okkar ef dæmið á að ganga upp. Það er jú nauðsynlegt að fá áskoranir annað slagið til að takast á við.
Þegar allt gengur upp eftir talsvert erfiði er sannarlega ástæða til að brosa breitt.
Svo koma dagar sem lífið snýst á hvolf...
Og aðra daga er maður svo þreyttur að tölvan nær ekki einu sinni að halda manni vakandi....
En langoftast er tilveran yndisleg og við getum horft björtum augum til framtíðar.
Eigið gott laugardagskvöld kæru vinir !
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn