28.9.2009 | 20:55
Hvað varð um kreppuna ???
Hvernig í andskotanum eigum við að geta byggt 50 milljarða sjúkrahús þegar við erum með allt niður um okkur??? Á sama tíma og fyrir liggur 6 % flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu að þá rausar Ögmundur um byggingu nýs Háskólasjúkrahúss í Reykjavík. Hvað er í gangi ? Átti líka ekki að byggja þessa höll fyrir löngu síðan fyrir peningana sem fengust fyrir sölu Símans á sínum tíma ? Hvað ætli hafi orðið um þá aura ??? Auðvitað er þörfin til staðar og ég skil að þetta er atvinnuskapandi á meðan á uppbyggingu stendur en í ljósi ótryggs ástands og fyrirhuguðum uppsögnum í heilbrigðisgeiranum sem hljóta að verða að veruleika í niðurskurðinum að þá finnst mér þetta vanhugsað.
Nýr Landspítali kostar um 50 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 14:48
Helgin nálgast, jibbý
Góðan og blessaðan föstudag já þann síðasta í septembermánuði. Tíminn fjýgur sannarlega áfram og með þessu áframhaldi verða komin jól fyrr en varir .
Ég ákvað að taka smá hlé frá bloggi vegna heitrar umræðu hér á blogginu mínu síðustu daga og vikur. Já nú veit ég þó hvernig maður á að æsa lýðinn upp. Það er bara að vera svolítið fanatískur á tóbak og hata Manchester United þá fær maður viðbrögð. Sjálfsagt væri hægt að kríja út nokkur komment líka ef ég segðist ánægð með nýjasta ritstjórann á Morgunblaðinu en það er bannað að skrökva svo ég læt það ógert.Sjálfsagt hefur hálf þjóðin tjáð sig um það mál síðasta sólarhringinn en ég á eftir að sjá að menn segi Mogganum upp eða hætti að lesa Mbl.is og kveðji Moggabloggið. Það væri auðvitað það eina rétta ef menn vilja sýna andstöðu sína. Það þýðir ekki að skvetta endalausri rauðri málningu á hús óvinanna, kannski þurfum við að láta verkin tala meira. Segja upp Mogganum, hætta að versla í Bónus, segja upp Stöð 2 osfrv til að minna á að við erum ekki búin að gleyma ! En kannski er það ekki til neins heldur. Við erum bara peð í stóru tafli.
En nóg um það. Framundan er bara yndisleg helgi í sumarbústað með gömlum og góðum vinkonum. Ætlum að eta á okkur gat,hlægja okkur máttlausar, grenja yfir væmnum myndum, verða að rúsínum í heita pottinum og svo að sjálfsögðu að viðra okkur í yndislega fallegum haustlitum. Var að spá í hvort ég ætti að lauma veiðistönginni með því ég veit af einni á í nágrenninu en reyni að sitja á mér......
Eigið góða helgi !
20.9.2009 | 14:56
Eru fótboltaleikirnir lengri í Manchester en annarsstaðar ??
Já maður spyr sig !
En þvílíkur fótboltaleikur. Citymenn gátu náttúrulega ekki rassgat stóran hluta seinnihálfleiks en svo nær Bellamy að jafna í 3:3 eftir varnarmistök hjá Ferdinand þegar klukkan sýnir um 91 mín. Aldrei sá ég viðbótartímann birtast á skjánum en hann reyndist þegar upp var staðir tæplega 6 mínútur í seinnihálfleik sem urðu engar tafir í. Ef ég væri dómari Martin Atkinson myndi ég halda mig innandyra næstu daga.
Enn einn sigurinn sem United fær á gullfati.
Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 22:05
Veisla framundan !
Já gott fólk, veislan er hafin í meistaradeild Evrópu og hún heldur áfram á morgun þegar mínir menn í Liverpool mæta ungverska liðinu Debrecen. Debrecenliðið kemur frá samnefndri borg í Austur Ungverjalandi sem er sú næst stærsta á eftir sjálfri höfuðborginni ,Búdapest. Þessi borg liggur nálægt landamærum Rúmeníu og er einna helst þekkt fyrir blómahátíðir sínar, heitar sundlaugar og nú fótbolta.
Debrecenliðið vann ungversku deildina á síðasta tímabili og var það í fjórða skipti sem þeir hampa titlinum eftir að þeir komust uppí úrvalsdeildina árið 1992.
Heimavöllur Debrecen ef af smærri gerðinni og tekur um 10 þúsund áhorfendur. Þeir hafa því spilað sína stóru leiki í höfuðborginni og það sama verður upp á teningnum þegar Liverpool leggur land undir fót til Ungverjalands í seinni leik liðanna sem fram fer í nóvember n.k.
Debrecen spilaði ma á móti Manchester United í Meistaradeildinni 2005/2006 og tapaði báðum leikjunum með þremur mörkum. Liðið hefur þó breyst mikið síðan þá.
Debrecen teflir ekki fram sínu sterkasta liði á morgun, því hluti af leikmönnum er meiddur eða í leikbanni. Gergeley Rudolf er líklegastur til að setja mörkin en hann skoraði 18 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð.
Áfram Liverpool !
Mascherano klár í slaginn með Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 13:16
Sannur sigurvegari !
Til hamingju Stoltenberg ! Þú ert flottastur og sannkallaður sigurvegari !
Hver veit nema maður taki föggur sínar og flytji til frænda vora í Noregi aftur.
Það er margt vitlausara !
Heia Norge .
Stoltenberg sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 13:07
Greinin sem birtist í Berlingske tidende í morgun !
Den tidligere Magasin-ejer Jón Ásgeir ejer fortsat over 100 butikker i Island.
Jón Ásgeir styrer stadig Island
Af Simon NyborgTirsdag den 15. september 2009, 06:15
Selv om der mangler milliarder i krakkede Baugur, sidder den tidligere ejer Jón Ásgeir stadig tungt på Islands butikker og medier.
Kaupthing Bank finansierede en opdeling af imperiet få måneder før krak.Finansvikingen over dem alle, tidligere Magasin-ejer Jón Ásgeir, er som bankejer og storskyldner i islandske banker hængt ud som medansvarlig for Islands økonomiske kollaps.
Men der er stadig en stor chance for, at han tjener penge, når islændinge går i supermarkedet, i biografen eller køber musik.Gennem selskabet Hagar ejer han fortsat over 100 butikker i Island, herunder den største supermarkedskæde, den største kioskkæde og modebrands. Samtidig ejer han også fortsat Islands største avis, islandsk TV2 og adskillige radiostationer.
Ásgeir har disse besiddelser til trods for, at hans Baugur-imperium er krakket med et hul i kassen på knap 12 mia. danske kr. - et tab, som hovedsageligt de krakkede og nu nationaliserede islandske banker hænger på.
Mens tingenes tilstand er opsigtsvækkende nok i sig selv, så var det endda Islands største bank Kaupthing, der overhovedet gjorde det muligt for Ásgeir. Det fremgår af Kaupthing lånebog, der i sommers blev lækket på Internettet.Lånte til opdelingBaggrunden for den paradoksale men formentlig helt lovlige - situation i Island er en opdeling af Baugur-impeiret, som Ásgeir satte i værk i foråret 2008.
Her købte Ásgeir-familien de islandske butikker i Hagar af Baugur. Transaktionen blev finansieret med et afdragsfrit lån på 30 mia. islandske kr. - svarende til ca. 1,25 mia. danske fra Kaupthing. Det skete blot fire måneder inden Kaupthings kollaps og et lille år inden Baugurs gigantkrak.Banken fik bl.a. sikkerhed i Hagar-aktier og i Baugurs aktiver. Baugur brugte samtidig pengene fra salget til at nedbringe gælden til Kaupthing med 25 mia. islandske kr., mens fem mia. gik til Ásgeirs husbank, Glitnir.
Umiddelbart blev alle glade: Bankerne fik mindsket eksponeringen over for Baugur-imperiet, der allerede på det tidspunkt havde kurs mod afgrunden, mens Ásgeir og familie fik lavet en effektiv opdeling af forretningerne, som gjorde, at alt ikke ville gå ned med Baugur.
Hvad nu?Når islandske iagttagere nu ser med kritiske øjne på transaktionen, så handler det frem for alt om den sikkerhed, som Kaupthing fik for lånet.De ca. 35 pct. af Baugurs aktiver, som Kaupthing tog som sikkerhed, er værdiløse; Baugur var allerede voldsomt gældsat, og aktiverne dækker blot ca. ti pct. af det samlede krav på 317 mia. islandske kr.Hagar var i udgangspunktet heller ikke nok værd til at sikre lånet og er endda blevet yderligere gældsat siden og det helt store spørgsmål er, hvad Hagar er værd, og hvad der er tilbage af aktiver i selskabet, når lånet skal indfries.
Som nævnt var lånet afdragsfrit, et såkaldt »bullet loan«, hvor der først skal penge på bordet, når det forfalder to år efter transaktionen.Kaupthing kan ikke udtale sig om kundeforhold, men kilder tæt på oplyser, at banken har tre mand, der arbejder inde i Hagar for at sikre, at der ikke bliver driblet aktiver ud. Det har Hagar dog hidtil afvist.
12.9.2009 | 11:30
Veiðidella á háu stigi !
Góðan daginn gott fólk á þessum 12. degi septembermánaðar.
Ég held að ég sé komin með veiðidellu á háu stigi. Gefum okkur að til séu 6 stig veiðidellu eins og til eru 6 stig viðbragðsstöðu gegn svínaflensunni og það sjötta sé alvarlegasta stigið að þá ligg ég líklega í kringum fimm.
Ég hef þjáðst af þessum kvilla í nokkur ár en nú hef ég á tilfinningunni að hann hafi ágerst undanfarnar vikur. Máli mínu til sönnunar ætla ég að segja ykkur litla sögu.
Ég brunaði austur á æskustöðvar mínar Jökuldal fyrir skömmu. Fyrir lá að hjálpa bróður mínum í fyrstu smalamennsku. Þið sem fylgist eitthvað með laxveiði þarna austan Alpafjalla vitið kannski um fyrsta laxinn sem veiddist uppá Dal í sumar. Síðan þá hefur ríkt mikil veiðiáhugi innan stórfjölskyldunnar. Það fór því svo að mín tók með sér veiðistöngina í smalamennskuna. Talandi um að slá tvær flugur í einu höggi.
Við löbbum nefnilega sem leið liggur meðfram Hnefilsdalsánni sem gaf laxinn fræga og það voru nokkrir hyljir þarna efra sem átti eftir að kanna. Ég fékk því að smala næst ánni meðan hinir fóru lengra uppí fjallshlíðarnar. Mín hljóp upp og niður gilið og kannaði hyljina en varð einskis vör fyrir utan nokkrar fjörugar fjallableikjur sem höfðu líklega aldrei séð glansandi spúna fyrr. Þegar líða tók á gleymdi ég mér aðeins við einn hylinn og varð því töluvert á eftir hinum smölunum. Það var því ekkert annað í boði en að spretta úr spori og sjá hverju líkamsræktin hafði skilað. Svo mín stökk af stað með veiðistöngina í annari. Vissi svo ekki fyrr til en ég lá kylliflöt innan um þúfur og rolluslóðir með snúna löpp og verk.is í löppinni. Vissi strax að lengra færi ég ekki svo þökk sé gsm sambandi landið um kring að þá gat ég látið vita af þessu óhappi mínu með litlu stolti þó. Hugsaði með mér: Skollinn ég hefði ekk i átt að fara í síðasta hylinn....... og það var einmitt á þessu augnabliki þegar mér tókst að stíga í lappirnar eða öllu heldur löppina og hoppa heim á annarri í þúfunum góðu sem urðu mér að falli, styðjandi mig við bölvaða veiðistöngina að ég hugsaði: Guðrún nú ertu líklega komin á efstu stig veiðidellunnar..... !!!
12.9.2009 | 10:41
Nú er tækifærið !
Stundum þarf að hafa vit fyrir fólki, í þessu sambandi reykingafólki. Djöfull líst mér vel á þetta. Tóbaksfíklar nú er tækifærið. Losið ykkur við tóbaksþrælinn,þið fáið nýtt líf á eftir. Ég tala af reynslunni ! Að hætta að reykja er líklega eitt það gáfulegasta sem ég hef gert í lífinu. Eigið góðan reyklausan dag
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 14:30
Allt fyrir heimilisfriðinn !
Góðan og blessaðan daginn. Já það er aftur sumar í lofti hér norðan heiða, guði sé lof.
Þegar manni fer að leiðast að lesa um hægfara björgunaraðgerðir stjórnvalda á afleiðingum kreppukerlingar sækir maður í annað fréttaefni. Og þá er það þessi skemmtilega frétt um bók sem nýlega kom út og byggist á viðtölum sem tveir bandarískir prófessorar tóku við 1000 konur. Þar kemur fram að konur þurfa alltaf að hafa einhverja ástæðu til að stunda kynlíf. Þær gera það semsagt ekki af löngun eða ást. Ástæðurnar eru í hundaraðatali og má þar nefna að þær njóti ásta með maka sínum til að fyribyggja mígreni,auka sjálfsöryggi, til létta lund bóndans og gera hann samvinnuþýðari ma við heimilisverkin og þetta verður því stór liður í að halda heimilisfriðinn.
Já konur vilja semsagt fá eitthvað fyrir sinn snúð samkvæmt þessu.
Á mínu heimili ríkir mikill friður. Minn heitelskaði er líka samvinnuþýður í meira lagi,langoftast léttur í lund og nokkuð iðinn við heimilisstörfin. Ég er líka nánast aldrei með hausverk og sjálfsöruggið uppmálað..... Hvort þessa þætti megi þakka ástarleikjum okkar hjóna skal látið liggja milli hluta en fréttin er engu að síður góð og lestur hennar er ágætis leið til að flýja neikvæðar fréttir raunveruleikans.
Kynlíf fyrir heimilisfriðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn