19.5.2009 | 22:40
Sauðburðarsæla
Gott og blessað kvöld !
Jæja þá er maður kominn endurnærður úr jökuldælskri sauðburðarsælu. Eyddi stærstum tíma í fjárhúsunum að sjálfsögðu því það er þar sem hlutirnir gerast á þessum árstíma. Ekkert sjónvarpsgláp fyrir utan Júróvisjón auðvitað, engin nettenging svo bloggið og fjésbókin fengu hvíldina.
Nú eru náttúrulega allir búnir að blogga yfir sig um annað sætið í Moskvu en ég verð að fá að segja að það kom mér skemmtilega á óvart að Jóhanna Guðrún kæmist svo hátt. Laginu fannst mér fremur litið flaggað hér heima fyrir keppnina miðað við oft áður en stelpan gerði þetta glæsilega og það skilaði sér svo sannarlega. Hjartaknúsarinn norski stal gjörsamlega senunni en það kom ekki á óvart. Þvílíkur sjarmi og hæfileikar ! Ég og heimasætan erum staðráðnar í að skella okkur til Norge næsta vor og taka þátt í ævintýrinu sem Alexander Rybak færði þjóð sinni daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna. Það verður gaman að koma á gamlar heimaslóðir.
Að komast í sveitina var yndislegt. Ég og litla skrudda vorum á ferðinni allan daginn og stundum langt fram á kvöld að sinna búskapnum ásamt fleirum.
Stjarnan mín skilaði tveimur skrautlegum afkvæmum okkur til mikillar ánægju.Hún þurfti reyndar smáhjálp en ég hafði auðvitað bara gaman að því .
Skrudda litla var ótrúlega dugleg og áhugasöm þrátt fyrir ungan aldur og vildi alltaf með mér í fjárhúsin.
Um miðjan dag var hún oft orðin svo þreytt að hún sofnaði fram á eldhúsborðið hjá frænda sínum. En allt tekur enda og það gerði þetta sauðburðarfrí líka og Jökuldalurinn var kvaddur með sárum söknuði eins og oft áður.
Góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.