Alltaf í sviðsljósinu :-)

Góðan og blessaðan þennan 22. dag marsmánaðar. 

Það er alveg merkilegt hvað okkar kæra sker er oft í sviðsljósinu á þessum síðustu og verstu tímum. Nú höfum við mátt búa við það lengi að vera heimsfræg fyrir langan skuldahala sem nær langt útfyrir landssteinana og hefur verið nefnt Icesave. Sú frægð hefur semsagt haldist sleitulaust í marga mánuði og nú er svo komið að fjölmiðlar eru bara hættir að fjalla um málið. Ekki get ég nú sagt að ég sakni þess neitt sérstaklega en vandamálið og áhyggjurnar eru áfram til staðar. Fjölmiðlar gripu því fegins hendi þegar náttúran minnti á sig og í nágrenni Eyjafjallajölkuls hófst gos. Heimsljósið hefur því aftur beinst að okkur Íslendingum eða réttara sagt eldstrókunum á Fimmvörðuhálsi. Gosið virtist nú saklaust í byrjun en í morgun var óróinn að færast í aukana og einhver bráðnun í gangi. Menn velta svo fyrir sér hvort Katla ætli að fylgja í kjölfarið en hún hefði átt að gjósa fyrir 60 árum ef hún hefði haldið sama mynstri og hún hefur gert síðustu aldir. Það er því kominn tími á kellu...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 53527

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband