Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.2.2008 | 12:42
Til hamingju Ísland,við kusum rétt
Club sýndi á sviðinu í gær hefði ekki komið okkur lönd né strönd







22.2.2008 | 23:56
Vöðvabúntin heilla landann
Heil og sæl.
Jæja þá styttist í lokahófið í Laugardagslögunum, kannski kominn tími til ??? Mér heyrist flestir spá vöðvabúntunum í Mercedes Club í hásætið en ég er ekki alveg viss, svei mér þá. Jú þeir eru vissulega vel vaxnir piltarnir (tjái mig ekki um dömuna) og lagið er eftirminnilegt en veit ekki hvernig þetta tekur sig út live á sviðinu í Serbiu. Eurobandið er hinsvegar sviðsöruggara að mínu mati en enska útgáfan af laginu þeirra Fullkomið líf er ekki alveg að gera sig,flottari taktur í upprunalegu útgáfunni. Lagið hennar Fabúlu sem Ragnheiður Gröndal flytur er líka í uppáhaldi á mínu heimili en veit ekki hvort það er Eurovisionlag ?? En svör við þessum áleitnu spurningum fáum við annaðkvöld. Kannski best að gæta orða sinna svo maður særi engan....
Össur þó !!!!
Og viti menn, Villi ætlar bara að halda ótrauður áfram í borgarslagnum verða borgarstjóri líka. Það er nú reyndar svolítið í það ennþá svo kannski verða bara allir búnir að gleyma þessu litla ævintýri sem hann lenti í á dögunum.
Jæja á morgun á að blóta þorra með nánustu ættingjum enda síðasti sjéns, Góan rétt handan við hornið með konudaginn í broddi fylkingar. Þá er að standa sig strákar....Hlakka mikið til að að kýla vömbina af gómsætum þorramat enda er hún hálftóm eftir allt upp og niður standið (Gullfoss og Geysir lýsir þessu líka mjög vel,takk fyrir ábendinguna). Góða helgi "folkens" .
19.2.2008 | 18:53
"Upp og niður veikin"
Góðan og blessaðan daginn.
Öll áform um að blogga daglega runnu út í sandinn vegna þess að ég varð fyrir barðinu á veiki mikilli . Við gárungarnir köllum þetta fyrirbæri stundum"upp og niður veikina" til að sleppa við að nota leiðinleg orð eins og niðurgangur og uppköst. Þetta var þvílíkur skellur að mín lá á sófanum í 2 daga fyrir utan fyrstu 6 klst sem ég eyddi á snyrtingunni. Ekki skal farið út í nánari lýsingar á þessu fyrirbæri af tillitsemi við viðkvæmar sálir
. En það sem mestu máli skiptir er að maður er allur að braggast enda eins gott því aðrir fjölskyldumeðlimir fóru ekki varhluta af þessari veiki og þörfnuðust þjónustu mömmu gömlu. En nóg um það.
Heyrði smell Eurobandsins Fullkomið líf spilað á ensku á Bylgjunni í dag. Lagið sem þá kallast This is my life hljómaði vel en ég held samt að við ættum að halda okkur við íslenskuna. Enskir textar hafa ekki verið að fleyta okkur langt síðustu árin og ekki einusinni komið okkur upp úr forkeppninni. En þetta umrædda lag er auðvitað ekki komið með passann út til Serbiu þó ég telji það nú mjög líklegt en sennilega verður þetta slagur milli Eurobandsins og Mercedes Club. Ég held þó að Regína og Friðrik taki þetta á lokasprettinum þrátt fyrir að Gaz-man í Mercedes Club hafi átt langafa sem samdi Öxar við ána......(já það las ég í Fréttablaðinu í dag). En þetta kemur nú í ljós n.k laugardag og svo er það Serbia 22. og 24. maí. Áfram Ísland....
17.2.2008 | 18:27
Fluguköst og flóin gamla
Góðan sunnudag og vonandi til mikillar sælu.
Þetta er náttúrulega engin frammistaða hjá mér, síðasta færsla orðin 3 daga gömul en nú skal bætt úr því.
Á laugardaginn byrjaði ég daginn á því að fara á flugukastnámskeið. Þetta var síðasti tíminn og þrátt fyrir að ég hafi náð að tímasetja dobbeltrekkið rétt að þá er ég langt í frá útskrifuð í faginu. Nú er bara að drífa sig út með stöngina og æfa sig . Til stendur að fara með hópinn í veiðiferð með vorinu þs við fáum aðstoð frá meistara Pálma Gleðibanka á bakkanum og það getur náttúrulega ekki orðið annað en gaman.
Laugardagskvöldinu var eytt í húsakynnum LA þar sem við sáum Fló á skinni. Frábær sýning og hláturtaugarnar voru kitlaðar til hins ýtrasta. Svo mikið hló maður að það var nánast vandræðalegt þau fáu augnablik sem maður hló ekki eða þannig. Guðjón Davíð Karlsson biskupar fær enn eina fjöðrina í hattinn fyrir frábæran leik . Hattur hans hlýtur að vera orðinn ansi vel fiðraður því alltaf skilar hann frábærum leik sama hvað sýningin heitir. Hallgrímur Ólafs var líka frábær í sínu málhalta hlutverki og Atli idol sem Miroslav. Áfram LA .
Blíðan heldur áfram hér norðan heiða og fátt eftir sem minnir á harða vetur sem geisaði fyrir nokkrum vikum.
Heldur lítið að gerast í þjóðmálunum þessa dagana. Á forsíðu fréttamiðils nokkurs var fjallað um nafnabreytinar Íslendinga en um hundrað Íslendingar skipta um nafn á ári. Ja hérna hér, það er ekkert heilagt orðið. Það er bara að taka upp tólið og hringja í þjóðskrá og borga litlar 4400 kr fyrir greiðann. Skrýtið að heita Guðrún í dag og svo eitthvað allt annað á morgun.
14.2.2008 | 14:53
Ajaxilmur með smá gubbuívafi....
Loksins er tími til að setjast niður til skrifta.Yngsti heimilismeðlimurinn fékk semsagt gubbupest nr 2 á sl 2 vikum . Það þýðir átak í gólfþvottamálum því sú stutta er ekki búin að ná þessu með að láta vaða í klósettskálina þegar gusan kemur enda bara 1 og 1/2 árs í dag. Ég hef því verið óvanalega dugleg með moppuprikið sl 2 daga og húsið ilmar af ajax og gubbuilm. Mæli ekki með mjólk í uppköstum þegar kemur að þrifum.... En í dag er sú stutta hin brattasta og komin út í vagn og sefur vært í góða veðrinu sem er nú skollið á hér fyrir norðan, eins og svo oft áður
.
Eitthvað hljóta öldurnar að vera lægja hjá X-d því það eina sem minnir á sjálfstæðisflokkinn í dag á forsíðu Fréttablaðsins er mynd af Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á bridgemóti . Af svipnum að dæma gæti maður haldið að hann væri að hugsa um ruglið í borgarstórninni sem orðinn er þvílíkur farsi að eins líklegt er að hann fari að skyggja á 100 ára gamla Fló á skinni sem nú er sýnd fyrir fullu húsi hjá LA kvöld eftir kvöld.
Nú í dag er Valentínusardagurinn
. Maðurinn minn talaði um að hann væri meira fyrir unga fólkið svo þá er líklega útséð um að ég fái nokkuð í dag. En það styttist í konudaginn svo það er ennþá sjéns að fá eitthvað....
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu má kannski finna lausn á reykingavanda öldurhúsanna en þar er sagt frá Kaffi Edinborg á ísafirði sem hefur hlaðið snjóhús fyrir reykingafólk . Já snjöll hugmynd svo lengi sem ekki hlánar...
Nú Fréttablaðið bryddar uppá ýmsu í dag. Þar má m.a finna uppskrift af bónorði í 18 liðum sjálfsagt í tilefni dagsins. Það er spurning hvort maður yrði ekki hættur við þegar viðkomandi loksins kæmi sér að efninu. Æi ég er líklega ekki lengur á rómantíska skeiðinu .
Jæja þá þarf ég að fara að mæta á vaktina. Eigið rómantískan dag.
11.2.2008 | 14:20
Biðin mikla...


9.2.2008 | 21:12
Ef ég væri orðin lítil fluga.....
'I dag fór ég á þriðja flugukastnámskeiðið mitt niður í Íþróttahöll Akureyrar. Já það er nú merkilegur þjóðflokkur þessir fluguveiðimenn og nú geri ég semsagt heiðarlega tilraun til að ganga í þennan flokk manna og kvenna. Kennarinn var enginn annar en sjálfur Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður með meiru en honum er semsagt meira til lista lagt en að syngja eins og engill. Þvílík unun að horfa á hann kasta , hefur ekkert fyrir þessu. Vonandi kemur að því að maður leiki þetta eftir en það er að sjálfsögðu æfingin sem skapar meistarann. Verst hvað er erfitt að æfa sig úti á þessum árstíma en vonandi vorar snemma í ár.
Nú er ég semsagt orðin slarkfær í grunnkastinu sjálfu, veltikastið mitt er svona þokkalegt en í dag bættist svo við dobbeltrekkið (norskusletta mikil) sem maður setur inní grunnkastið. Þá fór þetta nú fyrst að verða flókið...Þarna þurfti maður að hugsa um svo marga hluti í einu að meira segja ég af kvenþjóð komin rak í strand. En við getum sagt að ég hafi komist hálfa leið (guði sé lof að það er eitt námskeið eftir ). Skil ekki hvernig karlpeningurinn komst klakklaust í gegnum þetta, sagan segir jú að þeir geti bara hugsað um einn hlut í einu.
Heilræði dagsins: Þolinmæði þrautir vinnur allar.....
9.2.2008 | 21:05
Ef ég væri orðin lítil fluga......
Góðan laugardag.
'I dag fór ég á þriðja flugukastnámskeiðið mitt niður í Íþróttahöll Akureyrar. Já það er nú merkilegur þjóðflokkur þessir fluguveiðimenn og nú geri ég semsagt heiðarlega tilraun til að ganga í þennan flokk manna og kvenna. Kennarinn var enginn annar en sjálfur Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður með meiru en honum er semsagt meira til lista lagt en að syngja eins og engill. Þvílík unun að horfa á hann kasta , hefur ekkert fyrir þessu. Vonandi kemur að því að maður leiki þetta eftir en það er að sjálfsögðu æfingin sem skapar meistarann. Verst hvað er erfitt að æfa sig úti á þessum árstíma en vonandi vorar snemma í ár.
Nú er ég semsagt orðin slarkfær í grunnkastinu sjálfu, veltikastið mitt er svona þokkalegt en í dag bættist svo við dobbeltrekkið (norskusletta mikil) sem maður setur inní grunnkastið. Þá fór þetta nú fyrst að verða flókið...Þarna þurfti maður að hugsa um svo marga hluti í einu að meira segja ég af kvenþjóð komin rak í strand. En við getum sagt að ég hafi komist hálfa leið (guði sé lof að það er eitt námskeið eftir ). Skil ekki hvernig karlpeningurinn komst klakklaust í gegnum þetta, sagan segir jú að þeir geti bara hugsað um einn hlut í einu.
Heilræði dagsins: Þolinmæði þrautir vinnur allar.....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 17:57
Úr öskunni í.......
Góðan og blessaðan daginn.Þá er maður búinn að ná sér eftir ævintýri öskudagsins. Já meðan ég man, þá er áhugavert að lesa um sögu öskudagsins en það má td gera á vísindavefnum eða í bók Árna Björnssonar Saga daganna en öskudagur var upphafsdagur í lönguföstu, miðvikudagurinn í 7.viku fyrir páska. En nóg um það.
Vilhjálmur karlinn heldur áfram að klóra í bakkann og reynir að leiðrétta ýmsan misskilning......æ,æ ,finnst þetta frekar sorglegt alltsaman. Hvað geta íslenskir embættismenn eiginlega gengið langt án þess að segja af sér ???
Nú alþingi setur stefnuna á reykleysi. Þetta verður þó ekki að veruleika fyrr en í júní nk. Ekki veit ég hvað liggur að baki þeirri ákvörðun,"alþingisreykingamenn" hafa líklega þurft einhvern aðlögunartíma og svo verður náttúrulega farið að vora í júní (vonandi) og þá má alltaf skjótast bakvið hús í smók.Nú ef um allt þrýtur geta nikótínfíklar alþingis alltaf bankað upp á Kormáksbar.......
Nú það er varla hægt annað en að minnast á blessað veðrið eða réttara sagt óveðrið en nú gengur hver hvellurinn á fætur öðrum yfir landið. Þá ber að geta þess að veðursæld er hvergi eins og hér á Akureyrinni svo við verðum lítið vör við þessa ókyrrð. Heyrði á tal sunnlenskrar dömu í ræktinni þs hún lýsti yfir að síðan hún flutti hingað "92 hefði hún alddrei upplifað almennilegan byl hér og hér væri alltaf eins veður...Sel það ekki dýrara.....
En enda þetta í dag með því að mynnast á Flóna en hún verður frumsýnd í kvöld hjá LA. Uppselt er á þriðja tug sýninga og mikið var hlegið á generalprufunni í gær. Já blessuð flóin klikkar ekki þó aldargömul sé .
6.2.2008 | 16:19
Allir syngja á öskudaginn....
Það er líklega hvergi eins mikil hefð fyrir öskudeginum og hér á Akureyri og það var engin breyting á því í dag.
Ynsgsti heimilismeðlimurinn virðist hafa skynjað að eitthvað lá í loftinu því hún spýttist úr rekkju sinni (og minni) kl 06:30, eitthvað sem hún gerir guðs blessunarlega ekki á hverjum degi. Eldri dóttirin ásamt 2 vinkonum eru búnar að undirbúa sig fyrir þennan stóra dag lengi. Það þurfti að sauma búning og æfa söngskrána. í ár var gervið síamsþríburar, ef þið hafið ekki heyrt um þá áður að þá er hér með bætt úr því. Allt var klárt í tíma og haldið á stað niður í bæ uppúr kl átta þs stóra sælgætissöfnunin hófst. Gengið var á milli fyrirtækja og á flestum stöðum hlustuðu menn af áhuga. Mesta spennan var þó að fara á sjónvarpsstöðina N4 og syngja í beinni. Þríbbarnir mínir voru svo heppnir að ríða þar á vaðið og sluppu við alla biðröð. En Adam var ekki lengi í paradís því þegar átti að fara horfa á dýrðina (sem er endurtekin reglulega á fyrrnefndri stöð) þegar heim var komið fengum við þær fréttir að það hefði gleymst að ýta á rec takkann. Sorry börnin góð. Það er bara að mæta aftur að ári og vona að ekki gleymist að ýta á neina takka þá. Já enginn er fullkominn, ekki einu sinni sjónvarpsstjörnurnar. En þetta var nú góður dagur samt og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það voru því sælar stúlkur sem komu heim með ca 10 kg af gotteríi og þá er bara eftir að segja gjörið svo vel.
Heilræði dagsins: Muna að bursta tennurnar......
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn