Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gott framtak hjúkrunarfræðingar

Heil og sæl.Heyrði á öldum ljósvakans í morgun að ungir hjúkrunarfræðingar væru að vekja athygli á lágum launum sínum og finnst mér þetta gott framtak hjá starfsystrum mínum. Ég er reyndar ekki ungur hjúkrunarfræðingur lengur en launin hafa ekki hækkað neitt sérstaklega þó árin hafi færst yfir en þau eru orðin um 20 í starfi. Það er heldur ekki námshvetjandi að fá um 6000 kr launahækkun fyrir 2ja ára sérnám að loknu hjúkrunarnámi, en þetta lagði maður nú á sig samt, auðvitað af áhuga einumsaman.En það er vonandi á Gulli verði skilingsríkur og taki málið í sínar hendur þegar honum verða afhentir launaseðlar sem hjúkrunarfræðingar eru að safna saman í dag og ætla síðan að afhenda heilbrigðisráðherranum.Joyful  Ps hjúkrunarfræðingar  þið getið fengið alla mína launaseðla 20 ár aftur í tímann ef það hjálpar eitthvað.....

Svo er það reykingabannið blessaða. Hvaða grín er þetta eiginlega ??? Af hverju eru menn farnir að reykja á sumum krám á nýjan leik ???? Á ekki að fara að lögum ? Nei,nei liðið segir bara að þetta séu ómöguleg lög og þá er bara allt í lagi að brjóta þau..... Hvað verður það næst ????Shocking  Ég bjó í Noregi þegar reykingabannið var sett þar. Menn máluðu skrattann á vegginn fyrir bannið og héldu að þetta yrði gjörsamlega vonlaust en viti menn svo gekk þetta bara eins og í sögu og aðsókn á þessa staði varð meiri en áður. Kannski við ættum að fá uppskriftina hjá frændum vorum Norðmönnum að farsælu reykingabanni....

Jæja en það er loksins skollin á uppstytta hér norðan heiða og um að gera að skella sér út í góðan göngutúr.

 Munið líka eftir smáfuglunum, þeir eru sársvangirFrown 

 

 


Bolla,bolla....

Góðan og blessaðan daginn. 

Jæja þá er maður búinn að fara í ræktina og brenna bollunum fimm (eða voru þær sex) sem voru  innbyrgðar um helgina. Við tökum orðið svo mikið forskot á sæluna hvað marga hluti varðar. Nú er td bolludagurinn loksins runninn upp og þá eru allir búnir að fá uppí kok af rjómabollum Shocking. Kannski endar þetta með því að við verðum búin að opna alla jólapakkana áður en aðfangadagskvöld rennur upp, nei segi svona.Þess má geta að  ég gerði heiðarlega tilraun til að baka vatnsdeigsbollur. Nú til að gera langa sögu stutta þá mæli ég ekki með að setja heilhveiti í deigið.......Blush. Sem betur fer bauð tengdamamma allri fjölskyldunnií bollukaffi í gær svo tilraunirnar urðu ekki fleiri.. Já það eru hlutir sem jafnvel ég er ekki sköpuð til að gera....W00t

Annars fátt í fréttum úr hjarta Norðurlands í dag. Það er sami bæjarstjórinn við völd og var í gær . Vonandi á það við þarna fyrir sunnan líka.

Það bætir ennþá á snjófargið í bænum og horfir þetta líklega til vandræða ef svona heldur áfram. Vonandi eru til nógir peningar í sjóði bæjarins til að stemma stigu við ófærðinni. En við Akureyringar(veit ekki alveg hvort ég get titlað mig sem slíkan þs ég er bara búin að búa hér síðan 1986) erum hörð af okkur og látum ekki snjóinn slá okkur út af laginu Joyful.

Jæja læt þetta nægja í bili, takið því rólega í bolluátinu í dag ef þið átuð bollur alla helgina eins og undirrituð. Svo er alltaf gott að fara í ræktina sama hvaða dagur er Wink 

 

 


Góður árangur íslenskra íþróttamanna ?

Heyrði á öldum ljósvakans um árangur Rögnu Ingólfs badmintonkonu með meiru en hún hafði gert það gott á móti í Teheran !!!! Teheran ég færi nú ekki þangað þó mér væri borgað vel fyrir það. Allavega eins gott að líftryggingin manns sé í lagi. Ég tengi þennan stað allavega stríði og óeirðum, leiðrétti mig hver sem vill. En til hamingju Ragna, þetta er vonandi þess virði Errm.

Nú aðeins meira af veðri norðan heiða. Í morgun var allt á kafi en nú er bara allt á bólakafi. Stóri jeppinn sat meira að segja fastur um stund hér á bílastæðinu áðan n.b það var sem betur fer húsbóndinn sem sat undir stýri þá. Ef það hefði verið ég hefði þetta flokkast undir "kerling undir stýri"......

En allavega, skíðaáhugamenn hljóta að gleðjast þessa dagana. Hægt að binda á sig skíðin við útidyrnar og halda á stað á vit ævintýranna. Kannski svolítið á fótinn ef menn ætla uppí Hlíðarfjall.....

Takk í bili, verð að halda áfram að elda kvöldmatinn Wink. Ps. Muna að bolla snemma í fyrramálið ! 


Þar kom að því.....

Heil og sæl. Já haldið ykkur nú....Nú er komið að mér að gefa tjáningafrelsinu lausan tauminn.... Nei svo dramatískt verður þetta nú ekki.

Fann til mjög sterkrar löngunar að létta á mér þegar við tókum þátt í EM í handbolta nú í byrjun árs en það fékk lítinn hljómgrunn hjá tæplega 18 mánaða gamalli dóttur minni sem er með orðaforða uppá ca 10 orð . Hin börnin tvö eru í grunn- og framhaldsskóla og í vinaáskrift fram á kvöld svo lítið er á þeim að græða þegar mamma gamla þarf að rausa. Síðast en ekki síst er það minn heittelskaði sem eyðir stærstum hluta sólarhringsins í vinnunni við að bjarga geðheilsu fólks. Nei það var ekki hann sem var í spaugstofunni í gær...... Þegar hann kemur heim úr vinnunni þarf að forgangsraða að ræða brýnni málefni en td hvað við spiluðum arfailla á móti Svíum í EM í handbolta og að Svíagrýlan væri augljóslega sprelllifandi ennþá W00t. En nóg um það, allir hættir að spá í EM í handbolta þs meira að segja Norðmenn komust lengra en við, þeir sem hafa ekki verið inná handboltakortinu síðustu misseri nema ef vera skyldi í kvennhandbolta... nei nú verð ég að hætta að rausa um handbolta. Allavega til hamingju Danmörk !!! Dere spillte dritbra eins og við segjum á góðri norksu....En að allt öðru, hér norðan heiða er allt á kafi (í snjó auðvitað fyrir þá sem ekki þekkja þetta orðatiltæki). Þegar ég hafði safnað kjarki í að opna útidyrahurðina í gær eftir nokkura daga snjóbyl beið mín hálftímavinna í að skafa af jeppanum(því stærri bíll því meiri vinna að skafa og moka af bílnum,þvílík uppgötvun). Þegar bíllinn minn leit loksins dagsins ljós aumkaði ég mig að sjálfsögðu yfir nágranna minn og dróg hann og litla bílinn hans upp úr myndarlegum skafli í innkeyrslunni. Tvímælalaust góðverk dagsins Smile .
IMG_4357

Ath. myndin er tekin skömmu eftir að ég skóf af honum Errm

Jæja þetta gengur ekki, þarf að fara að sinna yngsta fjölskyldumeðlimnum sem skilur enganveginn blogg.is þörf móður sinnar. Verið góð hvort við annað. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

232 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband