Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju Ísland.....

Til hamingju Ísland. Enn einn titillinn er í höfn þe við erum orðin skuldsettasta ríki jarðskorpunnar.

Hvað gerðist ??? Enginn vill kannast við það og æðstu menn landsins benda hver á annan en segjast allir vera saklausir af hruni Íslands.

Þetta er eitthvað svo týpískt íslenskt. Enginn dreginn til ábyrgðar fyrir að sigla þjóðarskútunni í algjört fjárhagslegt strand. Það er næsta víst að ef slíkir hlutir hefðu átt sér stað td í Noregi þs ég þekki nú aðeins til væru fjöldi fólks búinn að segja af sér og þeir sem ekki hefðu vit á því hefðu verið reknir með skömmWoundering. Þetta er alveg með ólíkindum. Nú fer svo fjármagn að streyma til landsins að nýju í formi  lánsfé héðan og þaðan og ennþá eru sömu snillingarnir við völd þe í ríkisstjórn, Seðlabankanum og FjármálaeftirlitinuAngry.  

Það gremjulegasta við þetta allt saman er svo það að þessir sömu snillingar virðast hafa vitað að hverju stefndi löngu áður en bankahrunið stóra varð að veruleikaAngry.

Ég hélt að ég myndi aldrei skammast mín fyrir þjóðerni mitt en ef þetta heldur svona áfram verð ég að endurskoða þá afstöðu mína. 

 


Inn um bréfalúguna datt hjarta.....

Góðan og blessaðan daginn.

Rétt í þessu datt bjartsýnishjarta Akureyrarbæjar innum bréfalúguna. Það eru Akureyrarstofa, Stell  og Ásprent sem standa fyrir átakinu sem þeir kalla "Brostu með hjartanu". Ekki veit ég hvort þetta er eitthvert framhald að hjartalaga rauðu umferðaljósunum sem hafa lifað frá því í sumar en það er sama hvaðan gott kemur. Þetta er semsagt rautt hjarta með með fleygum, uppörvandi setningum  sem frægir menn hafa sagt og ritað í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna orð Halldórs Laxness: Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili. Stephan G Stephansson sem sagði að góðærið býr að miklu leyti í okkur sjálfum og Erró sem lét þau orð falla að sínar bestu minningar væru í framtíðinni. Fleyg orð sem kannski hjálpa okkur að lifa af í krepputalinu mikla.

 

Brostu með hjartanu!

Hvað svo ???

Segjum nú sem svo að allt gangi upp á miðvikudaginn kemur og milljarðarnir streymi til landsins. Hvað gerist svo ?? Hvernig verður þessu fjármagni varið ? Getum við treyst því að ráðamenn Íslands hvort sem þeir eru í ríkisstjórn, Seðlabanka Íslands, ríkisbönkunum eða fjármálaeftirlitinu klúðri ekki málum að nýju??Woundering Errm
mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að vera á hverjum degi.

Góðan dag , dag íslenskrar tungu sem haldinn er á afmælisdegi Jónasar heitins Hallgrímssonar. Þetta er án efa mjög þarft verkefni. Kannski væri þarft að tileinka hverjum degi móðurmálinu okkar.

Mér finnst ekkert eins leiðinlegt og heyra fólk tala rangt íslenskt mál ,sérstaklega í fjölmiðlum. Heyri þetta oft á útvarpsstöðvunum þar sem þágufallssýkin er mjög áberandi og orðatiltækið "spáðu í því" lang vinsælast.

Veljum íslenskt, hættum að "sletta "Wink.

 

 

 


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lausnin ??

Þetta myndband er að finna á youtube.com og er eftir þá Helga Má Erlingsson og Arnar Ívarsson. Þeir hafa greinilega verið í góðum Bondfíling enda nýbúið að frumsýna nýjustu Bondmyndina á Íslandi. 


Ýmislegt á kreiki þessa dagana....

Já það virðist sem ýmsar furðuverur séu að skjóta upp kollinum í kreppunni á Íslandi. Leðurblaka í Reykjanesbæ og engispretta á Ísafirði ! 
mbl.is Fundu lifandi leðurblöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pestarbæli

Góðan dag.

Ég og minn heittelskaði búin að vera heima sl tvo daga lasinSick. Ekki veit ég hvort kreppuáhyggjur séu byrjaðar að brjóta niður mótstöðu líkamans.....Tounge

Var reyndar boðið í hádegissnarl til góðrar vinkonu og skellti því í mig tveim panodil til að hressa uppá mína. Hún sagði mér frá konu nokkurri sem hefði farið í bankann sinn í morgun  og tekið út aleiguna. Það kom víst sú saga að sunnan í gærkveldi að eitthvað mikið ætti að gerast á mánudaginn komandi  og fólki var ráðlagt að halda fast um peningana sína. Eitthvað var hún nú farin að sjá eftir þessu því það er erfitt að sofa með öll peningabúntin undir koddanum.......en fannst hálf kindarlegt að koma með peningana sína aftur í bankann sama dag til að leggja þá inn.....Errm

Heyrði aðra sögu sem átti sér stað í Landsbankanum á Akureyri fyrir skömmu. Það var önnur kona sem ætlaði að taka út peningana sína en komst að því að innistæður hennar hefðu verið frystar svo engan aur var að fá. Sú gaf sig ekki og ætlaði að grípa með sér einn af fínu leðurstólunum í bankanum sem sárabót en var stoppuð af öryggisverði... En hugmyndin var góð engu að síður.

Hvað fannst ykkur svo um viðtalið við Björgólf í Kastljósi í gær ???? Það var nú bara til að æra óstöðugan. Vona samt að hann segi satt þe að eigur Landsbankans dugi fyrir skuldum Ice Save. Annars fáum við að finna fyrir því er ég hrædd um.

Ætlaði eiginlega ekki að skrifa neitt um kreppu í dag en svo nefni ég hana í öðru hvoru orði....

Helgin framundan og við í eymd og volæði. Vona samt að við komumst á tónleika Lundarskólakórsins og heimasætunnaar en þeir eru á morgun. Þá er hún líka að keppa fótboltaleik í fyrramálið á móti erkióvinunum Þór. Áfram KASmile.

Akureyri stóð sig vel í handbolta karla í gær og gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH í Kaplakrikanum. Glæsilegt það Smile.

Góða helgiSmile 

 

 

 

 


Hvað er í gangi ??

Góðan daginn.

 Þetta er alveg með ólíkindum hversu illa og seint gengur að fá pening hjá IMF. Hverjum er um að kenna ? Fulltrúi Sviss í stjórn IMF segir að ekkert formlegt erindi um aðstoð hafi borist frá ÍslandiWoundering. Geir karlinn sem rúmlega helmingur þjóðarinnar telur starfi sínu vaxinn er eins og auli (ekki í fyrsta skipti á ferlinum) og kemur málið á óvartShocking. Halló! Hverjir eru ekki að vinna vinnuna sína í þessu máli ??? Er það kannski tilfellið að Bretar og Hollendingar séu að draga málið á langinn útaf Icesave ????Woundering

Eins og við segjum á gjörgæslunni. Málið er akút og því verður að sinna strax. Ef um bráðveikan sjúkling væri að ræða væru örlög hans fljótt ráðin ef við ætluðum að sinna honum á sama hraða og ríkisstjórnin virðist vera að gera Shocking. Málið þolir enga bið en samt líða dagarnir og ekkert gerist nema að fólk missir vinnuna og mikil verðmæti glatast. Hvers eigum við að gjalda ?? 


Kreppusparibaukurinn.....

Unknown

 

 Þessi stórskemmtilega mynd kom frá norskum vinum. Þeir skilja greinilega hvað um er að vera á Íslandi þessa dagana. 

Þessi texti fylgdi með: Grunnet den nåværende finanskrise, har vi designet en ny sparegris som passer bedre. Sparegrisen kan hentes i Deres lokale avdeling...  

Læt reyna á norskukunnáttu lesenda...  Skilst að það sé slegist um pláss á norskunámskeiðum þessa dagana...


Merkileg samlýking þetta.

Já þetta finnst mér einkennileg samlýking og frekar niðrandi fyrir afgreiðslufólk á kassaWoundering . Held að afgreiðslufólki á kassa sé betur treystandi þessa dagana en ráðamönnum landsins sem eru þó á margfalt hærra kaupi . Væri ekki þjóðráð að laun ráðamanna væru árangurstengd ????
mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

247 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband