Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
16.4.2009 | 22:37
Lengi lifi Líf !
![]() |
Mun tryggja að Líf fái líf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 22:19
Harmleikurinn á Hillsborough-vellinum
Í dag 15.apríl eru liðin 20 ár frá harmleiknum á Hillsborough- vellinum þar sem 96 Liverpoolaðdáendur létu lífið í troðningi. Þarna var að hefjast leikur Liverpool og Nottingam Forrest í undanúrslitum FA bikarsins. Sá leikur varði hinsvegar bara í 6 mínútur en hefði í raun aldrei átt að hefjast vegna aðstæðna.Lesa má nánar um þennan harmleik á síðunni Liverpool.is og Liverpool.no en þar er ma talað við mann sem var á staðnum og missti 17 ára gamlan bróður sinn í troðningnum.
15.4.2009 | 14:30
Að loknu páskaeggjaáti
Góðan og blessaðan daginn !
Já hann er nú bara ótrúlega góður miðað við tapið í boltanum í gær því lífið heldur jú áfram sama á hverju í gengur, amk í fótboltanum.
Fjölskyldan lagði land undir fót (bílhjól réttara sagt)um páskana. Fyrst var stefnan sett á Jökuldalinn. Frúnni var farið að lengja eftir að komast í fjárhúsin og anda að sér rolluangan. Farið í fjárhúsin á hverjum morgni þar sem uppáhöldin voru knúsuð og kysst.
Sól og Máney Stjörnudætur eru orðnar ótrúlega stórar og báðar með lambi. Stjarnan sjálf er náttúrulega bara æðisleg og verður spennandi að sjá hvað kemur undan henni í vor.

Öldungurinn Lukka er alltaf söm við sig þe vill láta klappa sér og klóra og Von kerlingin er kelirófa fram í fingurgóma (hm eða klaufir réttara sagt).

Litla Skrudda fór alltaf í húsin með mömmu gömlu og hafði gaman af. Fékk að gefa ánum brauð með afa gamla og tuggu á eftir.
Svo var auðvitað vísiterað á alla bæi í Hnefilsdalnum og drukkið ómælt magn af kaffi á degi hverjum. Óðalsbóndinn hann bróðir minn sem býr á nýbýlinu Litlabjargi í Jökulsárhlíð var að sjálfsögðu heimsóttur en hann reisti sér hús á æskuslóðum okkar Hrafnabjörgum og þar er alltaf notalegt að koma.
Eftir notalega dvöl á æskustöðvunum var sett í "drive" og stefnan tekin á Skagafjörðinn en þar er líka fagurt. Tilefnið var að hitta skemmtilega Skagfirðinga og svo var okkur boðið í villiréttahlaðborð. Verið að éta bráðina sem náðist á síðasta veiðitímabili.

Þar var ýmislegt í boði ss hreindýrakjöt, heitreykt gæs, önd, álft (úbs er hún ekki friðuð?), hnýsa (má víst drepa smáhveli...),

lax auðvitað,nóg er nú til af honum og svo blessuð rjúpan sem ég et nú vanalega bara á jólunum.

Nú vorið er lítið farið að láta á sér kræla norðan og austan lands og alltaf dettur þetta hvíta af himnum sama hvað dagarnir líða.Sást varla í dökkan díl á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og mikill snjór er líka í byggð miðað við árstíma. En vorið hlýtur að koma, það hefur jú alltaf gert það þó svo hlýindin séu mismikil.
Já dagarnir líða og þeir líða hratt sem minnir okkur á að nú er skammt til kosninga. Ekki er ég nú búin að ákveða endanlega hvar ég ætla að setja krossinn en stafurinn D er allavega ekki hátt skrifaður þessa dagana á mínu heimili.
Samt virðist þriðjungur þjóðarinnar ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem segir mér bara að sá hluti þjóðarinnar hlýtur að vera með siðblindu á háu stigi og vill ekki neinar breytingar.
Kosningadagurinn verður hinsvegar óvenju fagur þetta árið því heimasætan verður þá 10 vetra blessunin.

Við ætlum að eyða afmælis og kosningahelginni í borg óttans þetta árið því aftur verðu sett í "Drivið" á sumardaginn fyrsta og brunað í fermingu á Kjalarnesið. Mér heyrist að við séum líka að fara í Smáralindina að versla og horfa á Idolstjörnur Íslands,allavega ef heimasætan fær að ráða og það er nú býsna oft sem hún nær að bræða hjörtu okkar foreldranna.
Eigið góðan dag
15.4.2009 | 12:43
Þeirra verður sárt saknað !
Já mínir menn voru ótrúlega nálægt því að slá Chelsea út úr Meistarakeppninni í gærkveldi þrátt fyrir að standa eigi vel að vígi eftir tapið á Anfield í síðustu viku. Þetta sýnir bara að Liverpool er alveg ótrúlega sterkt lið . Ég sá því miður ekki leikinn, var í vinnunni,já sjúklingarnir ganga víst fyrir.
En nú er bara að taka sig saman í andlitinu og slá United úr efsta sæti í ensku deildinni. Held það sé auðveldara en margur heldur. Við getum allavega gengið hnarrreist eftir leikinn á Stanford Bridge í gær þrátt fyrir að hafa látið í minni pokann.
Fann nú ekkert á netinu úr leiknum í gær en læt fylgja hér myndband sem sannarlega yljar og vekur upp ljúfar minningar frá Istanbúl 2005 þegar Liverpool vann ótrúlegan sigur á Milan eftir að hafa legið undir 0-3 og hömpuðu þar með meistaratitlinum í Evrópukeppninni það árið.
![]() |
Chelsea komið í undanúrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 23:39
Sárt....
Fjölskyldan klæddi sig uppá í tilefni leiksins og allir biðu spenntir eftir að leikurinn hæfist. Þegar svo fyrsta markið var komið eftir aðeins 5 mínútur fylltumst við bjartsýni
. Sú bjartsýni breyttist fremur fljótt yfir í mikla svartsýni
sem hélst allt til enda leiksins. Liverpooliðið var ekki svipur hjá sjón og langt síðan maður hefur séð liðið spila svo illa. Masherano var sárt saknað en hann var í leikbannil. Gerrard var tekinn til fanga(aftur) og náði sér því lítið á strik. Hvort það réð úrslitum veit ég ekki en betra liðið vann í kvöld. En ég ætla að reyna að byggja upp bjartsýnina aftur og halda í þá von að við getum snúið þessu okkur í hag í síðari leiknum sem verður á Stanford Bridge....
Gleðilega páska "folkens" og borðið nú ekki yfir ykkur af súkklaðieggjunum góðu
![]() |
Guus Hiddink: Ætluðum að gera Gerrard óvirkan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 21:27
Betra seint en aldrei...
Já þetta hafðist á síðustu metrunum og nú erum við á toppnum. Er hægt að biðja um meira ?
![]() |
Liverpool komst á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 22:04
Skattmann hvað ?
Væri gaman að vita hvernig Sjálfstæðismenn ætla að bjarga skuldugri þjóð ef ekki má hækka skatta. Eru einhver önnur ráð mér er spurn ? Steingrímur er þó raunsær hvað þessi mál varðar.
26.3.2009 | 21:59
Vor óskast....
Gott og blessað fimmtudagskvöld !
Síðustu daga hefur svo sannarlega verið vor í lofti hér norðan heiða sem og á fleiri stöðum. Snjórinn hvarf á nokkrum dögum og götur og bílaplön urðu auð og þurr, eitthvað sem hefur ekki sést síðan snemma í haust. Prjónabrókinni var lagt í flýti og kvartbuxurnar dregnar fram í skyndi. Hægt var að fara út án þess að dúða sig í dúnúlpu, trefil,loðhúfu og tilheyrandi,já og jafnvel vera berfættur í skónum . Yndislegt, sannkallað vor í lofti. Var á tímabili að hugsa um að draga fram kaststöngina og æfa köstin aðeins, ekki veitir af. Munaði líka minnstu að sparihjólið yrði dregið fram en áður en ég komst svo langt fóru veðurguðirnir aftur í vetrarham og viti menn nú er allt komið á kaf aftur og norðangolan blæs sem aldrei fyrr
. Prjónabrókin er aftur komin fram í dagsljósið og dúnúlpan fær varla nokkurt frí. Hvernig er þetta eiginlega átti öskudagur ekki bara átján bræður ???? Eða voru einhverjir getnir á laun sem eru að stíga fram í dagsljósið núna ? Ég bara spyr
!
En við getum alltaf látið okkur dreyma um sól og sumar !
24.3.2009 | 18:56
Með hækkandi aldri
Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Nú var ekki lengur umflúið ,enn eitt árið skall á mér ,ekki af mikilli hörku þó.
Með hækkandi aldri hættir maður að telja árin sem á mann dynja og stundum þarf maður hreinlega að reikna út hversu aldraður maður er orðinn. Maður er svosem ekkert að auglýsa afmælisdaginn heldur en hinsvegar er hundleiðinlegt að eiga afmæli í leyni og því ákvað ég nú að taka þetta hér upp á blogginu mínu.
Þessu var öðruvísi farið fyrir hartnær þremur áratugum síðan þegar maður taldi dagana fram að afmælisdögunum,ekki síst þeim sem gáfu eitthvað í aðra hönd. Sá 16. gaf td grænt ljós á böllin í þá daga en þá þekktist varla 18 og 20 ára aldurstakmark. Sá 17. var náttúrulega ansi merkilegur þarsem hann færði manni réttinn að setjast undir stýri og aka af stað . Ekki það að maður fiktaði víst eitthvað við það í sveitinni áður en sá dagur rann upp.....Sá 18. gaf jú sjálfræði og aðgang að ríkinu ef ég man rétt.Í þá daga var aðeins eitt ríki á Austurlandi og það var á Seyðisfirði af öllum stöðum.Það var oft mikið á sig lagt að fara yfir Fjarðaheiðina amk um vetrartímann og sækja sér söngvatnið góða áður en farið var í Valaskjálf þar sem dansað var fram á rauða nótt.
Það var líka ansi töff að verða tvítugur og því full ástæða að halda upp á það vel og vandlega. Þrítugsafmælið var tekið með stæl og pantaður salur útí bæ og allt......
Þegar ég svo fyllti fjórða tuginn (fyrir örfáum árum síðan) var haldin settleg veisla í rólegri kantinum enda mín eigi kona einsömul þá og hafði ekki mikið af umframorku í þá daga !
Hver veit hvað manni dettur í hug ef manni tekst að fylla þann fimmta...... Draumurinn er að komast á Anfield. En get varla beðið svo lengi....
Eigið góðan dag !
23.3.2009 | 13:34
Áfram Liverpool !
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn