Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
9.10.2008 | 14:58
Fæst orð bera minnsta ábyrgð.....
Ætli samtalið hafi ekki örugglega farið fram á ensku ?????
Menn verða nú að tala skýrt þegar svona stór mál eru í húfi !!!!
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 21:43
One way ticket.......
Gott kvöld.
Jæja þá eru Pólverjarnir farnir að fylla flugvélarnar og flýja land. Það kemur vart á óvart í ljósi þjóðfélagsaðstæðna á Gamla Fróni þessa dagana. Ég held að við megum vera heppin að innfæddir fari ekki að hópast erlendis og koma undir sig fótunum þar ef þessi óreiða heldur áfram og óreiðumennirnir komast undan.
En lífið heldur áfram. Minn heittelskaði er fluttur í bílskúrinn og dvelur þar löngum stundum. Nei það er nú ekki þannig að ég sé búin að kasta pilti út heldur er hann búinn að vera á geðlæknavaktinni síðustu dagana og þar er nóg að gera. Ef hann er ekki í vinnunni er hann að afgreiða málin í gegnum símann og þá er mesta friðinn að finna í bílskúrnum. Ekki veit ég hvort þetta tengist því að heimur versnandi fer eða hvað.
Á krepputímum er vert að huga að sparnaði. Ég er virkilega ánægð með að kistan er full af laxi eftir ævintýralegt laxveiðisumar. Hinsvegar er ég farin að iðrast að hafa gefið nokkrum líf, svona ef að það skildi nú bresta á vöruskortur í landinu...... Hef líka verið að spá í leiðir til beins sparnaðar og datt þá í hug að skoða gamla bónusnótu og strika yfir allt sem færi yfir þriggja stafa tölu og sleppa þeim fjárfestingum. Komst þó fljótt að því að þá yrði fjölskyldan að lifa á núðlum einum saman og litla skrudda yrði að hætta að nota bleyju ekki seinna en á morgun.....Verð að reyna að vera hugmyndaríkari hvað sparnaðinn snertir.
Í morgun dróg vinkona mín sem er prestdóttir að austan mig út á langa,laaaanga göngu. Hún var það löng að minnstu munaði að við værum búin að leysa fjármálaóreiðu landsins þegar henni lauk. Við löbbuðum til suðurs og komum við á Hamri einu af tjaldstæðum Akureyringa. Þar blasti við okkur tjald sem greinilega var búið í. Þetta væri náttúrulega ekki í frásögur færandi þar sem þetta er nú tjaldstæði nema það að í dag er 8.október og ekki beint gósentíð fyrir tjaldbúskap. Hvort þetta tengist krepputímum skal ósagt látið en ódýrari búsetumáta er vart hægt að finna því ólíklegt er að gjöld séu á tjaldstæðum á þessum árstíma....
Það er bölvaður púki í mér í kvöld svo ég held að sé mál að linni. Eigið góða nótt og ljúfar draumfarir
8.10.2008 | 13:56
Er það nú öruggt ????
![]() |
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 13:16
Frændsemin ódauðlega
![]() |
Norðmenn reiðubúnir að veita Íslandi efnahagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 13:13
Þetta er ekki alslæmt.....
Daginn aftur!
Hvað er maður að væla ???? Eldsneytið hefur lækkað, krónan hefur styrkst, evran kostar 50 krónum minna en í gær og allt stefnir í að geðheilbrigðiskerfið muni styrkjast á næstu dögum. Við getum ennþá verslað með kreditkortunum okkar eða notað yfirdráttinn og látið áhyggjur lönd og leið. Er hægt að fara fram á meira á krepputímum ??? Lengi lifi Ísland. Húrra, húrra ,húrra.......
"So what " að Kaninn sýni okkur fingurinn og vilji ekki vera vinur okkar lengur. Þeir eru líka á hausnum....
En þegar Rússarnir bjóða fram peningaaðstoð að þá erum við fljót að gleyma hörmulegum aðgerðum þeirra í Georgíu fyrir stuttu. Eru peningar virkilega allt ?????
7.10.2008 | 11:28
Veislunni lokið....
Góðan dag landar góðir.
Margt hefur gerst í fjármálaheiminum s.l sólarhring. Margt hefur verið sagt en mörgum spurningum er ennþá ósvarað. Bankarnir leggja upp laupana hver af öðrum, nú síðast Landsbankinn, banki allra landsmanna. Kaupþing hefur fengið lán frá Seðlabankanum en óvíst er að það dugi til að rétta hann af. Rússar hafa komið til hjálpar og hent einhverjum hundruð milljörðum í söfnunarkassa merktum: Björgum íslenskri þjóð...... Við verðum að muna þennan vinagreiða í næstu Eurovision.....
Nú er að hefjast blaðamannafundur í beinni og bíða sjálfsagt margir spenntir. Geir segir ekki mikla speki á þessum fundi og ekkert sem ég var ekki búin að heyra áður eða lesa á netmiðlum. Viðskiptaráðherra stígur nú loksins í pontu. Hef furðað mig á því hversu lítið áberandi hann hefur verið í þessu öllu saman.
Geir karlinum var líkt við Boss Nass fígúru úr Star Wars í 24 stundum í dag. Þeir höfðu sama brosið og og eru báðir þekktir fyrir aðgerðaleysi þegar mikil ógn steðjar að. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Vonandi er Ríkisstjórnin að gera rétt en eitt er víst gott fólk að veislunni er lokið. Þá er bara að byrja að taka til eftir gestina......
6.10.2008 | 13:51
Hverjum á að trúa ????
Góðan dag.
Í mínum augum er þessi dagur einhverskonar dómsdagur. Í dag áttu stjórnvöld að vera búin að finna lausnina á fjármálaóreiðunni í landinu eftir að vera búin að liggja undir feld yfirir helgina. Finnst reyndar einkennilegt ef hægt er að finna lausn á svo stóru máli yfir eina helgi en þetta er kannski ofurríkisstjórn..... Mikið hefur verið rætt og ritað um ástandið í landinu, hvort það sé kreppa eða ekki kreppa.... Geir segir að ástandið sé alvarlegt en stjórnarandstaðan telur það grafalvarlegt. Geir reynir að líkja ástandinu við fyrri kreppur en þá voru aðstæður allt aðrar og það kemur heldur engum að gagni að horfa til fortíðar. Ég hef allavega meiri áhuga á að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski eins gott að eiga engar fúlgur inní banka þessa dagana, það er þá litlu eða engu að tapa. Spekingarnir segja reyndar að við sparifjáreigendur þurfum engu að kvíða því fé okkar sé tryggt en þeir hafa nú sagt svo margt síðustu dagana sem ekki hefur staðist. En er einhver lausn í sjónmáli ??? Ekki þegar þetta er ritað en dagurinn er ekki allur enn.
Ég vona allavega að kjósendur eigi eftir að rifja þetta klúður aldarinnar upp í næstu alþingiskosningum og setji í framhaldi af því krossinn á réttan stað.......
Eigið góðan dómsdag.....
5.10.2008 | 10:52
Haustþing á Akureyri
Góðan sunnudag.
Í gær fór ég á Haustþing læknafélags Akureyrar og Norðausturlandsdeildar félags íslenska hjúkrunarfræðinga. Þingið var haldið í Menntaskóla Akureyrar og var í alla staði mjög vel skipulagt.Þema þingsins var : Bráðaþjónusta á landsbyggðinni. Þar mátti hlýða á áhugaverða fyrirlestra dansk-norska svæfingalæknisins Torben Wisborg um bráðaþjónustu í Norður-Noregi en hann starfar í Hammerfest sem er um 17 þúsund manna bær. Í strjálbýli Norður Noregs verða hræðileg slys eins og annars staðar en þau gerast ekki oft og því ríður á að heilbrigðisstarfsfólk haldi sér í æfingu í meðhöndlun slíkra bráðatilfella.Þar hefur Wisborg ásamt öðrum sett á laggirnar áhrifarík og kostnaðarlítil námskeið þar sem heilbrigðisstarfsfólki er kennt að starfa sem teymi í bráðatilvikum. Þessi námskeið hafa teygt anga sína til Íraks þs lögð er áhersla á að kenna heimafólki að veita fyrstu hjálp sem oft skiptir sköpum þegar óbreyttir borgarar stíga á jarðsprengjur. Aðaláhersla er lögð á að kenna fólki að starfa í hóp þs hver hefur sitt ákveðna hlutverk sem svo sparar dýrmætan tíma þegar á hólminn er komið. Hann líkti þessu hópstarfi við þau teymi sem starfa í kappakstrinum en þeir sem hafa fylgst með honum vita að slík teymi vinna verkin sín hratt og skipulega og bíllinn kemst aftur á rétta braut á nokkrum sekúndum.
Ég tel víst að heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni á Fróni gæti nýtt sér þessi námskeið með því að sníða þau að íslenskum aðstæðum og nota innan og utan sjúkrastofnana.
Starfsmenn slökkviliðs og sjúkraflutninga leyfði gestum síðan að skyggnast inní störf þeirra meðal annars með því að setja á svið hjartastopp og fyrstu meðferð við því og síðan var einnig sett á svið bílslys þs þurfti að ná viðkomandi út með klippum.
Of langt mál yrði að nefna alla fyrirlestra þingsins en þó langar mig að síðustu að nefna pistil Steingríms Sigfússonar þingmanns sem fór ma stórum orðum um að þyrla ætti að vera staðsett hér norðan heiða.Þetta er að sjálfsögðu mikið álitamál.
Semsagt skemmtilegt og fræðandi haustþing. Takk fyrir mig
3.10.2008 | 17:21
Blessuð sé minning hennar....
Fékk þetta sent í tölvupósti. Finnst þessi andlátstilkynning táknræn fyrir ástandið í þjóðfélaginu í dag....
3.10.2008 | 17:07
Hið nýja hagkerfi, spaugilega hliðin.........
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn