Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Á ættarmóti líka

Já við vorum ekki bara á fótboltamóti á Króknum um helgina því að á milli leikja skruppum við í Melsgil þs ættarmót Hólsara fór fram með miklum myndarbrag. Við renndum í hlað á Melsgili á föstudagskvöldinu í ausandi rigningu og kulda. Fellihýsinu var tjaldað á methraða og tilhlökkunin í að ylja sér í upphituðu hýsinu var mikil enda orðin hrakin og blaut. En viti menn það var sama hvað við reyndum miðstöðin vildi ekki í gang sem er reyndar ekki í fyrsta skipti þrátt fyrir ungan aldur hýsisins. Mín var því orðin verulega pirruð og börnunum kalt. Til allrar guðslukku var löng rafmagnssnúra og rafmagnsofn með í för en þau voru keypt eftir að miðstöðin klikkaði í fyrsta skipti svo ylur komst á fyrir rest. Ættarmótið var velheppnað og eitthvað á annað hundrað manns sem mættu á svæðið þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki akkurat í hátíðarskapi en bölvað rok og kuldi var alla helgina. Mikil hátíðardagskrá var á laugardagskvöldið þs söngurinn réð ríkjum eins og vera ber í sjálfum Skagafirði. Uppúr stóð söngatriði þeirra Hafsteinssona en þeir kyrjuðu Bahama óðinn hans Ingós og veðurguðanna ,sjá myndband og texta.

 


Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu.
Skildir ekkert eftir, nema þessa peysu.
Verst finnst mér þó að núna ertu með honum.
Veistu hvað hann hefur verið með mörgum konum?

Svo farðu bara,
mér er alveg sama.
Ég þoli ekki svona barnaskóladrama.
Ég ætla að pakka í töskurnar og flytja til 
Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahama.

Allar stelpurnar hér eru í bikíní
og ég er búinn að gleyma peysuflíkinni.
Ég laga hárið og sýp af stút,
búinn að gleyma hvernig þú lítur út.

Í spilavítinu kasta ég teningum,
í fyrsta sinn á ég helling af peningum.
Borga með eitthverju korti frá þér
sem ég tók alveg óvart með mér
til Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahama.
Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahama.

Alla daga ég sit hér í sólinni,
minnugur þess þegar ég var í ólinni.
Þú sagðir mér þá að þrífa og þvo,
meðan í takinu hafðir tvo.

Núna situr þú eftir í súpunni,
ófrísk og einmanna, alveg á kúpunni.
Og þennan söng hef ég sér til þín ort
og ég vona að ég fái kort
til Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahama.
Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahamaeyja, Bahama.

Að gefnu tilefni !!

Góðan og blessaðan þrátt fyrir kulda og rigningu hér norðan heiða. Það snjóar allavega ekki eins og gerði um helgina .  

Mikið væri umræða og lífið almennt tómlegt án  fótbolta. Fólk á nær öllum aldri stundar þessa íþrótt og flest allir hafa eitthvað til málanna að leggja þegar skeggrætt er um þennan vinsæla knattleik.  Ég er þó ein af fáum sem ekki hafa lagt stund á fótbolta fyrir utan þegar hann var spilaður í skylduleikfimi í skólanum  í gamla dagaWink. Með árunum hefur þó áhuginn á íþróttinni kveiknað og er líklega í hámarki núna þs bæði unglingurinn og heimasætan eru á kafi í boltanum með KA. Minn heittelskaði er líka virkur í fyrrnefndri íþrótt og lýðum ætti að vera ljóst að á okkar heimili er haldið með Liverpool.

En þetta var langur inngangur að mergi málsins sem er Landsbankamótið á Sauðárkrók sem haldið var um síðustu helgi og er fótboltamót fyrir stelpur í yngri flokkunum. Skipulag mótsins var gott þó alltaf megi sjálfsagt gera betur. Heimasætan okkar mætti með sínu liði í 6 flokk B sem var kallað KA 1. Stelpunum gekk ótrúlega vel og sýndu framfari eftir hvern leik. Heimasætan skoraði meira segja 8 mörk á mótinum sem eru hennar fyrstu mörk á alvöru móti.

IMG 0517

  Til að gera langa sögu stutta unnu þær alla sína leiki en töpuðu síðan úrslitaleiknum á móti Breiðabliki 1 og höfnuðu því í öðru sæti í sínum flokki. Glæsilegur árangur það. En fótboltinn hefur sínar svörtu hliðar líka því miður. Já meira að segja í barnaboltanum því hér erum við að tala um stelpur á aldrinum 9 til 10 ára. Þessi svarti blettur á mótinu var nefnilega þetta sigurlið Breiðabliks. Það var ótrúlegt að horfa á þessar ungu stelpur spila því þær beittu öllum ráðum til að fá sínu framgengt á vellinum . Hrindingar, kjaftháttur við dómara og snerting handa við bolta eru dæmi um það. Í lok leiks voru okkar stelpur meira og minna meiddar eftir vargaskapinn. Það sem var þó kannski sorglegast var að þær báðu ekki einu sinni fyrirgefningar á athæfinu og þökkuðu ekki fyrir leikinn þrátt fyrir að hafa sigrað. Það fyllti þó mælinn að þegar markmaður KA meiddist á hendi eftir árás einnar úr Breiðablik og þjálfari Blika sagði þvert nei og var með leiðindi þegar þjálfari KA bað um að fá að nota stelpu úr KA 2 til að skipta inná. Halló , við erum að tala um 6.flokk í fótbolta þs íþróttaandinn á að svífa yfir vötnunum og fótboltamót eiga vera fyrst og fremst að vera iðkendum til gleði og ánægju.  Á meðan leiknum stóð öskraði síðan þjálfari Blika stanslaust á leikmenn sína sem minnti helst á hundsskammir og oft var hún komin hálfa leið inná völlinn til að ná  betra sambandi í rokinu. En þetta er ekki allt því bæði á þessu móti og sama móti í fyrra ásökuðu Blikar okkur um að vera með strák í liðinu. Það er greinilegt að rakaðir stelpukollar þekkjast ekki í Kópavoginum. Þetta gekk svo langt að aumingja stúlkan sem átti í hlut og stallsystur hennar í liðinu máttu hlusta á svívirðingar á háu stigi frá stuðningsmönnum Blika. Hversu lágt er hægt að leggjast ???? Ég vona að þeir sem tóku þátt í þessum ásökunum hafi á einhverjum tímapunkti virkilega skammað sín því þetta var verulega sjúkt !!!!! En þess má geta að okkar lið hampaði sigri í fyrra í úrslitaleik á móti fyrrnefndum Blikum !!!! Ég veit ekki hvaða stefnu Blikar hafa í þjálfun barna og unglinga í fótbolta en ég vona að hún sé ekki sú sem þetta lið og þjálfari þess sýndu á Króknum. 

Nú hugsa sjálfsagt einhverjir að ég sé bara tapsár móðir sem þurfi að létta á hjarta sínu en trúið mér ég myndi ekki setja þessa sorgarsögu inná bloggið mitt útaf tapsærindum einumsaman.

                                                               Áfram KA ! 

 

 


'Isbjarnarótti .....

Fólk heldur áfram að halda lögreglu og björgunarsveitafólki að verki í leit að ísbjörnum. Ætla mætti að ísbjarnaræði eða eigum við að kalla það ísbjarnarótti Frownhafi gripið um sig. Lögreglan tekur þessu þó með stóískri ró Policeog skoðar allar vísbendingar samviskusamlega. Enn hefur þó ekki tekist að finna þriðja ísbjörninn en nóg er af hrossum og sauðfé  út um græna grundu sem ruglað hafa ferðamenn í ríminu. Maður skyldi ætla að auðvelt væri að greina þarna á milli en fjarlægðin gerir fjöllin blá......Woundering

Eldneytið heldur áfram að stíga í verði og í dag hækkaði það um 3 krónur. Það styttist í að dísellíterinn nái 200 kr. Það er alveg ljóst að ef þetta heldur áfram svona verður jeppinn bara notaður til spariPouty.

 


Eitt og annað

Gott og blessað sunnudagskvöld.

Vinnutörn hjá minni þessa dagana og lítill tími til að vera í bloggheimum.

Ekkert bólar á þriðja ísbirninum en slóð sem Pólverjar fundu nálægt Hveravöllum reyndist vera eftir hross eins og alþjóð veit. Það hross hlýtur að hafa verið á veglegum skeifum eða þannig.

Mikið að gerast í boltanum þessa dagana og margir skemmtilegir leikir á EM. Varð fyrir vonbrigðum með Hollendinga í gær en þeir uppskáru eins og þeir sáðu í þessum leik á móti Rússum,  það verður að segjast. Rússar voru mun sterkari og ótrúlega agaðir í sínum bolta. Kæmi ekki á óvart að þeir yrðu Evrópumeistarar. Svo var hörkuleikur í kvöld sem endaði í vítaspyrnukeppni og þar stóðu Torres og félagar uppi sem sigurvegarar sem var ánægjulegt. Var hálfspæld yfir að Torres var tekinn útaf áður en venjulegur leiktími var liðinn en það kom þó ekki að sök. Nú Tyrkirnir sýndu ótrúlegan styrk í leik sínum á móti Króötum í fyrradag þegar þeir jöfnuðu í framlengdum leik og tóku svo Króatana í nefið í vítaspyrnukeppni. Óvænt úrslit það. Svo er bara að bíða eftir næstu hrinu. Slagur fjögurra landa þe Þjóðverja, Tyrkja, Rússa og Spánverja. Áskrifendur ríkissjónvarpsins sem ekki hafa áhuga á fótbolta verða því að bíða nokkra daga í viðbót eftir að fréttatíminn verði á réttum tíma.... Wink


Allt er þegar þrennt er.....

Já nú bíð ég spennt. Skyldi sá þriðji vera á vappi uppá Hveravöllum eða voru þetta bara stríðnir Pólverjar að gera at í okkur Íslendingum ???Wink

 


Í kulda og trekki,þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi......

Góðan dag eða ætti ég frekar að segja kaldan dag. 19.júní heilsaði okkur Akureyringum með gráða í fjöllum. Norðannepjan bítur í kinnarnar og vetrargallarnir voru dregnir fram aftur og það eru sumarsólstöður á morgun, þetta er með ólíkindum. Ekki skrýtið að ísbirnir séu  í umvörpum farnir að villast hingað á þetta kalda skeTounger.

Eldsneytið heldur áfram að hækka. Sögur fara af fólki sem hefur jafnvel  orðið að leggja öðrum heimilisbílnum vegna dýrtíðarinnar, þetta er hrikalegt, þvílík fórn !!W00t........Á fólk virkilega að þurfa að fara að hreyfa á sér rassgatið ???? Af illri nauðsyn? ????

Það fæst reyndar allavega tvennt með því sem er dýrmætara en nokkur bensínþyrst blikkdós og það er betri heilsa og betra loft. Takið áskoruninni gott fólk, dragið fram hjólið eða bara farið um á tveimur jafnfljótum, það virkar ágætlega. Nú fyrir þá sem engan veginn geta tekið þessari áskorun að þá eru til strætisvagnar og hér á Akureyri eru þeir meira að segja ókeypis. En nóg af predikunum í bili.

Seinnipartinn er grill í Kjarnaskógi fyrir starfsmenn FSA í boði Starfsmannafélags FSA. Frábært. Bara muna að klæða sig vel.

Nú svo er náttúrulega kvenréttindadagurinn í dag. Við konur höfum oft átt erfitt uppdráttar en nú hefur líklega aldrei verið eins á brattann að sækja eftir að sjálfsfróunarmúffan svokallaða datt inn á markaðinn......Hvar endar þetta ????? Wink 


Hæ,hó jibbijei.....

Gleðilega þjóðhátíð.

Ég og mín fjölskylda fórum í okkar fínasta púss og kíktum í bæinn. Bölvuð norðangjólan sá um að gæsahúðin var með í ferð og vindstakkurinn var fljótlega tekinn uppúr töskunni sem eyðilagði náttúrulega alveg "lookið".Ýmis skemmtiatriði voru í boði en þau fengu mann á engan hátt til að gleyma norðangarranumAngry því miður. Þá var brugðið á það ráð að gleðja yngri kynslóðina með sætindum og var stefnan sett á eina sölutjaldið á svæðinu og þar máttir þú dúsa í biðröð í hátt í klukkutíma til að fá eitt stykki candyflossAngry. Æ þá var nú gott að komast heim í ylinn og horfa á Ítala valta yfir Frakkana á EMSmile.


Ísbjarnarblúsinn þagnaður....

Jæja við reyndum þó. Þetta hefur líklega verið hin ágætasta landkynning.Ekki veitir af eftir mjög svo neikvætt umtal eftir hvaladráp síðustu ára. En það er ennþá tækifæri til að sýna umheiminum hjartahlýju okkar því sá þriðji á víst eftir að birtast ........Betra að hafa rifilinn við hendina ef maður ætlar að stunda útivist í Skagafirðinum.....

Ferðasaga í máli og myndum

Heil og sæl.

Jæja þá er stórfjölskyldan komin heim eftir tveggja vikna frí í borginni Piacenza á Ítalíu en hún er í um 150 km fjarlægð frá Mílanó. Við bjuggum hjá mági mínum en hann flutti til Ítalíu fyrir 14 árum til að fara í söngnám. íbúðin er einstaklega skemmtilega staðsett þeas þegar þú ert inni verður þú ekki var við neina umferð og hlustar á kurrið í dúfunum og svölurnar syngja. Þegar hurðin á stigaganginum er síðan opnuð stígur þú beint út í iðandi mannlífið á helstu verslunargötu Piacenza og þótti okkur mæðgum það nú ekki slæmt.

IMG_0298

 

 

Veðurguðirnir voru í mismunandi skapi þessa daga. Flesta daga var veðrið þó ósköp notalegt, skýjað og 20-25 stiga hiti. Þrír dagar voru blautir og þá meina ég blautir. Síðustu dagana var síðan farið að hitna verulega í kolunum og hitastig komið  nálægt og yfir þriðja tuginn í gráðum taliðCool.

 

 

 Gott að kæla sig aðeins !!

IMG 4915

 

 

 

 

IMG 0199

 

 

 

 

IMG 0212

Það var ýmislegt brallað á ítalskri grund. Við fórum m.a tvisvar sinnum í heljarstóran skemmtigarð við Gardavatn sem heitir Gardaland. Mjög svo fallegur og snyrtilegur garður sem bauð uppá ýmsa afþreyjingu. Drýgstur tíminn fór þó í að prófa hin ýmsu tæki sem þeyttust um á mismunandi hátt mér til mikillar mæði en heimasætunni til ómældrar gleði. Mér fannst einna best að vera í hringekjunni með litlu skruddu, það var hæfilegur hraði fyrir mig. Ég lét þó plata  mig í rússíbana og hvað þetta nú heitir allt saman og adrenalínið streymdi í stríðum straumi um æðakerfiðFrown

IMG 0225

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 4841

Einn daginn keyrðum við til borgarinnar Genova sem liggur við sjóinn til þess að sú sem þetta ritar gæti prófað nýja bikinið sitt á ekta sólarströnd. Eftir um 2 klukkustunda akstur vorum við komin á leiðarenda og sól skein í heiði. Við keyptum okkur inn á litla flotta baðströnd og mín dreif sig í bikinið góða. En viti menn, ég var varla búin að dýfa stórutánni í saltan sjóinn þegar ský dróg fyrir sólu og þrumur og eldingar brustu á . Ég stóð lengi vel ásamt dætrum mínum í bikininu góða og með regnhlífina að vopni en sólin lét ekki sjá sig meira þann daginnAngry.  Svona fór nú um sjóferð þá.

 

 Þá var ákveðið að skoða sædýrasafn bæjarins sem er eitt hið stærsta í Evrópu og þar mátti sjá hin ýmsu kvikindi í öllum stærðum og gerðum. Frábært safnSmile

IMG 4868
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Sigurjón ! Takk fyrir frábærar móttökur og mikla gestristni í okkar garð Smile

Letilìf

Bonjourno..

Gaman,gaman ì Piacenza. Vantar ìslenska stafi........skrifa meira seinna....... CiaoSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband