Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.4.2008 | 16:37
Hún söng dirrindí,dirrin,dirrindí.........
Góðan daginn. Loksins gefst tími í smá skriftir. Ekki skil ég þessa bloggara sem ná að skrifa margar færslur á dag. Ég kalla mig góða ef ég næ nokkrum á viku ! Jæja en það hafa löngum verið gæðin en ekki magnið sem skipta máli....
Það hefur ýmislegt verið uppá teningnum í vikunni . Menn hafa mótmælt hinu og þessu, lögreglunni til leiða, fjölmiðlum
til gleði. Hægt var að horfa á allt í beinni þeas ef menn höfðu áhuga á því. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess en fannst allt heila klabbið bara frekar kjánalegt og sóun á mínum dýrmæta tíma. Flutningabílstjórar hafa reyndar aldrei haft mína samúð hvorki í þessum mótmælum né út í umferðinni og veit ég ekkert ömurlegra en lenda á eftir þeim út á þjóðveginum landsins. En þeir fengu þjóðina með sér með því að segjast vera að mótmæla eldneytisverði þó svo mótmæli þeirra hafi í raunar snúist um margt annað líka. Af hverju fóru þeir bara ekki í verkfall?? Þá hefðum við allavega fljótt fundið fyrir nauðsyn þeirra í tilveru okkar. En þetta er nú bara mín skoðun
.
Fjölmiðlafólk fór geyst og sumir allt of geyst í að vera fyrstir með fréttirnar. Það er frekar neyðarlegt að tala af sér í beinni sérstaklega þegar menn vita ekki að þeir eru í beinni en viðkomandi hafði allavega manndóm í sér að draga í land og er það nú meira en margur annar hefur gert í öðrum starfsgreinum.
Hart var vegið að sóknarpresti mínum í Akureyrarkirkju. Hef reyndar lítið fylgst með því máli en mín skoðun er sú að menn eigi að blogga undir sínu eigin nafni, annað er ræfilsháttur.
Vorið kom og vorið fór,vonandi er það tímabundið. Lóan er komin og er hún nú líklega eitt af því fáa sem minnir á vorið í dag því hér norðan heiða hefur verið norðangarri með éljum sl 2 daga .Dagarnir á undan voru hinsvegar yndislegir og engrar úlpu þörf.
Þessi helgi hefur farið í að fagna þeim einstaka atburði að á heimasætuna skall 9.árið. Í gær var veisla fyrir fjölskyldu og vini og í dag eru það bekkjarsysturnar sem heiðra hana með nærveru sinni og hlátri og köllum. Svo háma þær að sjálfsögðu í sig kökuna fögru af Cakes.com sem mamma gamla baslaði við....
.Verði ykkur af góðu.
Fergusongengið tapaði í gær, heimilismeðlimum til mikillar gleði. Þetta hleypir mikilli spennu í lokahrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Okkar menn,Y.N.W.A gerðu jafntefli í gær en voru með varaliðið inná. Fræðilegur möguleiki fyrir þá að ná 3.sætinu. Síðan styttist í leiki í meistaradeildinni og það verður hrikaleg spenna. Vonandi verða Chesseamenn þreyttir eftir leikinn gegn M.U
23.4.2008 | 23:04
Fy faen.....
Gott síðasta vetrardagskvöld. Hef verið að reyna finna rétta tóninn á ný eftir svekkelsi gærdagsins. Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um jöfnunarmark Chelsea gegn okkar mönnum Liverpool á 95.mín sem okkar maður John Arne Riise setti inn í okkar eigið net(á fótboltamáli er það kallað sjálfsmark...)
. Fy faen, þvílíkt klúður. Við vorum jú betri nánast allan leikinn en svona er fótboltinn. Mér leið samt strax skár í dag þegar ég frétti að Ronaldo hefði klúðrað víti fyrir M.United , frábært. Stundum er gott að gleðjast yfir óförum annarra allavega í fótboltaheiminum. En það er ekki öll nótt úti enn. Liverpool tekur Chelsea bara á útivelli og vonandi gerir Barcelona það sama gegn piltum Ferguson.
Vetur konungur kveður okkur í kvöld , á dagatalinu allavega. Gleðilegt sumar .
20.4.2008 | 22:34
Nýja myndbandið við This is my live
Þetta myndband er náttúrulega bara snilld !
20.4.2008 | 22:06
Á skíðum skemmti ég mér.......
Gott og blessað kvöldið.
Undur og stórmerki gerðust í heimi vetraríþróttanna í gær þegar Guðrún festi á sig svigskíðin í fyrsta skipti á ævinni og lét sig gossa niður brattar brekkur Hlíðarfjalls. Þetta hefur reyndar staðið til lengi og ég verið undir mikilli pressu frá mínum heittelskaða en Mælivallaþráinn er seigur en sigraði þó ekki í þetta skiptið . Þetta mikla ferli hófst á töfrateppinu með börnum á aldrinum 1-5 ára,í brekku sem var með afar litlum halla í prósentum talið.

Þegar kjarkurinn óx flutti ég mig yfir í svokallaða Hólabraut sem hallar aðeins meira. Eftir óteljandi ferðir niður hana fór stíllinn smásaman batnandi og fyrir rest var ekki umflúið að verða að ósk míns heittelskaða og fara í Fjarkann svokallaða en það er stólalyftan í Hlíðarfjalli sem flytur mann uppí mitt Hlíðarfjall. Ferðin upp gekk bara nokkuð vel að undanskyldu því að lyftan stoppaði í einar 10 mínútur á miðri leið og ég var aðeins of sein að standa uppúr stólnum þegar upp kom og þurfti því að grípa til stökkhæfileikanna sem ég vissi ekki að ég ætti til
. Ég sveif ekki alveg eins tignarlega og norsku skíðahoppararnir og endaði á rassinum, en upp var ég komin...... Ferðin niður gekk hinsvegar bara þokkalega miðað við aldur og fyrri störf og það má telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég stóð ekki í lappirnar. En allavega, ég er hrikalega stolt af sjálfri mér og stefni hátt í heimi skíðaiðkunar hvort sem það verður í þessu jarðlífi eða síðar.....
. Veðrið hér norðan Alpafjalla spillti heldur ekki fyrir: Blankalogn , glaðasólskin og 10 gráður í plús. Yndislegt þó svo sólbruni hafi aðeins gert vart við sig.
Ég segi bara eitt að lokum: Gott fólk, þið sem hafið ekki fest á ykkur svigskíðin gerið það ekki seinna en núna .
Á skíðum skemmti ég mér tra lall lall lall.....niður brekkur fer.......
Dreymi ykkur vel .
17.4.2008 | 21:16
Sól, sól skín á mig....
Heil og sæl á þessu fallega vorkveldi.
Þetta er sannarlega búinn að vera fallegur dagur hér á Akureyri. Ekki ský á himni og blankalogn með um 10 gráðu lofthita sem hlýtur að teljast gott á þessum árstíma.Bærinn rétt að byrja að fara í vorbúninginn og svo lítur maður upp í Hlíðarfjall og nágrenni og sér ekkert nema hreinan og fallegan snjó. Andstæðurnar geta varla verið meiri.
Við mæðgur byrjuðum daginn á því að fara í sund eins og reyndar margir aðrir. Á undan okkur í biðröðinni var full rúta af skítugum túristum sem hafa líklega óvart pantað flugið til Íslands tveim mánuðum of snemma en voru heppnir. Í sundi var hinsvegar yndislegt að vera og húðin tók á sig smá sumarblæ.
Eftir baðinu fylgdi góður göngutúr upp og niður brekkur bæjarins.
Seinnipartinn var stefnan tekin í Keiluna en þar voru á ferð heimasætan og bekkjarsystkini hennar. Þvílík snilld að opna þennan keilusal hér norðan heiða því þetta hefur svo sannarlega hitt í mark og viðskiptin hafa blómstrað. Krakkarnir sýndu takta í að fella keilurnar og svo fengu allir ís á eftir svona til að kæla sig niður.
Það passaði svo vel að tendra grillið eftir vetrardvalann og var yndislegt að finna grillilminn á nýjan leik. Þjóðarréttur Guðna Ágústs rann síðan ljúflega niður.
Það er víst best að njóta þessara yndislegu sólardaga því enginn veit hversu margir þeir verða frekar en fyrri daginn. Gerið því bara það lífsnauðsynlegasta og drífið ykkur svo út í vorið .
Góðar nætur
15.4.2008 | 21:27
Vor í lofti norðan heiða
Já fræðimenn Veðurstofu Íslands klikkuðu ekki á vorspánni frekar en endranær því hér er búin að vera bongóblíða í dag og á morgun gætum við séð tveggja stafa tölu í plús. Frábært eftir frekar snjóþungan vetur.
Það styttist í afmæli heimasætunnar og hún fer daglega á Cakes.com og spáir í kökurnar. Það verður síðan í mínum verkahring að skapa þessar kökur og reyna að láta þær líkjast þessum amerísku.... .
Það styttist líka í árlega ferð okkar mæðgna í sauðburð austur á Jökuldal. Fyrir mig er þetta einn af hápunktum ársins en ég elska sauðfé og sérstaklega á þessum árstíma. Maður ólst náttúrulega uppvið þessar elskur og þekkti þær með nafni og númeri í hundraðavís. Ekki get ég þó státað lengur af þessari fjárgleggni því miður.
Nóg að sinni. Eigið góða vornótt
12.4.2008 | 14:12
Við fyrsta hanagal....
Góðan og blessaðan daginn enn og aftur.
Litla skrudda er enn á þeim aldri að gera ekki greinarmun á helgi og virkum dögum hvað fótaferðatíma snertir. Í þetta skiptið var það mamma gamla sem henni tókst að draga fram úr rúminu þó mygluð væri kl 7:30. En eftir rjúkandi kaffibolla og smáblogg var sú myglaða kominn í gírinn....
Eins og sannri bóndadóttur sæmir er mín búin að taka veðrið og var útkoman nokkuð góð eða eins og pabbi orðar það: meinlætisveður. Veðurstofa Íslands segir ákveðið að vorið komi á þriðjudaginn og vona ég þeirra vegna að þeir standi við stóru orðin. Þetta gæti þýtt tveggjastafa hitatölu í uppundir 2-3 vikur á völdum stöðum á landinu.
Fótboltinn rúllar áfram og framundan er leikur við Blackburn en þá munu Gerrard og Hyppia fá tækifæri að leika sína 300. leiki í ensku deildinni. Geri aðrir betur. Orusturnar við Chelsea í meistaradeildinni eru síðan 22. og 30. apríl. Eins gott að fara safna nöglunum aftur svo maður hafi eitthvað að naga..... .
Svo var það þessi búlgarski sem skipti við vin sinn á konu sinni og geit . Hm veit ekki hvort það segir meira um eiginkonuna og geitina eða eiginmanninn og vin hans.....
Eigið góðan dag
10.4.2008 | 22:57
Dagur að kveldi kominn
Já dagarnir líða hratt. Það verður víst komið sumar áður en maður veit af.
Húsmóðurtaktar gerðu verulega vart við sig í dag og áður en klukkan sló tólf ilmaði húsið af hreinlæti. Af stórhreingerningu lokinni drifum við mæðgur okkur út en litla skrudda elskar að fara út í pollabuxunum sínum og hlaupa og stappa í drullupollunum sem nóg er af þessa dagana. Seinnipart dags drifum við okkur á fimmtudagstónleika Tónlistaskóla Akureyrar þs heimasætan sýndi takta með klarinettið sitt, alltaf svo dugleg þessi elska
. Nokkru áður skutlaði ég unglingnum í helstu fyrirtæki bæjarins en hann var að leita sér að sumarvinnu. Svo er bara að sjá hvort sjarminn hefur virkað.......Mitt í þessari færslu skutlaði ég honum svo til kærustunnar og nema hvað ,ég var stoppuð af löggunni
sem var í reglulegu eftirliti. Ég var aldrei þessu vant skírteinislaus en slapp með skrekkinn í þetta skiptið og blásturstilraun leiddi ekki til sektar heldur
.
Semsagt viðburðaríkur dagur eða þannig.
Jæja M.United komst áfram í meistaradeildinni. Það kemur varla á óvart þar sem þeir hafa verið ótrúlega heppnir með andstæðinga hingað til annað en okkar menn. Svo er bara að sjá hvort Barcelona slær þá ekki út, þessari sigurgöngu hlýtur að ljúka fyrr eða síðar. Við ætlum að sjálfsögðu að leggja Chelsea að velli og mæta galvaskir í úrslitaleikinn.
Jæja það er kominn háttatími fyrir þreyttar húsmæður. Eigið góða nótt
9.4.2008 | 08:43
And you will never walk alone....
Góðan og blessaðan.
Það var óvenju áreynslulaust að fara á fætur í morgun enda öll fjölskyldan í sigurvímu eftir frábæran sigur Liverpool á Arsenal á Anfield í gær. Þvílíkur leikur, þvílíkur sigur , þvílík spenna. Ég var búin að naga allar þær neglur sem líkamsburðir mínir leyfðu mér
. Minn heittelskaði hafði meira segja orð á því hvað ég væri æst og var að velta fyrir sér hvenær allur þessi fótboltaáhugi hefði gripið mig. En allavega við erum komin áfram í fjögraliða hópinn og mætum Chelsea í næstu hrinu, svo er bara að sjá hverjir slást í hópinn með okkur en það kemur í ljós í kvöld
Í tilefni dagsins breytir síðan um lit.....
Ég skora á Magnveiðifélagið að hleypa mér í félagið ef við komumst í úrslitaleikinn !!!!!!
Eigið góðan dag gott fólk

8.4.2008 | 14:07
Hélt að vorið væri komið....
Góðan daginn gott fólk. Vorið lætur enn bíða eftir sér þó svo það hafi aðeins minnt á sig um helgina með satt best að segja frábæru veðri. Það er bara að vera þolinmóður ,það kemur fyrir rest.
Enn einn slagurinn í kvöld milli Arsenal og okkar manna Liverpool, nú verður allt lagt undir og Arsenalmenn teknir í nefið. Áfram Liverpool. Leikurinn hefst kl 18:30.
Annars fátt að frétta hér að norðan og andleysið alveg að fara með mig í dag.
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn