Mánudagurinn runninn upp

Góðan og blessaðan daginn. Þrátt fyrir allar hremmingar er yndislegt haustveður hér á Akureyri og ég búin að hjóla í ræktina, taka á því og hjóla heim aftur. Sit nú með bústið mitt og blogga aðeins í leiðinni (skrifað í morgun). Lífið heldur semsagt  áfram þrátt fyrir allt. 

Ég og mín fjölskylda búin að leggja land undir fót um helgina og fara á æskustöðvar húsmóðurinnar, hinn dæmalaust fagra Jökuldal. Það var ekki slegið slöku við í sveitinni frekar en venjulega.

IMG_1376

 

 Réðumst í sláturgerð af miklum móð þs lifrar voru hakkaðar, mörinn brytjaður og blóðið rann.....merkilegt að þetta skuli bragðast svona vel .......

Unga kynslóðin var áhugasöm um þessa gömlu matargerð og lagði sitt af mörkum í sláturgerðinni Smile .

 

 

 

Þá var að sjálfsögðu aðeins heilsað uppá búfénað bróður míns þar sem rekið var í rétt og í fjárhús.

IMG_5480

 

Dáðst var að fögrum lífgimbrum og heilsað upp á uppáhaldsærnar sem við höfðum ekki séð síðan í vor. Góðir endurfundir það.

IMG_5483

 

 Semsagt yndislegt að komast aðeins af mölinni sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum.

 

 

 

 

En helgin leið hratt og mánudagurinn rann upp. Loforð um að bankaviðskipti ættu að vera komin í nokkuð eðlileg horf eftir helgi  voru orðin tóm. Gjaldeyrisviðskipti í bæði Kaupþing og Glitni liggja niðri og Kauphöllin er áfram harðlæst. Svo les maður á bleiku síðum dagblaðanna að Jón Ásgeir og föruneyti sé bara út á lífinu og sötri vínflöskur upp á sautjánþúsund kallllll......Verði þeim að góðu. Gæti verið síðasta tækifærið......Skál !!!!Angry

Spaugstofumenn voru að sjálfsögðu á léttu nótunum á laugardagskvöld og þátturinn var sannarlega með rússnesku sniði. Kannski ekki að undra því Rússar eru einu vinir okkar þessa dagana.....Wink. Eru menn ekki á leið til Rússlands að sníkja smá lán núna ????  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já og sumir eru að fara að veiða þorsk hjá Rússunum, ætli Putini sé ekki orðin persónulegur vinur okkar hér, kannski fær hann jólakort frá okkur - hver veit!

Hafdis (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 53570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband