Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.7.2009 | 22:31
Að lokinni helgi.
Góðan og blessaðan daginn eða réttara sagt kvöldið.
Meira hvað tíminn æðir áfram, kominn 5.júlí og ein mesta ferðahelgi ársins á enda komin. Hér í hjarta Norðurlands var bærinn fullur af fólki enda fór fram svokallað N1 mót í 5.flokki pilta í fótbolta sem er eitt fjölmennasta knattspyrnumót á Íslandi. Það var svo sannarlega mikið líf og fjör á KA svæðinu þs lið hvaðanæva af landinu öttu kappi hvert við annað og foreldrarnir hvöttu sitt lið og sín afkvæmi af heilum hug.

Ég á því miður ekki strák á þessum aldri en fór engu að síður á völlinn til að upplifa stemninguna og styðja aðeins við bakið á KA liðunum, stóð mig meira segja að því að hvetja Völsung líka, einhvern tíma verður allt fyrst.
Mynd: Heimasætan fagnar 2.sæti á Landsbankamóti 2009 .
En það var ekki bara ungviðið sem sparkaði tuðrunni um þessa helgi því eldri og öllu reyndari aðilar af karlkyni öttu kappi á Þórssvæðinu á svokölluðu Pollamóti, sem er líka löngu orðið heimsfrægt. Minn heittelskaði var þar í flokki Lávarða (því eldri og reyndari, því virðulegri flokkun) með liði sem kallaði sig X-Large. Veit ekki alveg hvað nafnbótin vísar í en afrek á mótinu urðu allavega ekki stór enda var það nú varla ætlunin, aðalatriðið er jú að vera með og hafa gaman af. Menn gáfu sig þó alla í þetta og voru að vonum þreyttir og skakkir eftir spilamennskuna en þó með bros á vör.
Það spillti heldur ekki fyrir að veðurguðirnir hafa verið í sólskinsskapi í um vikutíma núna. Hitastig hefur verið um 20 gráður og sól skinið flesta daga. Merkilegt nokk að þá hefur Kári karlinn líka haft hægt um sig síðustu daga og hafgolan vinkona hans einnig
.
Ef spáin klikkar ekki að þá virðist þessi bíða ætla að gleðja okkur Norðlendinga áfram framyfir næstu helgi sem verður líka stór ,því þá fer fram 100. Landsmót UMFÍ hér á Akureyri.

Ef bærinn fyllist ekki þá af fólki, að þá veit ég ekki hvað. Eins gott að fara að æfa sig í pönnukökubakstri og borðlagningu, svo ekki sé talað um dráttavélaaksturinn. Nei annars, ætli maður haldi sig ekki við tvo jafnfljóta og skokki 10 km til upplifa aðeins af stemningunni sem verður ábyggilega mikil í þessari frábæru íþróttaveislu.
Mynd: Að loknu kvennahlaupi á Akureyri.
En þó tíminn æði áfram og veðurguðirnir ausi yfir okkur sólskini og hitagráðum að þá gengur hvorki né rekur í svokallaðri Icesave deilu. Menn karpa á þingi og utan þings. Hæst bylur í tómum tunnum og það er engin undantekning á því í þessu sambandi. Nú síðast var það Davíð Oddsson sem skreytti Morgunblaðið með orðskrúði sínu með hjálp hinnar framhleypnu Agnesar Bragadóttur. Hann er ótrúlegur karlinn og telur sig saklausari en allt sem saklaust er. Sem betur fer er Steingrímur ennþá með munninn fyrir neðan nefið og svarar fyrir sig. Hann þyrfti hinsvegar ekkert að vera að eyða orkunni í það því Davíð er valdalaus þessa dagana.
Æ það var nú ekki meiningin að enda þennan pistil á Icesave ruglinu og verða neikvæður eftir þessa yndislegu helgi.
Vona að þið eigið notalegt sunnudagskvöld og komið heil heim að loknu helgarferðalaginu
5.7.2009 | 13:14
Já láttu hann heyra það....
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 20:57
Hvað er hamingja ??
![]() |
Konur hamingjusamastar 28 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 20:45
Home alone
Gott og blessað laugardagskvöld !
Hér norðan Alpafjalla er brakandi blíða eins og víða annars staðar á Fróni. Hafgolan minnti reyndar aðeins á sig og var það nú bara hressandi eftir allt sólskinið. Hitametið var auðvitað fyrir austan í minni yndislegu sveit milli sanda,nánar tiltekið á Jökuldalnum, fannst þeir nefna töluna 22 gráður í því sambandi.
Fjölskyldan er horfin til Sauðaárkróks þs fram fer hið árlega Landsbankamót í fótbolta hjá 4,5 og 6 flokki stúlkna. Heimasætan spilar með A liði KA í 6 flokki og þessar elskur eru búnar að vinna alla sína leiki í dag. Duglegar stelpur.

Á morgun heldur fjörið áfram og þá mæta þær m.a erkifjendunum í Breiðablik. Mín situr heima með sárt ennið þs hún þurfti að vinna um helgina. Að sumu leyti er ég þó fegin því það tekur virkilega á taugarnar að standa á hliðarlínunni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt. Miðað við aldur keppenda gengur rausið sem maður heyrir á hliðarlínunni stundum alltof langt og eiga þá bæði foreldrar og þjálfarar í hlut. Sumir eru náttúrulega bara létt gjeggaðir og ættu ekki að koma nálægt íþróttum ungmenna. Nóg um það.
Nú sit ég semsagt ein heima á laugardagskveldi og veit varla hvernig ég á að haga mér. Það er vinnudagur á morgun svo langliklegast er að ég taki lífinu með ró. Nú svo gefst líka góður tími til að sinna blogginu.Svo má nú alltaf kíkja á imbakassann, þessa stundina er hið margfræga Amerikas got talent þs upp treður furðulegasta fólk á öllum aldri, sumir verða frægir og aðrir verulega svekktir eins og í öllum öðrum amerískum raunveruleikaþáttum þar sem alla dreymir um að komast til Vegas.
Var að hlusta fréttirnar og heyrði af köppunum sem gengu sjö sinnum á Esjuna í dag til styrktar krabbameinsveikum börnum. Dáist að svona fólki sem er virkilega tilbúið að leggja á sig til styrktar góðu málefni. Sjálf er ég hreyfiglöð en hef þó aldrei á Esjuna komið. Við eigum okkar Esju hér norðan heiða sem kallast Súlur og er vinsælt göngufjall og á þær hef ég arkað nokkrum sinnum sjálfri mér til ánægju og yndisauka.
Læt þessu lokið í bili. Vonandi eigið þið ánægjulegt laugardagskvöld hvort sem þið eruð ein eða í hópi fjölskyldu eða góðra vina .
27.6.2009 | 20:23
Best fyrir austan
![]() |
Hiti fór í 21,6° á Jökuldal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 23:28
Tilraun til úrbóta
Gott og blessað föstudagskvöld á degi okkar kvenþjóðarinnar.
Ef fyrirbærið bloggleti er til hefur hún svo sannarlega dregið mig á tálar síðurstu daga og vikur. Nú skal gerð tilraun til úrbóta, á þessum annars fallega en ískalda degi hér norðan Alpafjalla.
Ég og mín fjölskylda brugðum okkur í frí austur á æskustöðvar mínar þ.e.a.s hinn margfræga Jökuldal. Móðir mín í kví,kví fyllti sjö tugi fyrir skömmu og hélt mikla veislu á aðalsamkomustað sveitarinnar Á Hreindýraslóðum
. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á þá samkundu. Barnabörnin hennar sáu að mestu um skemmtiatriðin og fórst það vel úr hendi. Veislan var sannkölluð Elvisþema og átti það vel við þar sem sú gamla hefur dýrkað rokkgoðið frá örófi alda
. Þegar líða tók á kvöldið færðist fjörið útí nýreista Hákonarstofu og þar kyrjuðu menn undir gítarleik í birtu og yl af varðeldinum góða.
Veiðarfærin voru að sjálfsögðu tekin með í sveitina, bæði Ellingsen og stangirnar. Haldið var uppí heiði og uppskeran var svo sannarlega góð. Ég fékk tvær bleikjur á stöng, önnur 3ja punda en hin 4ja og hef ég aldrei fengið svo stóra bleikju á stöng áður. Ég hef heldur aldrei kastað með ullarvettlingum áður en mjög kalt var í veðri þennan dag. Stærri bleikjur fengust í Ellingsen veiðarfæri og sú síðasta sem leit dagsins ljós var heil sjö pund. Karl faðir minn var að springa úr monti þegar hann, tengdapabbi og minn heittelskaði komu úr heiðinni með fenginn stóra
.
Mikill laxveiðihugur hefur gripið um sig í sveitinni eftir að Jökla gamla var beisluð uppí Kárahnjúkavirkjun. Félagið Strengir á heiður af því. Sama dag og við köstuðum kveðju á fólkið mitt var nýbúið að útbúa sleppitjörn við Hneflu en það er bergvatnsá sem rennur fram hjá æskuheimilli mínu ofan í Jöklu og hefur svæft mig í gegnum árin. Hver veit því nema maður eigi eftir að renna fyrir lax í Hneflu á komandi árum ? Pabbi gamli er því orðinn seiðabóndi en hann ætlar að fóðra seiðin áður en þau fara á vit ævintýranna niður Jöklu og ofan í sjó.
"Burte er bra en hjemme er best "segja Norsararnir og það sama gildir hér. Það var því gott að sofna í sínu bæli í gærkveldi og svaf fjölskyldan óvenju lengi í morgun. Í gærkveldi lenti ég reyndar óvænt á tónleika með hinum stórskemmtilega KK og var það heldur ekki til að spilla nætursvefninum.
Á morgun er stefnan sett á Kvennahlaup með heimasætunni en hún ætlar að spreita sig á 4 kílómetrum og mamma gamla ætlar að skokka með henni og hvetja hana áfram. Málstaðurinn er jú góður svo ekki sé nú minnst á félagsskapinn. Það er vonandi að Bíladagagengið verði lagst til hvílu þegar við dömurnar mætum á Ráðhústorg í fyrramálið en þessum Bíladögum hefur alltaf fylgt mikið öl og böl og verið bænum frekar til ósóma frekar en hitt.
Vonandi eigið þið gott föstudagskvöld og konur til hamingju með daginn í dag og á morgun.
6.6.2009 | 20:41
Ekki svo galið hjá okkar mönnum.


![]() |
Hollendingar á HM eftir sigur gegn Íslandi, 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 13:10
Orð eru óþörf

![]() |
Ferguson: Sigraðir af betra liði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 21:17
Ekki spennandi einusinni !

![]() |
Barcelona Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 13:51
Æ,æ.....
Súkkulaðisæti Ronaldo á líklega eftir að detta oft í leik kvöldsins . Ég vona auðvitað að Börsungar hampi bikarnum.
Svona rétt til upphitunar fyrir kvöldið set ég með myndband úr mest spennandi leik "forever" það er þegar mínir menn stálu senunni í Istanbúll 2005 og AC Milan sátu eftir með sááárt ennið......
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn