Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.11.2008 | 12:38
Lítil saga af láni og sitthvað fleira
Góðan daginn.
Var að skoða reikninga frá Íbúðalánasjóði í gær og viti menn sl 7 mánuði hefur lánið okkar hækkað um 1 milljón . Við tókum upphaflega 8 milljóna króna lán, í dag stendur það í 10,6 milljónum. Mánaðarlegar greiðslur hljóða uppá 56 þúsund þaraf eru 32 þúsund vextir. Afborgun að höfuðstólnum er um 6 þúsund.
Skil ekki alveg þetta nýjasta í bankamálaumræðunni. En ef ég skil það rétt virðist sem yfirmenn í Kaupþingi hinu gamla hafi slegið lán hjá bankanum sem þeir störfuðu hjá til að geta keypt hlutabréf í sama banka.Svo var bara allt afskrifað þegar bankinn fór á hausinn eða þegar ríkið tók yfir bankana. Leiðréttið mig endilega ef þetta er misskilningur. Ég er reyndar ekki viðskiptamenntuð en ég lærði um debet og kredit á sínum tíma og það er jú það sem þetta snýst um í aðalatriðum, eða hvað ??
Nóg um það. Það eru leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Okkar menn mæta Atl.Madrid og fer leikurinn fam á Anfield.

Vonandi eru piltarnir Liverpool búnir að jafna sig eftir fyrsta tapið í deildinni gegn Tottenham á laugardaginn var. Ekki er útilokað að Torres verði með í kvöld. Ef við vinnum þennan leik og önnur úrslit verða okkur hagstæð er líklegt að við komumst áfram.
Forsetakjör í Bandaríkjunum fara nú loksins fram. Mér finnst eins og þessi kosningabarátta sé búin að vara í mörg ár. Spáið í fjármagnið sem er búið að fara í þetta bull. Obama virðist líklegur sigurvegari að mér skilst. Fólk er svo heillað að manninum að það er tilbúið að bjóða fram kynlíf til að fá miða á síðasta kosningafund kappans,já það er ekki öll vitleysan eins.
Við höldum áfram að vera stærst og best í öllu. Nú erum við með hæstu verðbólgu í heimi (OECD ríkjunum). Áfram Ísland
2.11.2008 | 10:43
Fyrsta tapið á leiktíðinni
Góðan dag.Við mæðgur búnar að vera á fótum alllengi.
Það eru ekki alltaf jólin í boltanum. Okkar menn í Liverpool töpuðu fyrsta leik sínum á leiktíðinni í gær. Það voru semsagt botnlið Tottenham sem lagði okkar menn að velli.

Okkar menn voru þó mikið betri fyrsta klukkutímann en eftir sjálfsmark Carragher datt botninn úr leik liðsins og Tottenham undir stjórn nýja þjálfarans Harry Redknapp vann leikinn 2 :1. Redknapp virðist vera gera mjög góða hluti með liðið því það hefur krækt sér í 7 stig í þremur leikjum. Minnstu munaði að United menn misstu sinn leik í jafntefli en þeir spiluðu á móti nýliðunum Hull og fór sá leikur 4:3. Þar voru Mokveiðifélagsmenn heppnir. Stoke heldur áfram að koma á óvart en þeir lögðu Arsenalmenn í gær, já bróðir sæll þú hefðir kannski átt að halda áfram að halda með Stoke eins og þú gerðir í den.

En það voru Chelsea sem stal senunni í gær og toppsætinu líka þegar þeir unnu Sunderland 5:0. En okkar menn fylgja fast á eftir og eru með jafnmörg stig og Chelsea en þeir síðarnefndu eru með betri markatölu. Næsti leikur er á móti WBA og fer fram 8.nóvember á Anfield.
1.11.2008 | 23:55
Jafntefli varð það heillin
Hrikalega er ég ánægð með jafnteflið á móti Norðmönnum fyrr í dag. Mér leyst reyndar ekkert á þetta um tíma eða þegar við lágum 5 mörkum undir og spiluðum eins og aular. En liðið tók sig á í seinni hálfleik og náði semsagt að jafna á síðustu sekúndunum. Þetta fór frekar fyrir brjóstið á Norðmönnunum enda áttu þeir eiginlega skilið að vinna þs þeir voru betri aðilinn í leiknum. Logi var aðalmaðurinn í okkar liði og hélt þessu gangandi fram til leiksloka. Vonandi er Guðjón Valur ekki illa haldinn. Það er reyndar dálítið langt í næsta leik, held að hann sé ekki fyrr en á næsta ári svo hann ætti að allavega að vera klár fyrir hann.
Minn náði semsagt sex rjúpum í dag og fær vonandi restina af kvótanum á morgun. Það ætti að duga í familíuna þessi jól að meðtöldum þessum sem við eigum í kistunni frá því í fyrra.
Góða nótt og dreymi ykkur vel
1.11.2008 | 16:21
Fyrsti í rjúpu.
Jæja það er bara skollinn á fyrsti dagur í rjúpu og minn heittelskaði að sjálfsögðu horfinn til fjalla.

Óvíst hvenær ég sé hann aftur en vonandi kemur hann með í jólamatinn.
Skilst að það hafi sést talsvert af rjúpu undanfarið og því eins líklegt að hún hafi náð að fjölga sér eftir að veiðitakmörkunum var beitt. Leyfilegt er að veiða út nóvembermánuð, fjóra daga vikunnar þe frá fimmtudegi fram á sunnudag.
Jæja okkar menn eru að byrja að spila eins og menn á móti Norðmönnum og staðan orðin jöfn eftir að þeir voru fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. Áfram Ísland.
1.11.2008 | 15:45
Noregur að valta yfir vora menn

![]() |
Ísland sótti stig til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 13:49
Föstudagur til fjár...
Góðan og blessaðan.
Jæja það er bara kominn föstudagur. Eins og máltækið segir að þá var föstudagur einhvern tímann til fjár en held varla að það standi undir nafni núna.
Mín búin að fara í ræktina og taka rækilega á því, moka snjó af svölunum, taka einn rúnt um húsið í léttri tiltekt og setjast niður með vinkonu í hádeginu og þamba skyrbúst og bryðja grænmeti og klukkan bara eitt eftir hádegi. Finnst þetta bara nokkuð vel af sér vikið miðað við aldur og fyrri störf .
Kollegar mínir streyma í Sjallann í kvöld á árshátíð sjúkrahússins. Mín ákvað að sitja heima þetta árið, meiri ræfilsdómurinn í manni,auðvitað hefðum við átt að drífa okkur.

Minn kæri Páll Óskar DJ kvöldsins og allt. Jæja maður drífur sig bara næst. Það er nú einu sinni kreppa og þá á maður að spara ekki satt ???
Þessi stórglæsilega mynd var einmitt tekin á árshátíðinni í fyrra og þá lét mín sig ekki vanta og Palli ekki heldur .
En kæra sjúkrahúsfólk ! Skemmtið ykkur hrikalega vel í kvöld og etið og drekkið eins og þið getið í ykkur látið .
Nýjasta pick-up línan: Sæææll ! Ég er ríkisstarfsmaður .
Stelpurnar okkar í fótboltanum komnar áfram í EM 2009 eftir að þær lögðu Írana á ísilögðum Laugardalsvellinum í gær. Glæsilegur árangur það.
Heimasætan mín er að fara að keppa með 5.flokki í dag og 6.flokki á morgun. Hún ætlar að verða næsta Margrét Lára. Flott markmið það.
Eigið góðan föstudag og vonandi verður hann til fjár líka
28.10.2008 | 21:44
Heimur versnandi fer
Gott kvöld.
Brjálað að gera í vinnunni og lítil umframorka eftir þegar heim er komið.
Hér er allt á kafi og nú eru menn að moka snjónum á vörubíla og keyra út úr bænum enda kannski eins gott því spáð er hláku á föstudaginn.
Stýrivextir hækkuðu í 18 % í dag eins og alheimur veit. Guð ég vona bara að þessir menn viti hvað þeir eru að gera !!! Fólk virðist almennt svarsýnt á þessa hækkun og telur að hún hafi ekkert gott í för með sér . Verðum að vona það besta
.
26.10.2008 | 22:31
You never walk alone....
Okkar menn unnu frækinlegan sigur á Chelsea í dag og eru efstir í deildinni. Yes.
26.10.2008 | 11:31
Snjókorn falla......
á allt og alla.....
Já fyrsti vetrardagur stendur virkilega undir nafni í ár því hér er hefur kyngt niður snjó síðustu nætur.

Þessi mynd var reyndar tekin í fyrra um svipað leyti en ég held að þetta sé öllu verra í ár.
Þegar ég opnaði útidyrahurðina í morgun valt inn stór skafl og stuttu seinna sleppti hjartað úr slagi þegar einhver tonn af snjó hrundu af þakinu og lentu með miklum dynk fyrir utan eldhúsgluggann minn og það í miðjum morgunsopanum.
Velkominn vetur konungur !
Það er svosem ágætt að geta beint athyglinni að einhverju öðru en krepputali, gjaldeyrissjóðnum og Geir og félögum.

Svo er aldrei að vita nema maður geti farið að hníta á sig skíðin og halda frægðargöngu fyrraveturs áfram en eins og kannski einhverjir muna fór mín á svigskíði í fyrsta skipti í fyrravetur og var þessi mynd tekin af því tilefni í ungbarnabrekkunni (töfrateppinu).
Það er heldur ekki laust við að það fari að örla aðeins á jólaskapinu þegar snjókornin falla svo ört af himninum. Ég fjárfesti því í jólapappír og tilheyrandi fyrir skömmu og hlýt að hafa sparað stórum því allt var á 70 % afslætti......
Nú svo langar mig að agitera aðeins fyrir átakinu Jól í skókassa sem er að fara í gang á vegum KFUM og KFUK. Frábært að geta glatt munaðarlaus börn í Úkraínu. Á flestum heimilum er til fullt af notuðum en velmeðförnum fötum og leikföngum sem koma sér vel hjá þessum krökkum. Kíkið á þetta á skokassar.net.
Þá er félag hjúkrunarfræðinga hér fyrir norðan að fara í gang með söfnun á fötum fyrir mæðrastyrksnefnd Eyjafjarðar þs aðallega er verið að óska eftir jólafötum og útifötum fyrir veturinn. Þarna er upplagt að fara í skápana og taka aðeins til fyrir jólin og leyfa öðrum að njóta með okkur.
Í gær var heilsueflingardagur hjúkrunarfræðinga hér fyrir norðan á vegum Norðausturlandsdeildarinnar. Hann var haldinn út í líkamsræktarstöðinni Bjargi og tókst með afbrigðum vel. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir ein af eigandendum Bjargs og mikil heilsuræktarkona fylgdi okkur í gegnum salsa, línudans,tai chi, jóga og slökun. Þá var boðið uppá góðan hádegisverð og að lokum enduðum við allar út í heita pottinum þs sumar brugðu á leik og gerðu engla í snjónum. Hver skyldi það nú hafa verið ?????. Takk fyrir góða og endurnærandi samverustund stelpur.
Í dag er síðan stórbingó hjá yngri deildum KA í fótbolta og er það haldið niður í Brekkuskóla kl 14 en þetta er ein af tekjulindum yngri flokkanna í fótbolta.
Lasleikinn heldur áfram á mínu heimili því skrudda litla er ennþá lasin fjórða daginn í röð. En þetta hlýtur nú að fara að ganga yfir.
Hafið það gott
24.10.2008 | 16:08
Lasleiki á mannskapnum
Góðan dag þó svo hann hefði mátt vera örlítið betri heilsufarslega séð. Við mæðgur þe ég og litla skrudda erum lasnar og búnar að vera síðan í gær. Einn stíll í rassinn gerir þó mikið kraftaverk (þá er ég að tala um hana skruddu mína) og núna er einmitt einn slíkur í fullri virkni og því smá friður.
Nú er nýlokið blaðamannafundi í beinni þs Geir og Ingibjörg Sólrún gerðu grein fyrir gangi mála varðandi Alþjóðagjaldeyrirssjóðinn og fleiri mikilvæg mál. Við förum semsagt núna í formlegar viðræður við þennan margumtalaða sjóð (ekki veit ég hvað viðræðurnar hafa kallast fram að þessu). Við munum sækja um 2.milljarða dala lán og myndum fá 830 milljónir strax ef sjóðurinn samþykkir þetta en það gæti tekið um 10 daga. Já manni finnst þetta ansi langur tími því nú þegar eru liðnir allfof margir dagar og ástandið versnar dag frá degi. Þetta lán yrði þó nógu hvergi nærri nóg en myndi líklega opna fyrir lán annarsstaðar frá td frá Norðurlöndunum en talið er að við þurfum 6 milljarða dollara til að láta enda ná saman. Lánið frá IMF yrðum við líklega að greiða til baka á tímabilinu 2012-2015 . Svo er bara spurning hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur sauðsvartan almúgann. Koma td skattarnir til með að hækka ?? Geir vildi reyndar meina að svo yrði ekki
.
Á meðan KSÍ pungar út milljónum í allar áttir (sem er reyndar mjög gott framtak) er niðurskurðarhnífurinn hátt á lofti hjá handboltaráðum landsins. Laun þjálfara og erlendra leikmanna hafa ma verið lækkuð og keppnis -og æfingaferðir blásnar af. En okkar menn á Akureyri láta ekki kreppuna á sig fá og lögðu sterka Valsmenn að velli í Höllinni í gær og sitja því efstir í deildinni í dag. Til hamingju með það.
Jæja þá er stíllinn hættur að virka og friðurinn úti.
Hafið það gott í hríðinni
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn