Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þessi fallegi dagur.....

Góðan og blessaðan sunnudag. Já það er víst óhætt að tala um fallegan dag hér á Akureyri því hér skín hækkandi sól í heiði og varpar ljósi á ryklag vetrarins sem víða leynist innanhúss. Tók smáæðiskast með tuskuna áðan og leið mun betur á eftir. Annars er ég búin að vera hálflasin um helgina með hor, hausverk og hellur "bilateralt". Vona bara að þetta slen og fár sé á undanhaldi á heimilinu.

Betri helmingurinn og heimasætan horfin uppí í Hlíðarfjall á vit skíðaævintýra og horfin í hóp þúsund manns sem þar eru víst í dag. Litli skæruliðinn komin út í vagn og sefur á sínu græna og á meðan grípur mamma tækifærið og bloggar aðeins. Unglinginn hef ég ekki séð síðan í gær en hann fór út á lífið með vinum og ætlaði að gista hjá einum þeirra í nótt. Hann var einn af ca 400 sem fylgdu Gettu betur liði MA til Reykjavíkur sl föstudag. Þau stóðu sig með mikilli prýði þrátt fyrir að þau næðu ekki að lyfta hljóðnemanum á loft en það er víst enginn heimsendir eins og einn keppenda í liði MA sagði að lokinni keppniTounge.

Nýr Rúmfatalager opnaði niður á Glerártorgi í gær. Af bíla og fólksfjölda að dæma sem þar var, er varla nokkur kreppa að hrjá landann eða er það kannski merki um kreppu að við flykkjumst í RL magasínið ???? Veit ekki svei mér þá en búðin er snotur, velskipulögð og fyrsti rúllustiginn er risinn hér norðan heiða...Wink .

Bónusmenn voru líka að endurskipuleggja sína verslun á Akureyri sumum viðskiptavinum sínum til mikillar gremju. Í vikulegri ferð minni þangað fyrir nokkrum dögum ríkti hálfgerður glundroði í búðinni því viðskiptavinirnir fundu ekki það sem þeir leituðu að. Akureyringar hafa löngum verið þekktir fyrir íhaldsemi...... Wink. Breytingarnar voru að mér fannst bara til hins betra (en ég er að austan).

Nú Liverpool mætir Arsenal í næstu umferð í Meistaradeildinni. Hvað eigum við að segja um það. Jú það hefði kannski verið betra að mæta Shalke eða Róma en Arsenal hefur nú heldur verið að dala í ensku úrvalsdeildinni ef marka má td leikinn í gær og því held ég að við þurfum ekki að kvíða neinuSmile.

 

Njótið dagsins  

 

 

 


Hor í nös.....

Kvöldið.Jæja slenið heldur áfram og nú er stærstur hluti fjölskyldunnar með hor í nös eins og hálf þjóðin skilst mér. Kvenþjóðin hélt sig því heima í dag og tók sig til og breytti aðeins arkitektúrnum innanhúss. Já slen er ekki alltaf af hinu slæma.....Hillur og kommóður voru fluttar milli herbergja, ýmislegt gamalt dót fékk að fljúga og lesnum og ólesnum bókum var pakkað niðurWink.

Nú Púlararnir unnu glæsilegan sigur á Milanoprinsunum í fyrrakvöld ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum...Maður vorkenndi nú bara Inter , sérstaklega síðustu mínúturnar, þetta var svo vonlaust allt samanPouty.

Enn er þjarmað að hjúkrunarfræðingum á LSH. Í þetta skiptið eru það hjúkrunarfræðingar á skurð,svæfingar og gjörgæslusviði. En þær láta ekki bjóða sér þessa vitlausu og hafa sagt upp. Ég dáist af stöllum mínum og styð þær eindregið í baráttunni. Svo er að sjá hvað hjúkrunarforstjórinn gerir. Hún talar um að mæta uppsögnum þessara hjúkrunarfræðinga með því að ráða erlendan starfskraft, ja verði henni að góðu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur......Pouty

Jæja, það er "þjarmað" að mér úr öllum áttum núna. Best að fara svæfa liðið... Góða nótt Sleeping  

 


Jæja loksins....

Góðan og blessaðan daginn. Loksins gefst tími til að setjast niður og pára aðeins. Var að vinna alla helgina.Enn ein pestin búin að banka uppá og nú er það eldri heimasætan sem er búin að vera veik síðan á sunnudag.Hún hefur stærstar áhyggjur af að hún komist ekki á bekkjarkvöldið sem er á morgun, já það er gott að vera ungur og þurfa ekki að hafa áhyggjur af stærri hlutum Wink. Yngri heimasætan er með hor í nös en ekkert bendir til að hún sé slöpp því ekki hefur hún stoppað eina mínútu í dag frekar en aðra daga. Vildi óska að ég hefði þó ekki væri nema brot af úthaldi hennar....Pouty. Unglingurinn heiðraði mig með nærveru sinni í heilar 3 og hálfa mínútu áðan þegar hann kom úr skólanum til að sækja fótboltatöskuna sína, nóg að gera á þeim vígstöðvum líka. Bóndinn hefur ekki sést síðan í býtið , þar kemur fótbolti líka við sögu. Talandi um fótbolta. Það er stórleikur í meistaradeildinni kl 19:30 en þá mætast Liverpool og Inter. Vá það verður spennandi leikur. Vona bara að Púlararnir geri stóra hluti þetta árið eins og 2005. Nú svo styttist óðum í að minn heittelskaði og fleiri góðir fari í túr til Liverpool að sjá leik Liverpool og Everton sem er núna í lok mars. Oh hvað ég vildi að ég gæti farið líka en einhver verður að gæta bús og barna Crying. Jæja best að elda kvöldmatinn svo allt verði klárt fyrir leikinn..... Heia Liverpool!!!!LoLGrin

 


Komdu og fáðu þér sjortara...... úa.......

Jæja. Það er mikið rætt og ritað um kynlíf þessa dagana. Ætli það sé kuldinn?? Veit ekki... Nú hafa einhverjir spekingar komist að því að ef maður ætlar að leggja stund á þessa iðju verði maður að halda út í amk 3 mínútur en ef við förum yfir 13 mínúturnar fari okkur konunum að leiðastPouty . Gengur undir nafninu sjortari. Það er komin út bók um þetta fyrirbæri er nefnist: Sjortarar, kynlíf fyrir önnum kafið fólk. Jæja, hvað varð um forleikinn og allt það sem skipti svo miklu máli hér áður fyrr Woundering ???Nú svo er það bandarísk könnun sem leiddi ljós að karlpeningurinn er örlítið duglegri í húsverkunum en áður . Þar kom einnig fram að húsverkin leiddu til aukningar á kynlífi, strákar er þetta nokkur spurning lengur ???Nú til að setja punktinn yfir i ið í þessu kynlífshjali að þá eru smokkar til ýmissa hluta nytsamlegir þessa dagana. Þeir eru víst farnir að flytja páskaeggin í smokkum svo þau brotni síður....Farið snemma í háttinn í kvöld elskurnar, sjortarinn bíðurHeart ....og munið að setja öryggið á oddinn ekki páskaeggið....Wink .

Tryllt húsmóðurgen og Claptontónleikar

Góðan og blessaðan daginn. Loksins kemst ég í tölvuna en unglingurinn hefur haft hana í láni síðustu daga því tölvan hans klikkaði. Hann hefur reyndar líka fengið afnot af símkortinu mínu því SKOævintýrinu er ekki lokið ennþá. Já hvað gerir maður ekki fyrir þessa grislinga sína, eilífar fórnir.......Pouty Yngsti heimilismeðlimurinn hélt mér líka við efnið í morgun því þegar ég hafði komið mér makindalega fyrir við eldhúsborðið með smurt brauð, kaffibolla og blöð dagsins fékk sú litla svo hressilegt hóstakast að hún skilaði morgunmatnum sínum yfir minn og allt sem á eldhúsborðinu var. Þar með fóru húsmóðurgenin á fljúgandi fart og íbúðin var þrifin hátt og lágt og sængur og koddar var hent út í norðannepjuna til viðrunar. Blaðalestur fékk því að bíða betri tíma.

Það reddaði hinsvegar deginum að við hjónakornin bókuðum miða á tónleikana með Clapton þann 08.08.08. Flott dagsetning á mjög sennilega ógleymanlegum tónleikumSmile.

 


Punga- og greddutal....

Góðan daginn. Ég get nú bara ekki orða bundist yfir þessu punga- og greddutali í þættinum Bandið hans Bubba Errm. Hef horft á alla þættina og í tveim síðustu hefur punga og greddu borið allt of oft á góma." Þú átt að syngja þetta af meiri greddu "eða "vá ég fékk nú bara í punginn þegar ég hlustaði á þig". Er þetta leit af söngvara í Bandið hans Bubba eða "millifótaorðsambandakeppnin" mikla. Ég held að dómararnir hljóti að geta fundið uppá á öðrum orðasamböndum þegar þeir gefa keppendum einkunn fyrir söng sinn.

preview

 

Annars eru þetta ágætir þættir og frambærilegir söngvarar. Eyþór Ingi ber þó af og hlýtur að ná langt. Bubbi kom öllum á óvart í gær og sendi tvo keppendur heim þrátt fyrir mótmæli meðdómara sinna en þeim fannst Siggi Lauf eiga að fá annan sjéns. 

 

 

Rakst á forvitnilega forsíðufyrirsögn í Blaðinu í dag og á hún vel við í þessu punga og greddutali en hún var þessi: Bannað að toga í tólin. Fréttin kemur frá Ítalíu og þar þurfa menn framvegis að fara varlega að grípa í kynfæri sín á almannafæri þs dómur er fallinn í einu slíku máli. Er því talið æskilegt að karlmenn séu í einrúmi ef þeir þurfa að hagræða þessu þarna milli fótannaBlush. En nóg af svona tali.

Nú það heldur áfram að kyngja niður snjónum hér norðan heiða og sjálfsagt margir sem hafa spennt á sig skíðin í dagHappy.

Hlaupársdagur rann sitt skeið í gær og því löng bið eftir þeim næsta.Vonandi nutuð þið dagsins Wink.  


Full mounty

Munið þið eftir þessari mynd ? Hún var nú alveg frábær. Ástæðan fyrir því að ég dreg fram þetta myndskeið úr Full mounty er sú að unglingnum mínum bauðst óvænt launað verkefni þegar hann kom heim  úr Kanaríferðinni. Hann og nokkrir vinir hans fækkuðu klæðum á kvennakvöldi í skólanum þeirra að hætti piltanna í Full mounty. Það skal þó tekið fram að þeir köstuðu ekki hattinum eins og þeir gerðu í myndinni góðu. Mamma gamla er því bara nokkuð róleg yfir þessu og ekki veitti piltinum af að drýgja tekjurnar eftir SKO ævintýrið á Kanarí Blush.

Annars nokkuð tíðindalaust af Norðurlandinum. Hér er aftur komið vetrarríki og blússandi skíðafæri.

Nú Eurovisionlagið okkar virðist fá misjafna dóma í Eurovisionheiminum. En það má taka fram að góðir dómar hafa ekki hjálpað okkur undanfarin ár. Mér finnst lagið bara betra eftir því sem ég hlusta oftar á það og er það góðs viti tel ég Woundering .

Læt staðar numið í bili. Góða helgi Smile

 

 

 

 


Sko. Tala meira ,borga minna eða var það öfugt......

Unglingurinn á heimilinu brá sér út í heim með föðurfólkinu sínu fyrir viku og það var voða gaman. Hann kom heim í dag brúnn, sællegur og stórskuldugur. Stærsta skuldin var hjá SKO. Sko það var nefnilega þannig að SKO hringdi í piltinn og gerði samning við hann hér um daginn. Skv reglum þeirra mega þeir ekki gera samninga við aðila yngri en 18.ára, unglingurinn minn er nýorðinn 17,úbs smámistök sko.....Blush Síðan fer unglingurinn með símann sinn (sem reyndar var nýr) út í heim og kemst að því að þar kemst hann í samband við umheiminn án nokkurra vandkvæða. Kemst þó fljótlega að því að það kostar að tala í síma í útlöndum(það stendur líka á heimasíðu SKO og þeir benda meira að segja á nokkrar sparnaðarleiðir). Svo verður hann fyrir þeirri skemmtilegu uppákomu að símanum hans er stolið og hann uppgötvar það ekki fyrr en nokkrum tímum síðar og lætur þá loka símanúmerinu. En á þessum ca 6 tímum hafði "finnandi" símans þeas þjófurinnBandit  náð að hringja út um allan heim og reikningurinn hjá unglingnum endaði í mínus 33.000 kr hjá SKO án þess að nokkur inneign væri fyrir þessu. Ok það stendur líka á heimasíðu SKO að fyrirframgreiðslu á síma sé ekki krafist þegar maður er staddur í útlöndum þó maður sé bara með venjulegt GSM frelsi. Hvað er í gangi, heimur versnandi fer. Því í andskotanum er ekkik gripið inn í fyrr ?Ég á sko eftir að ræða þetta betur við þá félaga í SKO en varð að hella aðeins úr skálum reiði minnar Angry Angry  áður en ég leggðist á koddannSleeping . Sko.Tala meira, borga meira eða hvernig var þetta nú aftur. Guð hvað þetta var pirrandi dagur Angry .

Í upphafi Góu gömlu

Í upphafi Góu er gaman að skyggnast aftur í fortíðina.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu: Góa er fimmti mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar, eða 18. til 24. febrúar. Fyrsti dagur góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur þorra var dagur húsbóndans. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll.Á síðari tímum hefur komist á sú hefð sums staðar á landinu að halda góugleði í tengslum við góu, á sama hátt og þorrablót í tengslum við Þorra. Uppruna góu og þorrans er að finna í Orkneyingasögu. Einnig er fjallað um persónurnar Þorra konung og Gói dóttur hans í Frá Fornjóti ok hans ættmönnum í Fornaldarsögum Norðurlanda.

Á Hriflu.is segir svo:

Gói eða góa eru þekkt úr mörgum gömlum heimildum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögum og er dóttir Þorra. Menn áttu að fagna góu á sambærilegan hátt og Þorra. Góa var dagur húsfreyjunnar. Húsfreyjur áttu að fagna góu á líkan hátt og bændur fögnuðu Þorra. Þær áttu að fara fyrstar á fætur fyrsta góumorgun og fara fáklæddar út á hlað. Svo áttu þær að ganga þrisvar sinnum í kringum bæinn og segja: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu inn í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn.Fyrsta góudag áttu húsfreyjur að halda heimboð fyrir nágrannakonur sínar. Ungir menn áttu að fagna einmánuði og ungar stúlkur hörpu á sama hátt. Talið er að þessi siður að fagna þorra, góu, einmánuði og hörpu séu leifar fornra blóta. Sums staðar á landinu voru góu gefnar gjafir til þess að milda hana og fá gott veður. Oft var það rauð ull eða ullarlagð sem átti að tryggja auða jörð og engan snjó. Upphaf góu er nú kallað konudagurinn og gefa eiginmenn konum sínum oft gjafir á konudegi. Var því trúað að ef góa byrjaði með votu og stormasömu veðri þá yrði sumarið gott.Þorri og Góa grálynd hjú gátu son og dóttur eina Einmánuð sem bætti bú og blíða Hörpu að sjá og reyna.

 


Draumfarir á konudaginn...

Rakst á mjög áhugaverða frétt á mbl.is þs kemur fram skv erlendri könnun að konur hugsa að meðaltali 34 sinnum um kynlíf á vinnustað á 8 tíma vinnudegi. Vá þeim hlýtur að leiðast eitthvað í vinnunni.....nei segi svona, vinnustaðurinn minn þeas gjörgæslan er hæpinn vinnustaður fyrir svona hugsanir held ég. Nú það kom ennfremur fram í þessari umfjöllun að um 53 % kvenna væru skotnar í karlpeningnum sem þær vinna með, jamm ég kynntist nú reyndar mínum heittelskaðaInLove á sjúkrahúsinu svo kannski fell ég undir þessi 53 prósent. En rúsínan í pysluendanum var kannski sú  að 40 % kvenna hugsaði um einhvern annan karlmann á meðan þær nutu ásta með spúsa sínumGasp,þær hljóta nú bara að vera verulega illa giftar blessaðar.....Sel það ekki dýrara en ég keypti það og ekki veit ég um réttmæti þessar könnunar en úrtakið var 1000 konur. Fannst þetta vel við hæfi þs konudagurinn er nú í dag Smile.

ps: Búin að fá blómvönd, konfekt og rauðvín í tilefni dagsins, minn klikkar ekki á því.....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband