Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Okkur er margt til lista lagt.....

Kvenkynið er jú þekkt fyrir að geta aðhafst margt á sama augnablikinu. Eitthvað sem gleymdist að úthluta karlpeningnum.....Wink. En þarna fórum við kannski aðeins yfir strikið.....Tounge

Eigið gott sunnudagskvöld Smile


mbl.is Ók bíl, gaf barni brjóst og talaði í síma á meðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lausnin ???

Mætti ekki prófa eitthvað svona til að bjarga okkur úr fjármálakreppunni ? Guðirnir hljóta að hafa skilning á því ! Spurning hvort að þetta yrði ekki áhrifameira án lendaskýlanna ???Smile
mbl.is Berrassaðir karlar ærslast í drullubaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er yndislegt

Já lífið er sko yndislegt og það var gott að fara á fætur í morgun eftir sigur Liverpool í gærkveldi sem var sannfærandi. Real Madrid náðu sér ekki á strik. Nú þurfa þeir að raða inn mörkum á Anfield ef þeir ætla að vinna þetta upp.Áfram LiverpoolSmile .
mbl.is Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir syngja á öskudaginn.

Öskudagurinn rann upp bjartur (fyrir utan smá él ) og fagur (alltaf fagurt á öskudaginn).

Öskudagsgengið mitt (heimasætan ásamt tveimur góðum vinkonum)var mætt í hús uppúr klukkan sjö til undirbúnings.

Í gær var reyndar mikið uppnám á heimilinu því eitt trúðsnefið gufaði upp og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Það voru því góð ráð dýr og á sjötta tímanum í gær fór mamma gamla á stúfana til að fjárfesta í nýju nefi. En það var sama hvað búðin hét,allsstaðar voru rauðnefin uppseld. Þá var tekið það ráð að hringja í vini og kunningja og kanna trúðsnefjalager þeirra. Seint og síðar meir eftir að hálfur bærinn hafði verið á hvolfi við  að leita kom svo símtalið sem beðið hafði verið eftir.....Það fannst trúðsnef í næstu götu. Öskudeginum var reddað og trúðarnir litlu gátu tekið gleði sína á nýSmile.

Í býtið í morgun var síðan lagt af stað í söngferðalag um bæinn í gervi Síamstrúða. 

IMG_5534

 

 

Stefnan var fyrst sett á flugvöllinn, síðan á sjúkrahúsið, þá var Eyrin skönnuð og svo miðbærinn. Eftir góða útiveru með kuldabola var bankað uppá á Glerártorgi en þar fór fram söng og búningakeppni. Trúðarnir tróðu að sjálfsögðu upp og viti menn þeir rúlluðu þessu upp og unnu fyrstu verðlaun í búningakeppninni hjá hópunum. Glæsilegt það Smile

 

 

Hlýtt Glerártorg var kvatt með virktum og  medalíu um hálsinn og stefnan tekin á sjálfa Brekkuna því enn átti eftir að heimsækja nokkra góða staði. Að því loknu var ákveðið að seðja sárasta hungrið og bjóða trúðunum glæsilegu á Subway. Þá var dagurinn langt kominn, nammitaskan orðin troðin og trúðarnir þrír orðnir meira en sáttir við afrek dagsins.

Þá var bara eftir að skipta góssinu og það er nú eins gott að skipta jafnt á milli þegar síamstrúðar eiga í hlut. 

                                                                 

IMG_5525

 

Litla skrudda slóst í hópinn um hádegið en þá hafði hún slegið köttinn úr tunnunni með félögum sínum á leikskólanum.

 


Fróðleiksmoli um öskudaginn

Svo segir á Vísindavefnum:

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars .

Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndur. Annarsstaðar þekkist að ösku sé smurt á enni kirkjugesta. Eins og lesa má á mörgum stöðum í Biblíunni, táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti.

Langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og dreifing ösku yfir söfnuðinn minnir hann á forgengileikann og hreinsar hann um leið af syndum.Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Þar má sjá að dagurinn gegnir sama hlutverki hér og í öðrum katólskum sið í Evrópu, hann er dagur iðrunar fyrir gjörðar syndir.

Langafasta átti að vera tími íhugunar og góðrar breytni, auk föstunnar að sjálfsögðu, sem á Íslandi takmarkaðist yfirleitt við kjötmeti en gat einnig náð til fiskvöru og mjólkurafurða. Ef langt var gengið hljóðaði mataræðið upp á vatn og brauð.Í Evrópu tíðkuðust, og tíðkast enn þar og víða í heiminum, sérstakar kjötkveðjuhátíðir síðustu dagana fyrir lönguföstu, miklar útihátíðir og skemmtanir. Föstuinngangur fer saman við vorkomu í suðlægari löndum og þar hafa heiðin hátíðahöld örugglega haft áhrif sem síðan hafa borist til norðlægari landa.

Dagarnir fyrir upphaf föstu voru líka hefðbundnir uppgjörsdagar skatta víða í Evrópu, sem gjarnan voru greiddir í búfénaði og matvælum. Hjá aðalsmönnum hefur því verið til ógrynni matar á þessum tíma sem helst þurfti að nýta sem fyrst vegna bágra aðstæðna til matvælageymslu. Heldra fólk gerði því vel við sig í mat á þessum tíma, og kirkjunnar menn og aðrar stéttir létu sitt ekki eftir liggja.

Strjálbýli og veðurfar hafa að öllum líkindum komið í veg fyrir að útihátíðahöld næðu fótfestu á Íslandi á þessum árstíma en skemmtunin haldist innan veggja heimilanna, búanna. Eins og venjan á sprengidag gefur til kynna, saltkjöt og baunir í mál, hefur eitthvað verið gert til að breyta til í mataræði við upphaf föstu hér á landi. Þó ekki hafi tekist að rekja sögu þessara hefða langt aftur í tímann, má gera ráð fyrir að siðbreytingin hafi haft mikil áhrif á hvernig menn höguðu sér á lönguföstu og við upphaf hennar.

Trúarleiðtogar mótmælenda lögðu minni áherslu á föstuna sjálfa og töldu hana koma illa við vinnusemi fólks sem var mikilvæg í augum þeirra. En jafn illa var þeim við kjötkveðjuhátíðarnar miklu, sem stóðu kannski í marga daga og gerðu fólk óvinnufært í fleiri daga á eftir.Þótt hátíðleiki öskudagsins hafi minnkað og jafnvel horfið hér á landi við siðbreytinguna hélt fólk áfram að gera sér glaðan dag síðustu dagana fyrir lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag og öskudag.

Athyglisvert er að bolludagur (sem væntanlega fékk ekki nafnið fyrr en snemma á 20. öld) og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Lengi vel var mánudagurinn í 7. viku fyrir páska hefðbundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að “marséra” í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni, seint á 19. öld. Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að “marséra” og slá köttinn úr tunnunni datt þó víðast hvar uppfyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri og hefur þaðan breiðst út á ný.

Önnur venja hefur flust frá öskudegi til bolludags en það eru flengingar með vendi. Eins og áður var minnst á var ösku dreift með einhvers konar vendi í kirkjum á öskudag í katólskum sið og guðhræddir menn flengdu sjálfa sig með vendi í iðrunarskyni. Við siðbreytinguna fluttust flengingarnar yfir á aðra sem skemmtun og börn tóku þær að sér á bolludaginn hér á Íslandi.Ein er sú hefð tengd öskudeginum sem ekki finnst annars staðar en á Íslandi, en það er sú venja að hengja öskupoka á fólk. Kannski má rekja upphaf þess til katólskunnar og krafts öskunnar sem gjarnan var mögnuð með heilögu vatni. Sóttu menn í að taka ösku með sér heim úr kirkjum til að blessa heimilið. Þessi pokasiður þekkist á Íslandi allt frá miðri 18. öld, mögulegt er að heimild öld eldri greini frá sama sið. Hér skiptist pokasiðurinn lengi vel í tvennt eftir kynjum: konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur. Líklegt er að ólík kynjahlutverk og aðgengi að hlutum hafi þar skipt máli, en lykilatriði hjá báðum kynjum var að koma pokunum fyrir svo að fórnarlambið tæki ekki eftir því.

Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Starfsmenn Vísindavefsins muna eftir úr sínu ungdæmi (sem ekki var fyrir svo löngu síðan!) að enn tíðkaðist að hengja öskupoka á fólk og þá var kynjaskiptingin horfin. Tilgáta Vísindavefsins er að breytingar á framleiðslu títuprjóna úti í heimi, svo þeir beygðust ekki jafn auðveldlega, hafi haft varanleg áhrif á pokasiðinn á Íslandi. 

 

Síamsþríburarnir

Góð ferð að baki

Góðan og blessaðan, nokkuð kaldan hér norðan Alpafjalla.

Jæja þá er margumtöluð Mývatnsferð að baki og eftir sitja hlýjar minningarHappy. Ferðin var í allastaði velheppnuð og veðurguðirnir voru okkur meira að segja hliðhollir. Mývatnssveit er náttúrulega bara ein náttúruperla sama hvert litið er. Sel hótel við Skútustaði er líka sannarlega gististaður sem hægt er að mæla með. Snyrtilegt, góður matur og vinsamlegur starfskraftur. Af afþreyjingu er nóg í boði jafnt úti sem inni. Laugardagurinn hófst með hressandi skíðagöngu á sjálfu Mývatni, þá var Fuglasafnið í Neslöndum heimsótt en það er einkar skemmtilegt og fræðandi safn, það eina sinnar tegundar á landinu sem er í einkaeign. Karlpeningurinn fékk síðan útrás á vélsleðum áður en leiðin lá í Bláa lónið. Það er náttúrulega bara snilld og gaman að sjá hve vel það gengur árið um kring. Laugardagskveldinu var síðan eytt á Selhóteli í góðum félagsskap vina, ljúfengra veitinga og tónlistar. Yndislegt líf og batteríin fullhlaðin að nýju.

Eigið góðan dag Smile.

 


Súrt....

Þetta var súrt. Okkar menn áttu svo sannarlega  nokkur flott  færi  í fyrri hálfleik og það var kraftur í þeim rauðklæddu. Í seinni hálfleik ákváðu Púlarar hinsvegar að fara í lang og gott "sumarfrí" og komu ekki úr því fyrr en 10 mínútum fyrir leikslok þegar Kuyt kom boltanum í netið. Það var mikið reynt síðustu mínúturnar en án árangurs. Gerrards og Alonso var sárt saknað. Nú verður þetta auðvelt fyrir United og spennan nánast dottin niður, allavega um fyrsta sætið. Dapurt. Svo nálgsat Chelsea okkar menn hraðbyri en þeir eru aðeins þremur stigum á Liverpool.

En það styttist í að Meistaradeildin hefjist aftur eftir langt hlé og þar eru miklar eftirvæntingar gerðar til  Liverpool á mínu heimili en þeir mæta Real Madrid nú eftir örfáa daga. Krossum fingur og vonum að fyrirliðinn verði orðinn sprækur þá Smile.


mbl.is Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri dagurinn á morgun....

Jæja á morgun er stóri dagurinn en þá mun ég og minn heittelskaði ásamt góðum hóp fólks taka stefnuna í Mývatnssveit. Ég var inná á heimasíðu Sels hótels þar sem meiningin er að njóta helgarinnar og þar er auðvitað dagskrá í boði vegna konudagsins. Boðið verður upp á ljúffenga 3ja rétta kvöldmáltíð og leiksýningu sem  ber nafnið Upprisa holdsins.is. Titill verksins gefur til kynna að um áhugaverða sýningu sé að ræðaWink. Á eftir er síðan hægt að svífa í dans undir ljúfum tónum Kidda nokkurs Halldórs. Á sjálfan konudaginn er boðið uppá kaffihlaðborð í Seli og síðan er frítt fyrir konur í Bláa lónið. Hljómar vel. Þetta verður semsagt mikil áthelgi og kaloríufjöldinn fer sjálfsagt í fleiri þúsund yfir daginn nema við bókum okkur í Detoxið hjá Jónínu Ben. Þar borgar maður 140 þúsund fyrir 2 vikur fyrir 500 kaloría fæði á dag  (sjá Detox.is)og því litla sem étið er er skolað burt með  stólpípunni góðu W00tog maður borgar meira segja aukalega fyrir það..... Nei hingað og ekki lengra. Ég held mig við þriggja rétta máltíðina og kaffihlaðborðið.........Wink.

Eigið góðan dag. 

 


Nýtt að norðan

Gott kvöld !

Enn einn gullfallegur dagur að kveldi kominn. Fjallahringurinn okkar var engu líkur hér í dag Smile.

Enn er talið niður fyrir Tantrahelgi við MývatnInLove. Eftir að upp komst um kaloríusnautt fæði Jónínu Ben en dagskammturinn er uppá heilar 500 kaloríur sem hlýtur að flokkast undir svelti Sick(venjulegur kaloríufjöldi er 2000-2500 kal per dag) var snögglega ákveðið að vera í fullu fæði á hótel Seli. Allar pípur voru líka góðfúslega afþakkaðar..... Nefndin er á fundi núna og á ég von á að dagskráin verði negld niður . Gönguskíði, snjósleðaferð, fuglasafnskoðun, Bláa lónið, leiksýning og ball eru líklega  hluti af dagskránniWizard.  En meira um það síðar.....

Lífshlaupið alræmda er nú í algleymingi hér norðan heiða sem annarsstaðar. Gjörgæsla FSA tekur að sjálfsögðu þátt í leiknum og státar af þremur 10 manna liðum sem hlýtur að teljast gott því starfsfólk er á bilinu 30-40 manns. Nokkur samkeppni hefur myndast á milli liðanna og allir leggja sig í líma að safna mínútum fyrir sitt lið. Mitt lið sem heitir Dreamteam stóð þokkalega að vígi við síðustu talningu en Gjörgæslugæsirnar voru þó enn í forystu. Þorraþrælarnir komu líka sterkir inn. Heyrst hefur að fólk leggi ýmislegt í sölurnar í söfnun mínútna og æfi allt uppí þrisvar á dag. Þá veit ég um eina sem er á leiðinni í Vasagönguna í Svíþjóð og bara sú ganga (50-100 km) getur gefið mörg hundruð mínútur fyrir liðið. Verst að hún er ekki í Draumaliðinu mínu......Wink.

Bærinn skalf í gærmorgun þegar íbúðarhús fullt af gaskútum varð alelda  og þak og veggir færðust úr stað . Maður og hundur slösuðust mjög alvarlega. Reykkafarar og aðrir slökkviliðsmenn lögðu sig í hættu á slysstað vegna sprengihættu. Og nú þykir uppvíst hver stal öllum gaskútunum sem hurfu á dögunum.

Heilbrigiðisráðherra "sker meira upp "þessa dagana en niður. Ekki veit ég hvar sparnaðarhnífurinn lendir að lokum en það er nokkuð ljóst að einhvers staðar mun hann lenda. Það nýjasta sem ég heyrði var launajöfnun meðal heilbrigðisstarfsmanna hvað svo sem í því felst. Einnig talar nýi ráðherrann um að spara um milljarð í lyfjainnkaupum. Ef það er hægt því í ósköpum var þá ekki löngu búið að gera það ??? Heilbrigðiskerfið hefur jú verið í bullandi mínusrekstri síðustu ár. Ef ég man rétt átti hluti af söluandvirði Landssímans að renna í nýtt hátæknisjúkrahús.... Hvar ætli þeir peningar séu núna ??? Það lyktaði óneitanlega af kosningabaráttu þegar Önugur nei ég meina Ögmundur lagði niður innritunargjald sem Gulli hafði nýverið sett á og ekki minnkar ilmurinn af kosningabaráttu nú þegar rætt er um að Sankti Jósefsspítali fái að halda sinni starfsemi óbreyttri. Það verður  sannarlega fróðlegt að sjá hvar á t.d að spara 3 milljarða fyrir Landspítala Háskóla sjúkrahús án þess að skerða þjónustu og án þess að seilast í buddu hins óbreytta borgaraWoundering.

Nú er verið að veita íslensku tónlistaverðlaunin í beinni á ríkissjónvarpinu. Sigurrós eru sigurstranglegir í mörgum flokkum. Lag þeirra Inní mér syngur vitleysingur var tilnefnt  til Lag ársins.

Það var hinsvegar þetta lag sem vann þann titil.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

248 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband