Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
25.5.2009 | 13:57
Vorið er komið og grundirnar gróa.
Já það er víst komið vor enn og aftur. Það er ekkert eins yndislegt og koma út og anda að sér gróðurilminum á góðu vori. Ég tala nú ekki um að hægt er að skjótast á milli húsa án þess að þykka dúnúlpan sé með í för. Svo verða dagarnir lengri og lengri og maður fyllist orku og bjartsýni og brosunum fjölgar.
En allt hefur sínar neikvæðu hliðar og svo er líka með vorkomuna því þegar vorið heilsar kveðja aðrir góðir gestir af sjónvarpsskjánum sem hafa heiðrað okkur með nærveru sinni í allan vetur. Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um enska boltann sem hefur glatt hjarta mitt og annarra á dimmum síðkvöldum. Að sjálfsögðu er ég ekki sátt með úrslitin en er þess fullviss að við tökum þetta á komandi leiktíð og sendum United út í kuldann að nýju.
Júróvisjón kom og fór líka og eftir sitja ljúfar minningar um annað sætið sem munu ylja um aldur og ævi.
Og meira af söngvaseið því Idolin hafa líka kvatt okkur bæði það ameríska og okkar litla íslenska. Hrafna hélt uppi heiðri Austfirðinga og kom sú og sigraði en í því ameríska var hinn raddmikli Adam felltur af hinum sykursæta Kris ,mörgum að óvörum. En þetta eru gestir sem munu banka uppá aftur þegar haustið heilsar og því engin ástæða til að örvænta.
Eigið góðan dag og guði sé lof fyrir Greys.......
25.5.2009 | 13:38
Svína hvað.....
![]() |
Ekki með svínaflensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 13:33
Já sæll.....
![]() |
Að berja sjálfan sig áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 12:40
Loksins....
![]() |
Svínaflensa á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 22:40
Sauðburðarsæla
Gott og blessað kvöld !
Jæja þá er maður kominn endurnærður úr jökuldælskri sauðburðarsælu. Eyddi stærstum tíma í fjárhúsunum að sjálfsögðu því það er þar sem hlutirnir gerast á þessum árstíma. Ekkert sjónvarpsgláp fyrir utan Júróvisjón auðvitað, engin nettenging svo bloggið og fjésbókin fengu hvíldina.
Nú eru náttúrulega allir búnir að blogga yfir sig um annað sætið í Moskvu en ég verð að fá að segja að það kom mér skemmtilega á óvart að Jóhanna Guðrún kæmist svo hátt. Laginu fannst mér fremur litið flaggað hér heima fyrir keppnina miðað við oft áður en stelpan gerði þetta glæsilega og það skilaði sér svo sannarlega. Hjartaknúsarinn norski stal gjörsamlega senunni en það kom ekki á óvart. Þvílíkur sjarmi og hæfileikar ! Ég og heimasætan erum staðráðnar í að skella okkur til Norge næsta vor og taka þátt í ævintýrinu sem Alexander Rybak færði þjóð sinni daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna. Það verður gaman að koma á gamlar heimaslóðir.
Að komast í sveitina var yndislegt. Ég og litla skrudda vorum á ferðinni allan daginn og stundum langt fram á kvöld að sinna búskapnum ásamt fleirum.

Stjarnan mín skilaði tveimur skrautlegum afkvæmum okkur til mikillar ánægju.Hún þurfti reyndar smáhjálp en ég hafði auðvitað bara gaman að því .


Skrudda litla var ótrúlega dugleg og áhugasöm þrátt fyrir ungan aldur og vildi alltaf með mér í fjárhúsin.
Um miðjan dag var hún oft orðin svo þreytt að hún sofnaði fram á eldhúsborðið hjá frænda sínum. En allt tekur enda og það gerði þetta sauðburðarfrí líka og Jökuldalurinn var kvaddur með sárum söknuði eins og oft áður.
Góða nótt
4.5.2009 | 22:16
Berum við enga ábyrgð sjálf ?
Er hugsandi eftir að hafa hlustað á Kastljós kvöldsins. Erum við tilneydd til að taka 100 % húsnæðislnán og kaupa tvo bíla á bílalánum. Hvað hugsum við þegar við skuldsetjum okkur í botn ? Getum við treyst því að halda vinnunni til framtíðar? Hugsum við yfirhöfuð eitthvað fram í tímann þegar við spennum bogann svona til fulls? Er rétt að kenna kreppunni og Gylfa Magnússyni um allt og hætta að borga af öllu saman ?
Hefðu etv aðrar leiðir verið færar ? Ég bara spyr ?
3.5.2009 | 22:19
Áfram Ísland
Jæja þá fer þetta að styttast og júróvisjónskjálftinn farinn að gera vart við sig. Ég hef góða trú að okkar lag komist uppúr undanúrslitum og fer maður ekki orðið fram á meira í þessu Austantjaldsmakki.
Í þættinum Alla leið í gær var pólska lagið í spilun og og stórspekulantarnir vildu meina að það væri keimlíkt íslenska framlaginu. Byrjunin er svipuð en íslenska viðlagið er meira áberandi en í þessu pólska en þið getið dæmt sjálf á myndbandinu hér fyrir neðan. Set ekki íslenska lagið hér inn í þeirri góðu trú að þið kunnið það orðið utan að .
Það góða við þetta allt saman er að þessi tvö lög eru á sitthvoru undanúrslitakvöldinu svo þetta ætti ekki að koma að sök.
Uppáhaldið mitt í þessari keppni er hinsvegar hinn ungi, norski Alexander Rybak sem syngur Ævintýri eða Fairytale. Lagið og flytjandinn hafa allt til brunns að bera til að bera sigur úr býtum í keppni sem þessari. Drengurinn er náttúrulega bara frábær söngvari, lagið er grípandi, fiðlan og dansarnir koma flott inní þetta og svo er pilturinn himneskur í útliti og það spillir ekki að hann er ættaður frá Rússlandi þs keppnin fer fram í Moskvu. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar....
Því segi ég bara áfram Ísland og Noregur auðvitað líka ! Eigið gott sunnudagskvöld !
![]() |
Á leið til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 07:21
Í lok næturvaktar
Góðan og blessaðan daginn sem nú heitir annar maí.
Meðan þið sváfuð vært á ykkar græna var ég á næturvaktinni og hjúkraði sjúkum. Það verður yndislegt að leggja sig á koddann á eftir eftir gott dagsverk eða öllu heldur næturverk.
Ýmislegt hefur á dagana drifið í þjóðfélaginu okkar síðustu daga og vikur. Allir eru sjálfsagt búnir að blogga yfir sig um alþingiskosningar og úrslit þeirra, hrun og upprisu flokka, yfirstrikanir og svo framvegis svo ég læt mér nægja að segja að ég er sátt við guð og menn og líka við úrslitin. Vona bara heitt og innilega að fljótlega komist á starfhæf ríkisstjórn sem láti verkin tala í hvívetna, af nógu er að taka.
Ofbeldi hefur verið áberandi sl daga. Ofbeldi hefur jú verið til staðar í þjóðfélagi okkar lengi en er nú orðið mikið grimmara en áður. Þarna er ég auðvitað að tala um níðingsverk nokkurra stúlkna í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum þegar þær rændu og pyntuðu unga stúlku sem þær þóttust eiga sökótt við. Það var ekki þeim að þakka að stúlkan lifði svo mikið er víst en líf sitt getur hún líklega þakkað pilti sem skakkaði leikinn.
Aðeins örfáum dögum áður var ráðist á eldri borgara á Arnarnesinu á heimili þeirra og þau rænd. Hugsið ykkur, þegar við erum ekki örugg lengur á okkar eigin heimilum að þá er nú fokið í flest skjól. Sjálf hef ég upplifað innbrot á heimili mitt þs greipar voru látnar sópa og verðmæti tekin. Flesta hlutina sem teknir voru var hægt að fá bætta frá tryggingunum en það var hugsunin um að ókunnug manneskja hefði verið inn á heimilinu og gramsað í eigum mínum og óttinn við að slíkt endurtæki sig sem fór verst með mann. Þetta fólk á því samúð mína alla.
1.maí hefur runnið sitt skeið þetta árið með tilheyrandi kröfugöngum. Raddir fólksins voru skýrar. Það á að draga menn til ábyrgðar fyrir afglöp sín sem urðu til þess að heil þjóð hafnaði í alvarlegri kreppu sem við höfum líklega bara séð brot af í þessum skrifuðu orðum. Ljóð Halldórs Laxness um maístjörnuna hefur kannski sjaldan átt eins vel við og nú:
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
þar er allt sem ég hef.
Vona samt að þið eigið góðan dag. Helgin er jú öll framundan og vor í lofti.
Ég ætla hinsvegar að leggjast á koddann og safna orku fyrir vaktina næstu nótt.
19.4.2009 | 21:29
Vor í lofti
Góðan og blessaðan sunnudag þann 19 apríl. Það styttist óðum í sumardaginn fyrsta og það er svo sannarlega vor í lofti hér norðan heiða. Mín búin að taka smá kast sunnan við hús og þrífa og gera huggulegt svo hægt sé að sitja úti og njóta veðurblíðunnar. Splæst var í garðborð og tvo stóla í blíðunni. Best að eyða þessum örfáu krónum sem eftir eru svo verðbólgan éti þær ekki upp .
Það er eitthvað sem gerist innra með manni þegar sólin fer að hækka á lofti. Maður fyllist eldmóði og áhyggjurnar ef einhverjar eru víkja fyrir gleðinni. Manni langar bara til að vera úti og teiga vorloftið og láta þetta gula fyrirbæri á himnum umlykja sig. Það spillir ekki að húðliturinn tekur á sig ljósbrúnan blæ frá því að vera hvítari en allt sem hvítt er. Löngunin að baða sig í laugum bæjarins verður æ háværari og undan henni var svo sannarlega látið um helgina. Það spillti þó örlítið þeirri gleði að ungmenni sem heimsóttu Akureyrabæ um helgina höfðu líka látið undan þeirri löngun og sum hver í frekar annarlegu ástandi settu svip sinn á sundlaugarstemninguna.
Það er ýmislegt annað sem minnir á vorkomuna. Einn af uppáhaldsvorboðunum mínum ef svo mætti kalla er Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva ,í daglegu tali nefnt júróvisjón.Páll Óskar júróvisjóngúrú með meiru hóf kynningu á lögunum í gær í Ríkissjónvarpinu og lofar keppnin góðu með lögum af öllum stærðum og gerðum. Heldur hefur verið hljótt um íslenska framlagið fram að þessu en ómögulegt er að spá hvort við komum til með að "meika" það í ár.
Eigið notalegt sunnudagskvöld
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
248 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lítilsháttar él en yfirleitt léttskýjað vestan til
- Ökumaður á barnsaldri reyndi að stinga af lögreglu
- Eðlilegt að fólk verði óánægt eftir uppsögn
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
Erlent
- Árásir Rússa halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
- Fimm drukknað í öldugangi í Ástralíu
- Rússneskir borgarar efast um gagnsemi vopnahlésins
- Skortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðsins
- Úkraínskir hermenn hafa enga trú á vopnahléinu
- Ætlar að frelsa gíslana án þess að láta undan
- Úkraínumenn munu virða vopnahléið
- Merki um árangur en líklegast sýndarmennska
- Vopnahlé ekki á pútínskum forsendum
- Ekki hægt að treysta Pútín