Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Talið niður fyrir Ítalíuferð

Komið þið sæl og blessuð eins og maðurinn sagði.Skriftarleti gert vart við sig aftur en ákvað að hrista hana af mér svona áður en við förum á ítalska grund.

Náttúruöflin gerðu laglega vart við sig á dögunum og Sunnlendingar tóku því með ótrúlegri ró og yfirvegun. Vona bara að íbúar á svæðinu hafi verið með tryggingarnar á hreinu þó svo sumt fái fólk auðvitað aldrei bætt. Fjölmiðlar voru eins og oft áður dálítið hjákátlegir í fréttafluttningi sínum en er annað hægt þegar jörðin skelfur undir fótum þérFrown.... Þennan sama dag var síðasti vinnudagur Alþingi en ekki veit ég hvort einhver tengsl voru milli þessara tveggja atburða. Hitt veit ég að náttúruöflin stálu laglega athyglinni frá mótmælum vörubílstjóra með líkkistur í fararbroddi en þeir frömdu þennan gjörning fyrir utan alþingi þennan margumtalaða dag. Ég held bara að þetta hafi ekki einu sinni komið í fréttatímu sjónvarps, æ,æ.......og þeir eyddu tveim millum í þetta....  

Dómur féll nýlega á ungan pilt sem varð tveimur að bana með glæfraakstri sínum. Hann fékk 12 mánuði en af fréttinni að dæma var hann ennþá með bílprófið og hafði brotið af sér níu sinnum með hraðakstri eftir þetta fyrrnefnda hörmulega slys. Halló, hvað er að gerast  Shocking ????

En tölum um eitthvað skemmtilegt. Það styttist óðum í Ítalíuferð fjölskyldunnar og farið að bera á spenningi og eftirvæntingu. Ég búin að pakka niður og upp til skiptis, prófa ýmsar gerðir af töskum og reyna skera niður magn farangurs eins og mér er einni lagið eða þannig en ég er annáluð fyrir að taka alltaf með mér nokkrum kílóum of mikið af fatnaði og ýmsum óþarfa. Hvað, það er enginn fullkominn, ekki einu sinni égTounge. Elsku besti unglingurinn minn ætlar að gæta bús og Nebbu og Soffía frænka verður í viðbragðsstöðu ef neyðarkall berstWink.

Aldrei að vita nema maður skrifi nokkur orð frá hinni fögru Mílanóborg. Lifið heil Smile.

Ps: V.ið erum næstum því að rúlla yfir Pólverja í handboltanum en hann er í beinni núna á RÚVWink 


Hvað er að gerast ????

Ja hérna . Nú verð ég bara að tjá mig um veðrið. Hér er bara bongóblíðaCool  uppá hvern einasta dag. Hvað er eiginlega í gangi? Eru þetta loftlagsbreytingarnar, þynning ósonlagsins eða bara sólarglaðir veðurguðir ? Þetta er allavega yndislegt lífSmile . Geta labbað út án þess að draga fram flíspeysuna eða úlpuna og geta viðrað tærnar í bandaskóm í stað þess að fela þær í þykkbotna íþróttaskóm. Svo skaðar ekki að maður lítur ekki lengur út eins og endurskinsmerki hvað húðlit snertir. Vonandi varir þessa sæla vel og lengi.

14. er betra en 16. ......

Góðan og blessaðan daginn. Sól skín í heiði og sunnanvindurinn yljar.

Jæja þá er Júróvisjóndæmið á enda þetta árið. Ég var reyndar á vaktinni og náði ekki að horfa á keppnina. Rússar stálu sigrinum og náðu að hefna harma sinna frá árinu 2006 þegar sá hinn sami endaði í öðru sæti. Ísland endaði í 14.sæti sem er mun  skárra en það 16. sem við höfum vermt oft áður. Auðvitað hefði ég viljað sjá okkar fólk ofar en þetta því þau stóðu sig með afbrigðum vel á sviðinu en svona er þetta nú bara. Er hinsvegar ánægð með Norsarana sem rúlluðu þessu upp, hafði alltaf mikla trú á þessari stúlku. Við enduðum allavega ofar á listanum en hin teygða og togaða Charlotte frá Svíþjóð og það var ekki leiðinlegtDevil. Jæja en þetta gengur vonandi betur næst. Það jafnaðist nú eiginlega á við sigur að komast uppúr forkeppninni. 

Njótið dagsins og sleikið sólina Cool 


Yes,yes,yes......

Frábært kvöld,frábær frammistaða hjá Regínu og Friðrik sem skilaði okkur áfram í lokabaráttuna á laugardagskvöldiðSmile. Nú er við hæfi að segja: Til hamingju Ísland eins og Silvía Nótt kyrjaði hér um áriðWhistling. Nokkuð sanngjörn úrslit í kvöld nema að ég vildi sjá Búlgaríu áfram. En hvað með það. Við erum komin áfram, yes,yes,yesGrin. Það er allt sem skiptir máli. Það er líka frábært að öll Norðurlöndin séu í lokaslagnum.


Áfram Ísland.....

Jæja. Þá styttist í stóru stundina hjá okkur Evróvisjónaðdáendum því í kvöld stíga Regína og Friðrik á svið í Serbíu og syngja sig vonandi inn í hug og hjörtu Evrópubúa og koma okkur uppúr þessari asskollans forkeppni. Forkeppnisdraugurinn er búinn að fylgja okkur alltof lengi og nú er kominn tími til að kveða hann niður. Ég á ekki von á öðru en Regína, Friðrik og fylgdarlið verði þjóðinni til sóma en það hefur bara ekki alltaf skilað sér út í hinni stóru Evrópu. Við vonum það besta. Vona bara að það verði ekki einn miði eftir og ekki búið að lesa Ísland upp.....

Sigurstranglegustu þjóðirnar í kvöld verða að teljast Svíþjóð,Úkraína og Búlgaría. Vonandi komast Danir uppúr riðlinum líka. Þá held ég að gömlu brýnin frá Króatíu eigi eftir að hala inn dýrmæt stig. Þessi gullfallegi frá Sviss með englaröddina er líklega á uppleið líka. Þá gæti friðarboðskapurinn frá Georgíu hitt í mark og Tyrkneska rokkbandið gerir það sennilega líka. Maltneski Vodkaóðurinn á að  mínu mati líka sjéns en það er eitthvað við nafnið sem pirrar mig......

Búlgarska lagið á eftir að moka inn stigum frá yngri kynslóðinni, allavega líst unlingnum mínum best á það. Gamla góða Charlotta hin sænska hefur ekki aðeins breytt eftirnafninu heldur hefur hún líka hresst upp á útlitið með smá silikoni og bótoxi hér og þar. Hún kann þetta daman en ég vona samt að hún vinni ekki aðalkeppnina. Sum sár gróa aldrei og þetta frá 1999 ekki heldur...... Úkraína er með gömlu góðu uppskriftina sem ég hef nefnt áður þ.e sólósöngkona í Barbístíl og gott og kröftugt dillulag , gæti farið allaleið á laugardaginn. 

Hvað sem verður að þá sest öll þjóðin í sófann í kvöld og fylgist spennt með. Áfram Ísland. 

 

Shady lady með úkraínsku Ani Lorak 

 


Rauðu djöflarnir áttu lokaorðið

Jæja loksins er lokið lokarimmunni í meistaradeildinni. Rauða djöflarnir tóku þetta á endanum en tæpt var það. Ég leyni því ekki að ég hefði viljað sjá Chelsea hampa bikarnum stóra þó svo það sé alls ekki mitt lið en þeir standa mér nær en Man.United. Þessi leikur var vissulega spennandi en þeir náðu þó ekki að toppa leik okkar manna og Milan árið 2005 sem alltaf er verið að endursýna. Til hamingju Magnum og Morgan í Magnveiðifélaginu. Við tökum þetta næstWink .

Vorboðinn ljúfi,

 Jæja þá styttist í fyrstu hrinu í Eurovisionkeppninni,vorboðanum ljúfa en fyrri forkeppnin hefst í kvöld. Við mæðgur erum að sjálfsögðu löngubúnar að kaupa eurovisiondiskinn og hlusta á hann afturábak og áfram. Eins og alltaf eru það nokkur lög sem standa uppúr . Í kvöld ættu að mínu mati Noregur, Finnland,Armenía og Rússland að vera örugg áfram. María hin norska gerði það gott í norska idolinu fyrir nokkrum árum þegar hún komst í 10 manna hópinn. Lagið sem hún syngur núna er rytmískt og notalegt. Finnar halda sig við þetta þunga en lagið er engu síður grípandi og gott. Nú Rússarnir tóku það ráð að senda Dima Bilan aftur enda vann hann næstum því 2006 þegar hann varð í öðru sæti á eftir skrímslunum frá Finnlandi. Armenía er algjörlega með uppskriftina í ár þe er sólósöngkona sem lítur hrikalega vel út og syngur skemmtilegt og mjög svo grípandi lag. Held satt best að segja að hún taki þetta í kvöld. En ég styð mína menn í Noregi samt sem áður og segi því Heia Norge í kvöld !

 Myndbandið með hinni armönsku Sirusho:

A

 

 


Sauðburðarsæla

IMG_4744

Heil og sæl.

Jæja þá er árlegri sauðburðaferð fjölskyldunnar austur á Jökuldal lokið og allir sælir og ánægðir eftir sveitadvölina. Sauðburður gekk nokkuð vel þó svo alltaf þurfi nú að hjálpa þessum elskum að koma lömbunum í heiminn. Litla skrudda var hvergi bangin og lét það ekki stoppa sig þó svo sumar ærnar gæfu henni illt auga og nokkrar kipptu undan henni fótunum þegar hún var á ferð um garðann." Me, me , koddu," sagði hún bara og brosti af öllu saman.  

IMG_4721

 

 

Ég fékk að sýna smá ljósmóðurtakta og þótti það nú ekki leiðinlegt. Það toppaði síðan tilveruna þegar Stjarna mín bar tveimur stórglæsilegum svarflekkóttum gimbrum sem ég vona að fái líf í haust.

IMG_4804

 Semsagt yndisleg ferð. Það er ekkert betra en vera í fjárhúsunum á þessum árstíma og gleyma stað og stund. 


Alvarleg skriftarleti

Sælan sunnudag Smile.

Mikil skriftarleti hefur hrjáð frúna undanfarið. Annir hafa þó líka komið við sögu og þá fær bloggið að sitja á hakanum. Ekki veit ég hvort það er rétt forgansröð, það má sjálfsagt ræða það eitthvað en svona er þetta nú samt á mínu heimili. Það var gestkvæmt hjá minni um helgina þegar ættingjar að austan streymdu í bæinn. Alltaf gaman að fá þá í heimsókn.

Hið árlega Greifamót var líka haldið í Boganum um helgina og þar var heimasætan þátttakandi með liði sínu í 6.flokki KA. Það var vissulega sárt að tapa fyrir Tindastól en harma var þó hermt í seinni leiknum. Völsungar voru lagðir að velli og jafntefli náðist síðan á móti öðru liði Tindastóls. Mín stóð á hliðarlínunni og mátti passa að missa sig ekki þegar spennan stóð sem hæst.

Þetta var líka vinnuhelgi hjá minni og þar er nú oftast mikið fjör og mikið gaman.

En nú erum við mæðgur farnar að telja niður í sauðburðarferðina Grinen hún skellur á á föstudaginn nk. Sauðburður er víst aðeins kominn í gang þarna fyrir austan og komin nokkur skrautleg lömb hjá Stefáni bónda. 

 Markmið dagsins: Fara einn túr til Grímseyjar í  með framúrfjárlögum -gullskipinu Sæfara...... Tounge

                             Kíkja á þáttinn hans Guðna Ágústs á netinu....Tounge


Í kulda og trekki

Þessi dagur heilsaði Norðlendingum með belgingi og hríð. En það þýðir ekkert að væla yfir því, svona er þetta bara.

Meistaradeildin heldur áfram í dag og nú mæta Börsungar piltum Ferguson á heimavelli þeirra. Þetta verður hörkuleikur en vonandi ná Barcelona með Eið innanborðs að slá Ronaldo og félaga út.  Á morgun heldur síðan spennan áfram en þá mæta okkar menn Chelsea á heimaflöt þeirra. Liverpool tekur þennan leik auðvitað en vonandi hafa þeir Norðmanninn bara uppí stúku svo öruggt sé að hann skori ekki fleiri mörk í vitlaust mark. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég missi af báðum þessum leikjum. Kvöldvakt á gæslunni í kvöld og síðan er óvissuferð með gjörgæslugenginu á morgun.

Ef einhvern langar til að verða verulega pirraður í dag að þá mæli ég sterklega með því að sá hinn sami kíki á DV í dag en þar er sagt frá eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Dabbi kallinn seðill sem samdi lögin hækkar eftirlaunin sín um aðeins hálfa millu á mánuði, þannig að þá fær hann 1 milljón..Devil.Þeir vita hvað þeir eru að gera þessir karlar.... Angry

Frétti af fjölgun hjá óðalsbændum í Hnefilsdal og skrautleg voru þau víst. Já og nú styttist óðum í árlega sauðburðaferð okkar mæðgna á æskuslóðirnar Smile.

Njótið dagsins Wink. Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband