16.1.2009 | 12:28
Á nýju ári.
Góðan og blessaðan daginn.
Hér norðan heiða er allt komið á kaf og snjórinn stirnir fagurlega á trjánum. Ekki laust við að jólaskapið taki sig upp aftur. Ég gæti svosem sótt jólatréð og skutlað því aftur inní stofu því það liggur ennþá hér fyrir utan en læt það að sjálfsögðu ógert .
Ég var að koma úr ræktinni fjórða skiptið í röð þessa vikuna. Já nú á að taka aðeins meira á því en gert var á því gamla en þá fór ég bara þrisvar í viku. Það voru samt ekki sett nein áramótheit þessu tengt enda eru þau sjaldan efnd. Ég get nú ekki annað en glott þegar mér er litið á sjónvarpsskerminn í ræktinni þs VT(vörutorg) er að auglýsa þrekhjól. Þar sést kona á rauðum silkináttfötum skríða framúr rúminu með allt í réttum skorðum (þá meina ég hár og andlitsmálningu) setjast á hjólið góða og svo situr hún þar með bros á vör,hjólandi með hárið uppsett og varalitinn gljáandi og horfir á sjónvarpið.Og svo kostar hjólið varla krónu..... Trúverðugleiki auglýsingaheimsins hrynur samstundis. Ég veit að raunveruleikinn er annar þs ég hamast sveitt og móð og er hvorki í rauðum silkináttfötum né með bros á vör. En mikið andskoti er þetta samt gott.
Ég hnýtti líka á mig gönguskíðin í gær svona rétt til að dusta af þeim rykið. Ég þarf nú ekki að fara nema nokkrar húslengdir til að komast í skíðaspor því Samherji karlinn gaf fjármagn í verkefni sem á að stuðla að heilsusamlegu líferni fólks á krepputímum og þessvegna er nú svo komið að það má finna gönguskíðabraut hér á KA svæðinu. Þetta var vel til fundið .
Semsagt ef þið eruð ekki byrjuð í ræktinni ennþá að þá er bara að kýla á það. Hressir, bætir og kætir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Vá hvað þú ert dugleg kona ég ætti að taka þig til fyrirmyndar.
knús og kveðjur norður í snjóinn
Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.