Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sigurgangan heldur áfram !

Hvers er frekar hægt að óska sér ? Stórsigur, þrenna og aðeins eitt stig í rauðu djöflanna sem nú virðist allur vindur úr Smile


Nær ekki nokkurri átt.

Svona gjörðir ná ekki nokkurri átt. Það eru jú starfsmennirnir sem skapa verðmætin og búa til arðinn. Algjörlega siðlaust ! Svo er bossinn bara að spóka sig útí heimi......
mbl.is Starfsfólk hissa og undrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur orð að norðan

Góðan og blessaðan daginn !

Ég hafði stór áform um að hnýta á mig gönguskíðin í dag en hætti snögglega við þegar suðvestan steita og lágrétt rigning mættu mér í útidyrunum. Síðast þegar ég staulaðist á tunnustöfunum mínum var fimbulkuldi og ég kom heim með grýlukerti útúr nösunum. 

En það er ekki bara vindurinn sem blæs og hvæs þessa dagana. Pólitíkusar landsins láta líka mikið í sér heyra og kosningableðlar streyma inn um bréfalúguna rétt eins og lágrétt regnið. Á þeim má líta fögur orð og áform um betri tíð og blóm í haga. Orð eins og þor, áræðni, endurnýjun og  heiðarleiki dansa fyrir augunum á manni og ekki laust við að manni verði hálf bumbillt ekki síst þar sem þessi orðaflaumur kemur frá hinum einu og sönnu Sjálfstæðismönnum sem stýrðu landinu þegar allt fór á hvolf. Ég get ekki annað séð en að þetta séu sömu aðilar sem raða sér í efstu sætin með nokkrum undantekningum þó. 

Hagfræðingar hafa verið vinsæl stétt frá hruni bankanna og halda áfram  uppteknum hætti í kosningabaráttunni. Ekki veit ég hvort það kemur til með að koma okkur á réttan kjöl aftur en það er líklega betri kostur en dýralækningar í fjármálaráðuneytinu með fullri virðingu fyrir þeirri stétt. Ég ætlaði td að verða dýralæknir þegar ég var lítil og hefði kannski átt að láta þann draum rætast  því þaðan virðast ýmsar leiðir færar sérstaklega ef þú ert nú Sjálfstæðismaður í þokkabót sem ég er reyndar ekki.

En hvar á að setja krossinn í komandi kosningum ? Ég hef ákveðið að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylkingin fái mitt atkvæði þetta árið og tel ekki neina þörf á að útskýra það frekar því það ætti að segja sig sjálftShocking. Framsóknarmaðurinn hefur löngum blundað í mér enda alin upp á Jökuldal þar sem menn voru framsæknir. Flottasta og stærsta jólakortið kom alltaf frá Halldóri Ásgríms og fjölskyldu svo ég tel næsta víst að pabbi hafi kosið X-B Wink. Hann hafði reyndar aldrei hátt um það frekar en aðrir í þá daga þegar meiri leynd hvíldi yfir því hvað hver og einn kaus.

 Vinstri Grænir hafa vaxið ört að mínu mati undanfarið. Ég hef mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og það álit minnkaði ekki eftir að ég horði á Sjálfstætt Fólk s.l sunnudagskvöld en þar var hún gestur Jóns Ársæls Smile. Þessa dagana er því mögulegt að krossinn falli þeim í vil. 

Eigið góðan dag Smile

 

 

 


Í sigurvímu

Orð eru óþörf á svona stundu Smile  Wizard Smile nema ef vera skyldi þessi fjögur: Við rúlluðum yfir þá !!!! LoLLoLLoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steven Gerrard: Glæsilegur sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benites farinn að setja unglingana inná .....

Frábær spilamennska hjá Liverpool og okkar menn á góðri leið í 8 liða úrslitin. 

Svo mæta þeir galvaskir á Old Trafford á laugardaginn. Áfram Liverpool ! 


mbl.is Liverpool burstaði Real Madrid 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur leikur þarna um árið.....

Hérna kemur smá upphitun fyrir kvöldið en þá mætir Liverpool Real Madrid á Anfield í 16 liða úrslitum í Meistarakeppni Evrópu.

Þetta var þvílíki leikurinn og taugaspenna frá upphafi til enda. Svo er bara að sjá hvað Liverpool gerir í ár !

 

Áfram Liverpool ! 


Bráðnauðsynleg !

Já það er alveg klárt mál að ég vildi ekki vera án hennar. Hlýtur að hafa verið þvílíka uppfinningin á sínum tíma. Mamma segir mér reglulega sögur af því þegar hún var ung með haug af börnum og þurfti að þvo allt í höndunum. Ég man óljóst eftir þvottabrettunum góðu (sem minnir mig á hratt hækkandi aldur minn....).Já og fyrstu árin þurfti hún að skola úr skítableyjunum út í læk. Ég held að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hverslags lúxuslífi við lifum núna . 
mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heia Norge !

Norskur húmor getur verið glettilega skemmtilegur. Þetta veit ég eftir 6 ára dvöl mína í gömlu góðu Osló. Norskir sjónvarpsþættir voru tíðir á skjánum og má þar nefna einn  sem kallaðist Team Antonsen sem er norskur skemmtiþáttur með grínistunum Bård Tufte Johansen, Harald Eia, Kristopher Schau og Atle Antonsen. Fann brot úr þætti þeirra á You tube í gær og ætla að leyfa ykkur að njóta með mér í þeirri von að minn húmor sé á svipuðu plani og ykkar. Svona til að skýra þetta aðeins út að þá er galdurinn sá að þáttastjórnandinn eða sá sem tekur viðtalið við Bertinu Zetlitz sem er fræg norsk tónlistakona, á að halda andlitinu sama á hverju gengur....Wink

.

Nú svo býð ég norskan seðlabankastjóra hjartanlega velkomin til Íslands. Vonandi tekst honum að koma á friði í fjármálaheiminum okkarSmile


Böl eða blessun ?

Ég hefði vel getað lifað án hans og vona heitt og innilega að sala hans verði ekki leyfð í matvöruverslunum. Nóg er nú af drykkjuvandamálunum samtErrm . Amen.
mbl.is Tveir áratugir með bjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

248 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband