Berum við enga ábyrgð sjálf ?

Er hugsandi eftir að hafa hlustað á Kastljós kvöldsins. Erum við tilneydd til að taka 100 % húsnæðislnán og kaupa tvo bíla á bílalánum. Hvað hugsum við þegar við skuldsetjum okkur í botn ? Getum við treyst því að halda vinnunni til framtíðar? Hugsum við yfirhöfuð eitthvað fram í tímann þegar við spennum bogann svona til fulls? Er rétt að kenna kreppunni og Gylfa Magnússyni um allt og hætta að borga af öllu saman ?

Hefðu etv aðrar leiðir verið færar ? Ég bara spyr ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hann hefði getað verið á leigumarkaðnum með sín 4 eða 6 börn.  Þá hefði hann þurft að flytja á 2 ára fresti og búa við mikinn óstöðugleika. 

Það var mikil freisting fyrir margar fjölskyldur að taka 100% lán til að flýja leigumarkaðinn því hann var einfaldlega ekki mönnum bjóðandi.  Há leiga + mikill óstöðugleiki.  Hvar var velferðarríkið?  Á hinum norðurlöndunum er hægt að velja það að vera á leigumarkaðnum því leiga er ekki það há og þú ert öruggur með íbúðina í langan tíma.  Þar er líka mikið um úrræði sem eru svipuð búseta hér.  Þ.e. kaupleiga.  Þú borgar út ákveðna upphæð og svo borgarðu leigu og færð að búa í íbúðinni eins lengi og þú vilt.  Ef þú varst á leigumarkaðnum hér með fjölskylduna þá var upphæðin eiginlega of há til að hægt væri að leggja til hliðar fyrir útborgun í íbúð.  þannig að valið var að búa í miklu óöryggi og flytja mikið ásamt því að borga mikið eða að taka 100% lán og fá að búa restina af lífinu í einni íbúð í sama hverfi og borga minna gjald mánaðarlega.  Ég skil vel að fólk hafi freistast til að taka slíka ákvörðun.

Ég sjálf átti 25% í minni íbúð fyrir hrun, veit ekki hvernig staðan er núna eða hversu mikið ég fengi fyrir íbúðina ef ég seldi hana.  En ég gat safnað mér fyrir útborgun þar sem ég var ekki með 6 börn sem ég þurfti að sjá fyrir.

Það var líka erfitt fyrir 1-2 árum að sjá fyrir að hér yrði slíkt hrun að atvinnulausir yrðu 18.000 og að á sama tíma yrði algjört frost á fasteignamarkaðnum= engin leið út.

Heiðrún (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:29

2 identicon

Er þetta ekki allt Dabba að kenna? ;) hann var líklega með í því að búa til þessi 6.börn.

Er annars ótrúlega sammála þér Guðrún mín í þetta skiptið þó svo að við deilum nú ekki sömu fótboltaskoðunum, þeir sem skuldsettu sig í botn verða nú einfaldlega að standa og falla með því.

svo er 2009 gott fólk 6.stk börn!!! skildi fólk ekki gera sér grein fyrir því að það er hægt að stunda kynlíf án þess að eignast barn, svo á "ég" ríkið að fara að borga fyrir svona lagað, alveg lámark að ég hefði þó verið viðstaddur eitthvað af þessum athöfnum.

Það er auðvitað ömulegt að horfa upp á fólk sem skuldsetti sig þannig að ekkert mætti koma uppá þá væri það nánast farið á hausin, en hverjum er það að kenna? allir meiga búast við því að verða einhverntíman atvinnulausir um ævina.

Vona að ég hafi ekki sært marga með þessu en snleikurinn er oft sár.

Morgan frændi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 53563

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

222 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband