Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hugleiðingar hjúkku fyrir norðan

Góðan og blessaðan daginn sem heilsaði með frosti sem beit í kinnarnar.

Mín búin að moka fjölskyldumeðlimum út úr húsi og sjálf búin að fara í ræktinaWink

Settist fyrir framan sjónvarpið í gærkveldi sem ég geri annars sjaldan nema þegar verið er að sýna Greys Anatomy sem byrjar reyndar í kvöld en það er nú önnur saga. Fréttir kvöldsins voru á skjánum og fátt jákvætt eins og einkennt hefur fréttaflutning síðustu daga. Landsbankinn kominn á svartan lista í Bretlandi sem skartar ma Al-Qaida , Talibönum og fleira góðu fólki........ Þá var verið að rifja upp laun fráfarandi bankastjóra hér á landi síðustu daga. Ef ég man þessar tölur rétt var bankastjórinn minn í Kaupþingi með um 60 milljónir í laun á mánuði. Já sæll ef ég skelli þessu í reiknivélina til að finna út hversu margfalt hærri laun hann hefur í samanburði við mig fæ ég töluna 200, semsagt 200 sinnum hærri mánaðarlaun en ég . Svo getur maður spurt sig hvort okkar ber meiri ábyrgð í starfi hann sem bankastjóri og sýslar með peninga eða ég sem er hjúkrunarfræðingur og ber ábyrgð á mannslífum. En munurinn á okkur er vissulega þessi kynbundni þið vitið og svo vinn ég hjá ríkinu en hann var í útrásinnu fræguWoundering

Þá gat ég nú ekki annað en brosað þegar var verið að ræða um hugsanlegan vöruskort fyrir jólin í útvarpinu í gær. Hvað haldið þið að hafi verið nefnt fyrst á nafn af þeim vörum sem gæti orðið skortur á fyrir jólin ??? Jú hvað annað en flatskjáir ! Þetta er dæmalaust týpískt íslenskt. Alveg er mér skítsama þó það fáist ekki flatskjáir fyrir jólin. Gamli svarti kubburinn minn er reyndar á síðasta sjéns  en jólin koma samt sem áður og verða bara yndisleg eins og alltaf án flatra sjónvarpaTounge. Verst að ég þarf að vinna á aðfangadagskvöld en svona er að vera í vaktavinnu á sjúkrahúsi. Nóg um það.

Hrikalegt að heyra um fjöldann allan af ungu fólki sem lifir á yfirdrætti. Fólk getur víst fengið allt að 900.000 í yfirdrátt sem er á 22 % vöxtum ,flestir eru með undir 300.000 í laun. Hvað er í gangi ???   

En nú lítur út fyrir að Norðmenn ætli að koma gamle "Sagaöya" til hjálpar og sendinefnd er á leiðinni frá Noregi. Þetta líst mér vel á. Svo hljóta mál að fara að skýrast hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn varðar.

Og úr einu í annað. Rétt í þessu var ég að heyra að sjálfur David Bekkham hinn sykursæti fótboltamaður yrði lánaður til AC Milan í vetur. Verður ekki leiðinlegt fyrir hina 35 kg Viktoríu Beckham að komast til tískuborgarinnar MílanóTounge.

Eigið góðan dag Smile 

 

 


Vetur konungur bankar uppá

Jæja þá er þriðja og síðasta næturvaktin að verða afstaðin og ég á lífi ennþá ásamt sjúklingunum mínum.

Vetur konungur bankaði óvænt uppá í gærkveldi og úti er vel hvít jörð. Sei,sei það er nú kominn 20.október og ekki óvanalegt að það sé kominn snjór hér norðan Alpafjalla á þessum árstíma. Gott að naglarnir eru komnir undir jeppann.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort við fáum einhverjar krónur úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mér skilst að það sé nóg í honum og og aðeins tvö lönd sem óska eftir aðstoð þe þá okkar gamla og góða Ísland og Úkraína. Venjulega er það þannig að menn fá það úr sjóðnum sem menn hafa lagt í hann en þar sem nóg er til og fáir hafa sótt um aðstoð uppá síðkastið eru líkur á að við fáum það sem við biðjum um. Þetta heyrði ég einhversstaðar og vona að ég sé ekki að fara með rangt mál. Aðalatriðið er að fara koma lagi á fjármálaóreiðu landsins og fyrirbyggja frekari skaða.

Ég græt yfir ýmsu sem birtist á sjónvarpsskjánum en þegar ég fann að augun fylltust af tárum yfir að horfa á samkundu hjá Samfylkingunni í gærkveldi með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi var mér allri lokið og hugsaði með mér að nú væri nóg komið. Þvílík viðkvæmni ! Fjölskyldumeðlimir mínir hafa lúmskt gaman af þessum hæfileika mínum og hnippa í hver annan og glotta við tönn þegar þeir sjá tárin streyma niður kinnar húsmóðurinnar og á skjánum er verið að sýna gamanmynd.........Enginn er fullkominnTounge.

Svo eru menn farnir að éta þessar fáu löggur sem starfa á Króknum.... Hvað er í gangi ?? Ætli það sé kreppa og hungur sem fer svona illa með fólk ??? Eða kannski að hrossakjétsátið á Hótel Varmahlíð hafi farið illa í maga.......

Jæja nú er svefngalsinn að fara með mig. Bara tveir tímar í að ég geti skriðið undir sængina mína og farið inní draumalöndin þs engin kreppu er að finna.

Eigið góðan dag Smile

 

 


Góðir.....

LUJTMörkStig
1.Chelsea862019:320
2.Liverpool862013:620
3.Arsenal851216:616
4.Man. Utd742112:414
5.Aston Villa842212:1014
6.Hull742110:1114
7.Portsmouth84139:1313
8.West Ham740314:1312
9.Blackburn83238:1411
10.WBA83147:1110
11.Man. City730418:129
12.Sunderland82337:99
13.Middlesbro83057:149
14.Wigan822411:98
15.Bolton82248:108
16.Everton822412:188
17.Fulham72145:77
18.Newcastle71247:135
19.Stoke City71158:144
20.Tottenham70254:102

 

Það þarf ekkert að ræða þetta er það nokkuð......... Tounge    Áfram Liverpool Wink


Á vaktinni

 

Góðan dag eða ætti ég heldur að segja góða nótt þar sem ég er á næturvakt, þeirri fyrstu af þrem.

Nú er stund á milli stríða og smátími til að skreppa inní bloggheimal

Það fyrsta sem ég rak augun í fyrr í dag eða réttara sagt í gær var að eldneytisverð hafði dottið niður um nokkrar krónur og ég náttúrulega nýbúin að stútfylla jeppann. Hef sjálfsagt tapað nokkrum krónum fyrir vikið Tounge.

Nú getum við gleymt kreppunni um stund og grátið yfir öðrum hlutum. Má þar fyrst nefna að vort yndislega land komst ekki í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en við biðum lægri hlut fyrir Austurríki og Tyrklandi. Við hverju bjuggumst við eiginlega ? Eins og góður maður sagði við vorum ennþá í torfkofunum með hausinn niður í klof þegar Austurríki skartaði frægasta tónskáldi veraldar þe sjálfum Mosart. En Mosart er auðvitað allur og búinn að halda uppá 250 ára fæðingarafmælið og við búum ekki lengur í torfkofum en 300 milljónum króna hefur verið kastað í þessa kosningabaráttu sem átti að koma okkur í þetta blessaða ráð. Bölvuð sóun á fjármunum ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum.

Breska blaðið The Times sagði að við hefðum orðið fyrir enn einni auðmýkingunni á alþjóðavettvangi með því að tapa kosningu í öryggisráðið. Þetta kallast að snúa hnífnum í sárinu ! Bretar halda semsagt uppteknum hætti og halda áfram góðri landkynningu fyrir okkar hönd......Svo ætlum við að láta þetta lið taka yfir loftrýmiseftirlitið í desember. Ég er sammála Össuri um að það getum við ekki boðið þjóðarstoltinu okkar uppá. Amen.

 

 

 


Að kvöldi dags.

Gott kvöld. 

Lögreglan vann sannarlega stórvirki í dag þegar hún gerði upptæka fíkniefnaverksmiðju í Hafnarfirði sem nýlega virðist hafa verið sett á fót.  Greinilegt var á öllum ummerkjum að stórframleiðsla átti að eiga sér stað. Manni finnst alveg með ólíkindum að slík verksmiðja skuli finnast hér á litla Íslandi en hún er kannski í takt við ólifnaðinn sem hefur verið á landanum síðustu ár og útrásina glæsilegu.

Já talandi um útrás að þá virkuðu höfðingjar hennar heldur hjákátlegir í upprifjun Kastljóss kvöldsins á þessu umtalaða ævintýri. Þotur og biðlaun komu þar nokkuð við sögu svo ekki sé talað um milljónir og milljarða sem auðvitað voru allar og allir með plússmerkinu fyrir framan. Já og þessu tók maður þegjandi og trúði og treysti þessum stórsnillingum fyrir auðæfum þjóðarinnar eða  vissi maður kannski ekki betur og hélt að þjóðin hefði ekki verið sett að veði. Ég vona svo sannarlega að þessir aðilar sofi virkilega illa þessa dagana því þeir hafa lifibrauð heillar þjóðar á samviskunni Angry.

Mikið kapp er nú lagt að bjarga þjóðarskútunni sem er á góðri leið með að sigla í strand svo ég bregði nú fyrir mig sjómannamáli eins og vinsælt er í dag. Björgunaraðgerðir eru flóknar og ganga hægt.  Alltaf berast nýjar fréttir af fórnarlömbum þessa bága ástands í þjóðfélaginu og ég held að þeim eigi því miður eftir að fjölga eftir því sem dagarnir líða.

Olíutunnan heldur áfram að lækka út í hinum stóra heimi og hefur reyndar aldrei verið lægri en nú. Af einhverjum ástæðum hefur þessi lækkun ekki skilað sér hingað. Í dag fyllti ég jeppann og borgaði fyrir það á fjórtánda þúsund krónur. Sama er að segja um matarkörfuna. Hún hefur hækkað um fleiri, fleiri þúsundir, líka í Bónus. Húsnæðislánið okkar hefur hækkað um 10 þúsund á mánuði og svo mætti lengi telja. Þó svo þetta séu kannski ekki stórar upphæðir í augum sumra safnast þegar saman kemur.

En svona til að segja eitthvað jákvætt fyrir svefninn að þá fær íslenska landsliðið í knattspyrnu rós í hnappagatið fyrir að vinna Makedóníu á Laugardalsvellinum í gær. Þó svo að okkar menn hafi ekki sýnt snilldartakta að þá skiluðu þeir þremur stigum í pottinn og það er allt sem máli skiptir og heldur þeim inni í keppninni áfram.

Og að þeim orðum sögðum býð ég ykkur góða nótt og megi morgundagurinn verða ofurlítið bjarari yfirlitum en verið hefur. 


Áfram Páll Óskar....

Páll Óskar er engum líkur. Alveg fór hann á kostum í Kompás í gærkveldi og þetta var allt svo skolli rétt sem hann sagði. Fannst hann koma betur fyrir sig orði en bankastjóri Landsbankans sem var í þættinum Íslandi í dag í gærkveldi. Palli dróg uppúr vasanum 12 ára gamlan gemsa á stærð við mjólkurfernu sem hann hefur notað hingað til og sagði um leið að við þyrftum ekki alltaf að eignast það flottasta og nýjasta í öllu og sérstaklega ekki ef við ættum ekki fyrir því. Hættum að láta eins og við séum ein og hálf milljón og förum að haga okkur eins og 300 þúsund manna þjóð, einhvern veginn svona endaði Páll þáttinn í gær. Hvernig væri svo að taka piltinn á orðinu ?????

Eigið góðan dag Smile 


Mjúkir pakkar í stað harðra.....

Þeir sem höfðu ákveðið að gefa harða jólapakka í ár þurfa nú að endurskoða þá ákvörðun í það minnsta kosti ef bókin átti að fjalla um forseta okkar, útrásarguðföðurinn..... Skrýtin tilviljun.
mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagurinn runninn upp

Góðan og blessaðan daginn. Þrátt fyrir allar hremmingar er yndislegt haustveður hér á Akureyri og ég búin að hjóla í ræktina, taka á því og hjóla heim aftur. Sit nú með bústið mitt og blogga aðeins í leiðinni (skrifað í morgun). Lífið heldur semsagt  áfram þrátt fyrir allt. 

Ég og mín fjölskylda búin að leggja land undir fót um helgina og fara á æskustöðvar húsmóðurinnar, hinn dæmalaust fagra Jökuldal. Það var ekki slegið slöku við í sveitinni frekar en venjulega.

IMG_1376

 

 Réðumst í sláturgerð af miklum móð þs lifrar voru hakkaðar, mörinn brytjaður og blóðið rann.....merkilegt að þetta skuli bragðast svona vel .......

Unga kynslóðin var áhugasöm um þessa gömlu matargerð og lagði sitt af mörkum í sláturgerðinni Smile .

 

 

 

Þá var að sjálfsögðu aðeins heilsað uppá búfénað bróður míns þar sem rekið var í rétt og í fjárhús.

IMG_5480

 

Dáðst var að fögrum lífgimbrum og heilsað upp á uppáhaldsærnar sem við höfðum ekki séð síðan í vor. Góðir endurfundir það.

IMG_5483

 

 Semsagt yndislegt að komast aðeins af mölinni sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum.

 

 

 

 

En helgin leið hratt og mánudagurinn rann upp. Loforð um að bankaviðskipti ættu að vera komin í nokkuð eðlileg horf eftir helgi  voru orðin tóm. Gjaldeyrisviðskipti í bæði Kaupþing og Glitni liggja niðri og Kauphöllin er áfram harðlæst. Svo les maður á bleiku síðum dagblaðanna að Jón Ásgeir og föruneyti sé bara út á lífinu og sötri vínflöskur upp á sautjánþúsund kallllll......Verði þeim að góðu. Gæti verið síðasta tækifærið......Skál !!!!Angry

Spaugstofumenn voru að sjálfsögðu á léttu nótunum á laugardagskvöld og þátturinn var sannarlega með rússnesku sniði. Kannski ekki að undra því Rússar eru einu vinir okkar þessa dagana.....Wink. Eru menn ekki á leið til Rússlands að sníkja smá lán núna ????  

 


Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Gott kvöld. Jæja þá eru liðnir nokkrir dagar síðan allt fór til helv......Fjölmiðlar eru duglegir að mata okkur á upplýsingum eins og eðlilegt er. Hlutirnir gerast hratt og alltaf eitthvað nýtt í hverjum fréttatíma og þá er ég ekki að tala um neinar gleðifréttir eins og þjóð veit. Ég hrökk talsvert við í dag þegar 9 ára gömul dóttir mín þe heimasætan fór að yfirheyra mig um ástandið og spurningar hennar urðu til þess að ég valdi þessa fyrirsögn þe aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við verðum að passa uppá börnin okkar meðan þessi ósköp dynja yfir og útskýra fyrir þeim á einfaldan hátt hvað er um að vera svo þau fari nú ekki að ímynda sér hitt og þetta og mála skrattann á vegginn (ef það er þá hægt).                          


IMG 1199           

Þessar elskur eiga rétt á að lifa áfram áhyggjulausu lífi því nógu snemma koma nú áhyggjurnar samt ef þetta er það sem bíður þeirra í framtíðinni. Búum því vel að börnunum okkar og gerum eitthvað skemmtilegt með þeim um helgina bæði fyrir þau og ekki síður okkur. 

Við ætlum að drífa okkur í sveitina og skoða búfénaðinn sem nú er kominn af fjalli. Þar má fyrst nefna glæsigimbrarnar Sól og Máney. Nú svo á að taka slátur og skella í kæfu. 

 

Góða nótt elskurnar Smile 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

247 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband