Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.4.2008 | 21:55
Sól skein í heiði
Sólin yljaði okkur Norðlendingum sannarlega í dag og það hafa sjálfsagt margir notið útiverunnar uppí fjalli eða niðri í bæ. Húsbóndinn og heimasætan fóru í Fjallið en við litla skrudda mældum göturnar í bænum. Byrjuðum reyndar daginn í Boganum með heimasætunni okkar en Margrét Lára kom að sunnan og sá um fótboltaæfingu dagsins ungum fótboltakonum til mikillar ánægju. Það gafst einnig tími til að fara út með nýju fluguveiðistöngina og æfa nokkur köst ,kannski eins gott því óðum styttist í veiðisumarið.
Ýmislegt bar á góma í fríblöðum dagisns. Bílasalar báru sig illa því salan hjá þeim minnkaði síðustu vikuna, fyrirsögnin var reyndar hrun í bílasölu en í lok fréttarinnar kom þó í ljós að sala nýrra bíla hefði aukist um 14 % fyrstu 3 mánuði ársins. Kannski er þetta merki um kreppu,hver veit . Nú svo eiga bótoxaðdáendur á hættu að heilastarfsemi þeirra skerðist ennfrekar þs bótoxið getur víst borist upp til heilans og líklega skaðað hann. Er ekki bara kominn tími til að leyfa hrukkunum að njóta sín
.
Eigið gott laugardagskvöld
3.4.2008 | 14:35
Húsmóðurþankar
Þriðji dagur aprílmánaðar runninn upp og fátt sem minnir á vorið hér norðan heiða en við erum svo sem vön því.
Fór og fyllti bílinn í gær eins og sannri húsmóður sæmir enda eldneytisafsláttur upp á einar 25 krónur per lítrann, lauslega reiknað að þá hef ég sparað um 1500 kr í gær eða ca 2 sígarettupakka en þar sem ég reykji ekki að þá fór þetta beinustu leið í sparibaukinn.... Í leiðinni kom ég við á horninu hjá Jóhannesi og fyllti körfuna af öllum lífsins nauðsynjum sem kostuðu einar 11 þúsund krónur . Afgreiðslumaðurinn góði tjáði mér að í fyrradag hefði allt verið klikkað en þá þyrptust bæjarbúar í búðina góðu og hömstruðu eins og þeir ættu lífið að leysa fyrir verðhækkunina sem vofir yfir. Ég gat ekki betur séð en að mjólkin væri enn á sama verði.
Í fríblöðum dagsins mátti líta ýmis sparnaðarráð ss ódýrar kássur úr því hinu og þessu sem hefur dagað uppí ísskápnum og fara á bókasafnið í stað þess að vera áskrifendur af hinu og þessu. Margt vitlausara.
Flutningabílstjórar halda áfram að mótmæla eldneytishækkunum . Djöfulsins munur að geta bara setið heima og bloggað meðan að þeir standa í þessum leiðindum. Svo er bara að sjá hvort þeir hafi eitthvað uppúr krafsinu .
Þetta endaði með jafntefli í gær, við Liverpoolarar erum bara sáttir enda mikilvægt að skora mark á útivelli en við tökum þá pottþétt á Anfield á þriðjudaginn næsta en spurning hvort við hvílum okkur ekki bara á laugardaginn og setjum varaliðið inná.......
Eigið góðan dag
2.4.2008 | 18:05
Styttist í leik
Góðan dag. Jæja þá heldur meistaradeildin áfram og nú er komið að okkar mönnum að leggja Arsenal.
Litla skrudda klæddi sig uppá í tilefni dagsins. Áfram Liverpool
1.4.2008 | 09:04
Too good to be true.......
Sauðurinn ég gleypti við frétt um bensínlækkun hjá Skeljungi í dag og hugsaði með mér en frábært hjá þeim. En svo var mér litið á dagatalið. Too Good to be true, fyrsti apríl..... En hver hefur ekki gaman að góðlátlegu gríni og smáökutúr uppí Skeljung við Bústaðaveg....
Liverpoolfarar eru á leið heim eftir góðan túr. Við mæðgur bíðum spenntar eftir gjöfum í rauða og hvíta litnum.
Annars er tíðindalítið hér að norðan. Það var vor í lofti í gær og ég settist út undir húsvegg og sólaði mig í augablik. Í dag hefur kuldaboli aftur bankað uppá og sólböð ekki ínní myndinni.
Ps. munið að plata einhvern í dag....
30.3.2008 | 15:25
Spenna á Anfield
Sit og horfi á grannaslag Liverpool og Everton á Anfield. Torres karlinn búinn að koma okkar mönnum yfir. Minn heittelskaði og vinir hans sitja hinsvegar á Anfield núna og fá þetta allt beint í æð. Hann hringdi áðan og ég fékk að upplifa smá stemmningu á Anfield gegnum símann. Frábært. Ég fer sko með næst. Ekki spurning.Við unglingurinn erum semsagt dálítið spæld yfir að sitja heima en okkar tími mun koma. Á Anfield er glaðasólskin en hér á Akureyri kyngir hinsvegar niður snjónum. En það yljar að horfa á skemmtilegt fótboltalið spila....
You'll never walk alone
When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm,
There's a golden sky,
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Though your dreams be tossed and blown..
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
You'll never walk alone.
29.3.2008 | 21:12
Í fréttum er þetta helst....
Kominn enn einn laugardagurinn...
Enn er tími til að hamstra mjólk gott fólk en þessi hvíti eðaldrykkur hækkar víst ekki í verði fyrr en um mánaðarmót. Nú er gott að eiga auka ísskáp......
Heyrði frá Liverpoolförum í dag. Þeir fóru að horfa á leik í neðri deild en ekki vildi betur til en svo að hann var blásinn af fljótlega vegna mikils vatnsveðurs. Vonum bara að veðurguðirnir verði blíðari á manninn á morgun þegar okkar menn mæta erkióvinunum Everton. Eitthvað voru menn misjafnlega vel á sig komnir í morgun þegar ég smassaði á minn mann og hef ég grun um að austanmenn hafi aðeins skellt í sig í háloftunum og þegar á erlenda grund var komið. Skál kæri litli bróðir en upphaflega er þessi ferð sett á laggirnar sem veðmál þe ef litli bróðir myndi hætta að reykja og halda bindindið í 1 ár yrði honum boðið til Liverpool...og þannig fór það og reykingabindindið stendur enn. Áfram litli bróðir, áfram Liverpool.
Annars tíðindalítið héðan úr hjarta Norðurlands. Það er bölvaður norðanbelgingur og gengur á með hríð. Var að vonast til að geta sett nýju fluguveiðistöngina saman og taka nokkur prufuköst en það bíður betra veðurs. Er búin að sækja um inngöngu í hið fræga Magnveiðifélag en veit ekki hvort þeir þora að hleypa mér í félagsskapinn þs ég er yrði eini meðlimurinn sem ekki væri með ... . Hitt er annað mál að þá fyrst stæði félagið undir nafni þs ég er fiskin með eindæmum....
.
Eigið góða helgi og munið leikinn kl 15 á morgun
27.3.2008 | 13:37
"Súrir mjólkurþambarar"
Fimmtudagurinn 27.mars hefur heilsað landsmönnum með 15 % hækkun á gömlu góðu mjólkinni. Mjólkurbændur þurfa auðvitað að fá meira fyrir snúð sinn (eða mjólk sína réttara sagt)svo við þessu er líklega ekki mikið að segja. Við höldum sjálfsagt áfram að drekka mjólk samt sem áður. Það yrði eitthvað svo tómlegt í ískápnum án hennar og kaffið yrði alveg ódrekkandi .
Páskarnir hafa kvatt og "Nenni níski" hefur endurheimt bæinn sinn. Nóg pláss í skíðabrautunum og sundlauginni og heitu pottarnir hafa endurheimt sinn rétta lit......
'A annan í páskum datt á mig eitt árið enn en ég læt töluna liggja milli hluta. Vaknaði líka með þennan rokna hálsrýg í morgun en ekki veit ég hvort það tengist hækkandi aldri eða ofmönnun í hjónarúminu......nema hvorttvegja sé. Ég gat allavega ekki hreyft hausinn fyrr en eftir 2 verkjastillandi, 2 bólgueyðandi, slatta af voltarenkremi og sjóðandi sturtu . Ný flugustöng og veiðihjól reddaði þó deginum, þökk sé mínum heittelskaða en hann færði mér þessa góðu gjöf er hann kom úr höfuðborginni í gær. Nú verður ekki aftur snúið. Gamla kaststöngin ásamt öllum fylgihlutum verður jarðsungin strax í dag.....
.
Á morgun heldur minn heittelskaði ásamt fríðu föruneyti til Liverpool að sjá leik Liverpool og Everton en þar bítast þeir um 4.sætið og pláss í meistaradeildinni að ári. Verður spennandi leikur og vonandi ferð líka.
Gott í bili, vaktin nálgast, eigið góðan dag .
22.3.2008 | 09:52
Morgunstund gefur gull í mund og stutt er í páska
Góðan og blessaðan daginn enn og aftur. Já hvað jafnast á við að vera kominn á fætur löngu fyrir átta á laugardagsmorgni, þökk sé Stubbaaðdáandanum mínum. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði ég getað verið búin með nokkur sett af húsverkum, en lét skynsemina ráða að þessu sinni og settist niður með kaffibollann og fartölvuna.
Það er þessi blessaða páskahelgi hér sem annarsstaðar. Við hjónakornin bæði á vaktinni svo ekki var möguleiki á að leggjast í ferðalög. Frekar óspennandi að vera hér í þessum annars yndislega bæ vegna fjölda ferðafólks sem fyllir alla staði sem mig langar að skreppa á. Umferðateppa myndaðist td í Hlíðarfjallinu okkar í gær og í sundlauginni var eins og í síldartunnu að sögn heimasætunnar. Skil ekkert í þessu liði að skella sér ekki í Píslargönguna við Mývatn eða hlusta á 6 klst upplestur og söng á Passíusálmum Hallgíms P.Hefði verið meiri páskastemmnig í því....... Nú svo er árlegt vaxtaræktarmót hér í bæ um helgina líka og þá breyta heitu pottarnir um lit og fitubrákin flýtur um, einstaklega spennandi fyrir okkur hin sem ekki maka á okkur brúnkukremum en veljum gamla góða íslenska húðlitinn
. Nei þetta er ekki öfund að minni hálfu.... Skil ekki konur á mínum aldri sem fara í þetta,sérstaklega ekki ef þær eiga dætur á viðkvæmum aldri. Svona er ég nú gamaldags
.
Í miðri þessari bloggfærslu hringdi unglingurinn í mig og bað mig að sækja sig út í þorp en hann var semsagt á leið heim eftir djamm næturinnar. Ég brást fremur skjótt við enda var ræfillinn bara á skyrtunni.... Glætan að ég hefði hringt í mína foreldra á mínum djammárum og beðið þá að pikka mig upp eftir sukk og svínarí ....Maður hefði nú lagt á sig góðan göngutúr en tímarnir breytast og mennirnir með . Ég er meira sveigjanleg þegar kemur að svona hlutum. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég fæ svona upphringingu en vonandi verða þær ekki mikið fleiri. En best að hætta þessu rausi áður en ég slæ gamla, góða Meinhorninu á Rás 2 út.......
Framundan er vakt á gæslunni. Kannski hunskast ég í ræktina áður.
Njótið dagins. Á morgun megum við opna páskaeggin okkar. Æði.... .
19.3.2008 | 14:38
Úr einu í annað...
Góðan og blessaðan daginn, dag hinnar veiku íslensku krónu. Já blessunin heldur áfram að veikjast en fallið var þó hærra í gær. Kannski við ættum að leggja hana á gjörgæslu greyið. Nei sorry þetta er náttúrulega ekkert grín.

Páll Óskar stal senunni á íslensku tónlistaverðlaunahátíðinni í gær. Til hamingju Palli, þú ert langflottastur. Mugison og Björk komust líka á blað , oftar en einu sinni. Heiðursverðlaunin fékk Bítlabæjarkóngurinn Rúni Júl og það þarf auðvitað ekkert að ræða það.
Þessi var tekin á árshátíð sjúkrahússins.......
Nú, ég held að við rúllum Eurovision upp í ár. Ástæðan fyrir því er sú að við fáum ákaflega litla samkeppni. Var að hlusta á lögin sem eru komin í úrslit og þau lög sem eru áheyrileg má telja á fingrum annarrar handar. Það getur þó verið að þau skáni eftir endurtekna áheyrn, veit þó ekki. Hérna er td írska lagið, guð minn góður, þetta slær gulu uppþvottahönskunum út.....
Í gær setti ég loksins saman fluguveiðistöngina og fór út að æfa mig að kasta. Þetta hefur lengi staðið til eftir að ég fór á kastnámskeiðið góða hjá Pálma í vetur. Ég held að þetta hafi bara verið þokkalegt hjá mér, allavega hafa nágrannarnir ekki kvartað ennþá. Minn heittelskaði segir að ég sé svo heilluð af Pálma eftir fyrrnefnt námskeið að nú sé það bara Pálmi í öðru hverju orði ef talað er um veiðiskap.....En ég held að minn og frændur hans allir megi nú fara að passa sig hvað varðar kasttækni.....ég slæ Haffa allavega við.....
.
Læt þetta gott heita í bili. Hafið hemil á ykkur í páskaeggjaátinu .
17.3.2008 | 15:56
Stubbarnir í stuði
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn