Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.12.2008 | 21:44
Sú eineyga og við hin........
Gott kvöld eða gott er kannski ekki efst í huga mínum þessa stundina. Hér sit ég og blogga með stóran lepp fyrir auganu. Nei ég er ekki í neinum sjóræningjahugleiðingum. Aðdraganda þessa má rekja til gærkveldsins en þá leyfði ég mér þann munað að tylla mér í sófann og kíkja á sjónvarpið og vissi þá ekki fyrr til en lítill fingur var kominn í kaf í augað á mér. Litlan Skruddan var semsagt í stuði og var aðeins að banda út höndunum. Sársaukinn sem þessu fylgdi var ólýsanlegur en maður er nú alinn upp í sveit og þar komst maður nú ekki upp með neinn aumingjaskap svo ég svaf á þessu í nótt og hélt náttúrulega að góður nætursvefn læknaði allt. En í staðinn fyrir að fara á kór og gítartónleika heimasætunnar eyddi ég drjúgum hluta þriðja sunnudags aðventu á slysadeild FSA til að fá bót augnmeins míns.Drjúgasti hluti tímans fór reyndar fram á biðstofunni
en þar var hálfur bærinn mættur með hin ýmsu mein og kvilla. En svo kom að þeirri dýrðarstund þegar doktorinn deyfði augað
. Hefði getað kysst hann rembingskoss fyrir
. Að skoðun lokinni var greiningin: Stór sár/flipi á hornhimnu vinstra auga. Meðferð: Auga lamað með til þess gerðum augndropum og STÓR leppur eða þrýstingumbúðir skellt yfir. Tími hjá augnlækni kl 13 á morgun. Amen
.
Fjölskyldumeðlimir hrukku í kút þegar mín birtist með herlegleitin í augastað og litla skrudda sagði: ég lemma mömmu í gær. Þessi elska var ósköp skömmustuleg
og ég fékk þvílíku faðmlögin og kossana og hughreystandi orð eins og "Allt búið"......En svona gerast slysin....
Þetta setur náttúrulega strik í reikninginn hvað ýmsa hluti varðar.... Held td að ég verði að sleppa ræktinni í fyrramálið nema ég vilji fara aftur á slysadeildina með fallskaða af hlaupabrettinu. Húsverkum verður sinnt eins lítið og ég kemst upp með....Kem til með að lifa það af....
Svo er bara að sjá hvort jólamyndirnar í ár verði með eða án Lepps,Skrepps og Leiðindaskjóðu.
Eigið ljúft sunnudagskvöld á þriðja í aðventu
12.12.2008 | 06:56
Í lok vaktar
Góðan og blessaðan eða þannig.
Morgunstund gefur gull í mund nema þegar maður er á næturvakt eins og ég er semsagt núna. Sú stund er þó jákvæð að einu leyti þe að ég fæ bráðum að fara heim og leggja mig. Sé rúmið mitt í hillingum.
Einhver bloggleti hefur verið að hrjá mig undanfarið eins og sjá má á fjölda færsla sl daga.
Undirbúningur jólanna er þó undir kontról og fyrsti jólasveinninn kom í nótt eða það ætla ég að vona ..... Það var spenningur í heimasætunni í gærkveldi og hún hjálpaði litlu skruddu að setja sinn skó út í glugga líka. Svo var skrifað bréf til jólasveinsins og settar nokkrar kökur fyrir sveinka. Eitthvað er þó trúin á jólasveininn farin að dala hjá þeirri eldri og líklega skilur litla skrudda lítið í þessu öllu saman. Hún kyrjar þó jólalögin eins og ekkert sé og í uppáhaldi eru Jólasveinar ganga um gólf. Yndislegt að heyra hana syngja þessa elsku og yljar sannarlega í miðri kreppunni. Ég varð að nefna hana, er þetta ekki alveg ótrúlegt......
Jæja nú er nóg komið að sinni. Eigið góðan dag.
7.12.2008 | 12:03
Ástarbragð á öðrum sunnudegi aðventu.
Góðan og blessaðan daginn.
Já það er víst kominn annar sunnudagur í aðventu og alltaf er maður jafnhissa hvað tíminn æðir áfram. Á einhverjum tímapunkti finnst manni að maður hafi allan heimsins tíma til að sinna því sem gera þarf fyrir jólin og svo er bara allt í einu tvær viikur til jóla og ég bara búin að baka eina sort
..... þetta gengur náttúrulega ekki. Svo nú er bara að setja á sig svuntuna og byrja á baka (þessi var stolin úr Toyota auglýsingu sem ég heyrði í útvarpinu rétt í þessu..). Nei án gríns, ég er alveg pollróleg en ofninn er orðinn heitur svo nú á að skella í lakkrístoppa fyrir húsbóndann
.
Nokkrar jólaseríur rötuðu rétta leið í gær svo gluggarnir eru orðnir jólalegir og allur bærinn er kominn í jólaskap. Þetta er yndislegur tími.
Heimasætan er í þéttu prógrammi þessa dagana í tengslum við tónlistaskólann en þar spilar hún í grunnsveit blásturdeildar á klarinett. Þau spiluðu á tónleikum í VMA á miðvikudaginn og á Glerártorgi í gær. Duglegir krakkar.
Jæja gerði smáhlé í þessari færslu. Nú eru lakkrístopparnir semsagt klárir. Þeir voru reyndar aðeins of lengi í ofninum en hvað, smá ástarbragð hefur nú aldrei drepið nokkurn mann svo minn heittelskaði ætti að lifa þetta af. Taka viljann fyrir verkið.....Bakstur er ekki alveg mín sterkasta hlið en ég held ótrauð áfram samt..... Það var nefnilega þannig á mínum æskuárum að þegar mamma var á kafi í jólabakstrinum var mín með pabba gamla í fjárhúsunum en eins og flestir vita er mikið fjör í þeim húsum á þessum árstíma. Á þessum árum var það nefnilega svo að hverri blæsma rollu var haldið sérstaklega og síðan voru herlegheitin skráð jafnóðum. Ég var ritarinn. En þetta var nú smá útúrdúr til að reyna að afsaka ástarbragðið af lakkrístoppunum.......
Njótið dagsins við kertaljós og ekkert ástarbragð .
2.12.2008 | 13:24
Blessuð sé minning hennar

![]() |
Þakkaði langlífið koníaki og skírlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 22:15
Jafntefli á Anfield.
Gott kvöld. Enn einn dagur að kveldi kominn og óðum styttist til jóla.
Það voru vonbrigði í boltanum í kvöld þegar Liverpool og Westham skyldu jöfn 0-0. Okkar menn áttu þarna góðan möguleika að koma sér vel fyrir í fyrsta sætinu en í stað þess að fá 3ja marka forskot á Chelsea leiða þeir nú með einu stigi. Hypia var áberandi í teignum og segir það sitt um sóknarleik Liverpool.
Annars tíðindalítið af mínum vígstöðvum. Hér snjóar bara og snjóar og norðangjólan bítur í kinnarnar.
Heimasætan söng í kirkjutröppum Akureyrarkirkju í dag ásamt fjölda annarra barna en þetta var hluti af verkefninu Menning í heimabyggð-Arfurinn okkar sem átti vel heima á Fullveldisdaginn.
Góðar stundir.
29.11.2008 | 22:22
Bráðum koma blessuð jólin....
Gott kvöld.
Hér norðan heiða er kominn vetur í allri sinni dýrð. Bæjarbúar keppast við að tendra jólaljósin jafnt úti sem inni. Það styttist jú óðum í jólahátíðina og fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun. Í dag var kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi en það kemur frá vinabænum Randers í Danmörku. Enn eitt hjartað í átakinu Brostu með hjartanu leit líka dagsins ljós en það logar og slær austur í Vaðlaheiði. Frábært framtak.
Ég vaknaði í V-stellingu í morgun. Litla skrudda er nefnilega búin að uppgötva fjarstýringuna á rúminu okkar og ýtti hún á alla hugsanlega takka á henni með þeim skemmtilegu afleiðingum að höfða- og fót gaflinn æddu upp á ógnarhraða og mamma gamla endaði í vaffi...... Hjálp.... Betur fór en á horfðist...... Annars er að verða plásslítið í hjónarúminu. Litla skrudda er alveg flutt til okkar og mér til mikillar mæðu tekur hún heila hjörð af tuskudýrum með sér undir sængina mína
. Ljósmóðir nokkur sagði mér á sínum tíma að við ættum bara að leyfa litlu skruddu á lúra hjá okkur og kallaði hjónarúmið fjölskyldurúm. Þetta hljómaði gáfulega þá en ég veit ekki hversu gáfulega þetta hljómar í dag
. Leyfið börnunum að koma til mín......
Ég gerði nýja tilraun til úlpukaupa í dag og viti menn ég fann eina undir þrjátíuþúsundum og er svona að spá í að þyggja hana að gjöf frá mínum heittelskaða. Það stefnir jú allt í að hér sér kominn vetur með kulda og trekki svo þetta er freistandi tilboð. Þetta gæti líka leitt til að minni bifreiðanotkunar og þá líka til minni eldsneytiseyðslu. Gæti svosem fyllt bílinn ca tvisvar sinnum fyrir úlpuverðið......Ætla að sofa á þessu. Góða nótt.
28.11.2008 | 17:34
Hljómar ekki vel.....
![]() |
Úranía og Evey samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 16:54
Frábært framtak
![]() |
Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 13:06
Áfram framsókn
Það sem fólk getur ergt sig yfir Framsóknarflokknum. Rétt er að þeir voru við völd þegar bankarnir voru einkavæddir en þeir stóðu varla einir að þeirri ákvörðun. Valgerður, mér finnst þú ágæt en kannski er kominn tími til að gefa yngri flokksmönnum tækifæri og sjá hvort fylgið glæðist eitthvað. Guðni axlaði sína ábyrgð og lét sig hverfa af þingi og úr Framsókanrflokknum, fleiri ættu að taka hann til fyrirmyndar og þá er ég að tala um stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Áfram Framsókn. Berjumst, berjumst,berjumst.
P.s Ég er sveitastúlka úr Jökuldalnum og þar þekktist ekkert annað en að kjósa Framsóknarflokkinn . Svo sendi Halldór Ásgrímsson okkur alltaf svo stórt og fínt jólakort....
![]() |
Valgerður óviss um formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 15:37
Borgarferð
Heil og sæl.
Við hjónakornin vorum að lenda á norðlenskri grund eftir helgardvöl í henni Reykjavík. Nei við vorum ekki í mótmælendahópi helgarinnar á Austurvelli né í háreystum hópi fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötunni. Laugardeginum var eytt á þeim óskemmtilega stað Kringlunni í leit af jólagjöfum. Við vorum greinilega ekki þau einu sem ákváðu að eyða deginum þar því fullt var útúr dyrum. Engin kreppa í Kringlunni.......
Ég reyndi árangurslaust að finna mér skjólflík fyrir veturinn en fann ekkert undir 50 þúsundum svo gamla úlpan verður bara að duga þangað til íslenska krónan styrkist.
Spaugilega við þessa ferð var þó að Reykjavík var full af allra þjóða túristum sem greinilega voru í versluferð með evrurnar sínar. Þeir hikuðu ekkert við að versla í 66 gráðum þs úlpurnar kosta 50 þúsund plús og örkuðu klifjaðir um Kringluna (þs engin kreppa er).
Annars var erindið kvöldverðarboð samninganefndar læknafélagsins en alveg átti eftir að fagna kauphækkun læknastéttarinnar sem náðist naumlega fyrir hrun bankanna. Það var kannski ekki seinna vænna því nú stefnir í að sú stétt ásamt fleirum þurfi að taka á sig kjaraskerðingu og þá hverfur nú þessi 6 % hækkun fljótt ef hún er ekki nú þegar orðin að engu. Þarna voru mættur góður hópur lækna af ýmsum gerðum ásamt betri helmingi og áttum við góða kvöldstund saman.
Ágætis ferð þs batteríin voru hlaðin. Njótið dagsins.
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn