30.8.2009 | 10:06
Takk Gerrard !
Gerrard tryggði Liverpool sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 10:00
Ódýr sigur !!
Manchester United lagði Arsenal, 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 17:49
Valkvíði hjá Sjálfstæðismönnum ???
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 17:42
Haust í lofti
Góðan og blessaðan föstudag nú þegar ágústmánuður en næstum allur.
Það er haust í lofti hér norðan heiða, rok og rigning.
Var að keyra unglingnum og vinum hans fyrir flugvél sem ber þá alla leið til Tenerife í beinu flugi héðan frá Akureyri. Það var spenningur í ungviðinu að sjálfsögðu en þarna er um að ræða 200 MA inga sem eru að fara í útskriftaferð. Mér er í fersku minni mín útskriftaferð frá ME fyrir rúmlega 20 árum sem var auk þess mín fyrsta utanlandsferð. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og ég leyfi mér að efast um að einhverjir séu að fara í fyrsta skipti út fyrir landsteinana eins og ég var þá. En það verður líklega alveg jafn glatt á hjalla hjá þeim eins og var hjá mér og mínum skólafélögum þarna á síðustu öld.
Minn heittelskaði pakkaði líka ofan í tösku í dag. Nei hann er ekki fluttur út fyrir fullt og allt. Svo erfið er ég nú ekki....
Leið hans lá yfir í Skagafjörðinn þar sem hann verður við laxveiðar í Húseyjarkvísl næstu daga ásamt félögum sínum í Mokveiðifélaginu . Við mæðgur erum því einar heima um helgina og ætlum að hafa það notalegt.
Annars hefur sumarið liðið leifturhratt. Við fjölskyldan höfum átt góðar stundir saman við árbakkann, á fótboltavellinum og í fellihýsinu.
Búin að fylgja heimasætunni á fótboltamót hingað og þangað þs skiptust á skin og skúrir þó svo skinið hafi nú verið í miklum meirihluta. Lið hennar í 6. flokki KA stóð sig með stakri prýði í sumar og eru þær ma Norðaustur og Austurlandsmeistarar þetta árið. Svo vonar maður bara að fótboltaáhuginn fylgi þeim næstu árin því þetta er svo gott veganesti inní unglingsárin.
Við gamla settið erum búin að eyða talsverðum tíma við árbakkann. Það var sannarlega ævintýri að fá að taka þátt í að landa fyrsta laxi sögunnar sem veiddur hefur verið á æskuslóðum mínum á Jökuldal.
Hver hefði trúað því að Jökulsá á Dal sem eitt sinn var aurmesta á landsins ætti eftir að færa okkur laxa uppá Jökuldal? Svo eru menn að agnúast út í Kárahnjúkavirkjun! Þetta er bara snilld. Árfarvegurinn er orðinn svo fallegur og margir gullfallegir veiðistaðir sem litu dagsins ljós eftir að þetta grugguga fljót var beislað. Það er því enginn söknuður í mínum huga. Uppbyggingastarf Strengja á Jöklu og þverám hennar er til mikils sóma fyrir sveitafélagið og á eftir að draga margan veiðimanninn til sín næstu árin.
Litla skrudda var líklega búin að fá nóg af veiði og fótbolta og þótti nú bara gott og gaman að komast í leikskólann að loknu sumarfríi og hitta vini sína.
Semsagt haust í lofti og sumarfrísbragurinn sem einkennt hefur líf okkar síðustu vikur horfinn í haustvindinn. Vonandi eigið þið góða helgi og hver veit nema maður bregði sér eitthvað á menningarvöku sem nú er skollin á hér norðan Alpafjalla.
13.8.2009 | 09:45
Fiskur í Hneflu litlu !
Góðan og blessaðan daginn !
Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir. Fyrsti laxinn að veiðast uppá Jökuldal og það var ekki verra að hann var veiddur í Hneflu kerlingunni sem er bergvatnsá sem rennur framhjá æskustöðvunum mínum niður í Jöklu. Ég ætlaði auðvitað að krækja í þann fyrsta en það var víst minn heittelskaði sem fékk þann heiður. Karl faðir minn sá reyndar fiskinn fyrst þegar hann var í venjubundinni eftirlitsferð en vegna erfiðra aðstæðna þurfti vanan mann til að ná kvikindinu en það hefði verið vel við hæfi að Jón bóndi hefði landað þeim fyrsta þar sem þetta hefur verið gamall draumur hans um árabil. Hylurinn sem hafði nú ekkert sérstakt nafn var skírður í skyndi og hlaut nafnið Jónshylur. Þetta lofar góðu fyrir framhaldið því sleppitjörn var ma sett við Hneflu í vor og má því vænta að laxinn sýni sig þar á næstu árum. Reyndar eru hindranir á leiðinni upp Jöklu eins og kemur fram í Mbl en miklar rigningar og vöxtur í ám hefur greitt götu laxanna í ár . Ekki er vitað hvort þessi lax er náttúrlegur eða úr sleppingum en það skiptir eiginlega ekki öllu, það mikilvægasta er að nú vitum við að laxinn kemst upp Jöklu.
Nánar má lesa um þetta litla ævintýrir á Strengir.is og veidimenn.com.
Fyrsti laxinn veiddur á Jökuldal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 23:19
Vellukkuð Ein með öllu á Akureyri.
Já ég held að Margrét Blöndal og co geti verið ánægð að lokinni Ein með öllu og allt undir hátíð sem haldin var um helgina. Það var margt um manninn í bænum og allt virðist hafa farið vel fram. Hef þó á tilfinningunni að fjöldi gesta hafi verið færri en oft áður. En það voru brosin sem voru talin ekki fjöldi gesta. Sparitónleikarnir voru á sínum stað í gærkveldi og tókumst með ágætum. Bryndís Ásmunds er komin í raðir okkar Norðanmanna og tilkynnti á tónleikunum að hún ætlaði aldrei suður aftur og við getum ekki verið annað en ánægð með það. Þvílíkur stuðbolti. Barnasveitin Bravó dustaði rykið af græjunum sínum og tók nokkra Bítlaslagara með dyggri aðstoð Þorgeirs Ástvalds og Ara Jóns. Palli Hjálmtýs var á sínum stað og fór á kostum eins og venjulega. Það gerði Sigga Beinteins líka sem flutti nokkrar af þekktustu perlum sínum. Mannakorn slógu botninn í tónleikana og muna líklega fífil sinn fegurri, það var leiðinlegt að sjá fjölda fólks hverfa úr brekkunni áður en tónleikunum lauk. Sá hópur missti líka af mjög áhrifaríku lokaatriði þar sem hópur fólks gekk inná völlinn, myndaði hjarta og kveikti svo á handblysum. Flugeldasýningar síðustu ára voru sannarlega ógleymanlegar en þetta atriði mun ekki síður lifa í hjörtum okkar um ókomin ár.
Takk fyrir notalega helgi
Allt með kyrrum kjörum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 10:46
Hrikaleg vonbrigði.
Helga meiddist í Novi Sad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 21:36
Mælirinn fullur !
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 21:28
Gubb og gaman
Gott og blesað kvöldið !
Eins og síðasta færsla gaf til kynna lagðist fölskyldan í flæking í gær með stefnuna á Símamótið í Kópavogi. Heimasætan fór reyndar með flugi um morguninn til að missa nú ekki af neinu og gisti með liði sínu KA í Salaskóla. Ferðalag hinna í fjölskyldunni landleiðina gekk vel þangað til litla skrudda ældi út um allan Pajeróinn í Hvalfjarðagöngunum af öllum stöðum. Við gátum nú lítið gert annað en að hlustað á gubbuhljóðin og vonað að sem minnst færi í bílinn og barnastólinn.Það má lengi halda í vonina en okkur varð semsagt ekki að ósk okkar og stóðum við í þrifum á bíl og stól langt framyfir miðnætti. Litla skrudda var hinsvegar hin hressasta eftir þennar Geysi í Hvalfjarðagöngunum og heimtaði bara mat eftir að fellihýsið var reist á túnflöt í Kópavoginum í nágrenni við fótboltasvæði Breiðabliks. Nóttin hjá okkur leið án uppákoma þangað til við hrukkum upp við símhringingu í morgunsárið. Það var fararstjóri heimasætunnar og hinna KA stúlknanna, heimasætan var komin með gubbupest og fyrsti fótboltaleikurinn á næsta leyti. Heimasætan var að sjálfsögðu niðurbrotin, hún reiknaði með að missa af leikjum dagsins og stutt var í tárin. Mínútu fyrir fyrsta leik dreif sú stutta sig hinsvegar á fætur og sagði:"Ég ætla að spila". Hún spilaði síðan alla fjóra leiki dagsins á meiri vilja en getu og stóð sig vel. Stelpurnar unnu 3 leiki og gerðu eitt jafntefli. Þetta kallar maður hörku og ég er nú bara býsna stolt af afkvæminu og reyndar stelpunum öllum því þær voru að spila á móti alvöru liðum. Svona á að gera þetta stelpur. Vonandi verða allir heilsuhraustir í fyrramálið. Áfram KA
14.7.2009 | 22:55
Annar í hundadögum
Heil og sæl á öðrum degi hundadaga.
Það var eins og við manninn mælt að þegar hundadagar skullu á hvarf sólin og sælan á braut en þær hafa glatt hjörtu okkar Norðanmanna síðastliðnar tvær vikur . Það var kannski ekki við öðru að búast og er ábyggilega gott fyrir gróðurinn og ekki síður húðina.
Landsmót UMFÍ á Akureyri er liðið og fór með eindæmum vel fram. Ný og stórglæsileg aðstaða á Þórssvæðinu naut sín til fulls og ekki spillti veðrið fyrir. Á laugardeginum var kannski fullheitt fyrir suma, allavega þá sem þreyttu svokallað Landsmótshlaup. Sigurvegari í kvenna í maraþoni var allavega ekki uppá marga fiska þegar hún nálgaðist markið og hrundi niður nokkrum metrum utan marklínu og var studd í mark af félögum sínum. Engu að síður fékk hún gullið um hálsinn á verðlaunaafhendingunni sem hefur verið mörgum umhugsunarefni síðustu daga. Hún kórónaði svo allt saman með því að æða í fjölmiðlana og kenna skipuleggjendum mótsins um ófarir sínar. Verð nú bara að segja að mér finnst þetta með ólíkindum og vona svo sannarlega að þessi hlaupadrottning sjái að sér og skili gullinu sama hver dómur dómnefndar verður. Ég tók þátt í 10 km hlaupinu og fannst allt til mikillar fyrirmyndar hvað varðar aðstæður og skipulagningu hlaupsins.
Það styttist í sumarfrí fjölskyldunnar og á fimmtudagskvöld er stefnan sett á sjálfa höfuðborgina. Helginni verður reyndar eytt á hliðarlínum fótboltavalla hjá erkifjendunum Breiðabliks á svokölluðu Símamóti en það eru KA stelpurnar okkar í 6. flokki sem eru að fara að spila. Reikna síðan með að heimasætan nái að draga okkur inní ringulreið verslunarmiðstöðva höfuðborgarinnar eins og venjan er í þessum ferðum.
Annars er sumarfríið lítið skipulagt en þó má reikna með nokkrum dögum í veiði ef ég þekki mitt fólk rétt.
Jæja bloggandinn er eitthvað daufur í dálkinn í kvöld svo ég held ég láti þessu lokið og bjóði góða nótt.
Lifið heil !
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn