Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Andanefjurnar æðislegu

IMG 1314

 

Andanefjurnar á Pollinum á Akureyri vekja svo sannarlega athygli bæjarbúa og annarra. Líklega hafa flestir verið himinlifandi að hafa þessar tvær sem hafa glött hjörtu okkar undanfarið en að það skyldu tvær bætast í hópinn í gær var bara bónus.

 

 

Drottningarbrautin er þéttsetin bílum og gangandi vegfarendum alla daga þs fólk er að fylgjast með þessum stóru og tignarlegu skepnum.

IMG 1327

 

 Oft á tíðum synda þær aðeins nokkra metra frá landi svo maður finnur sannarlega fyrir nærveru þeirra. Það spillir ekki að inná milli sýna þær listir sínar með stökkum og sporðaslætti.

 

 

 

IMG 1374

 

 

Þá eru komin upp upplýsingaskilti um hvalina sem Akureyrarstofa sá um að koma upp,sannarlega flott framtak hjá þeim en þar stendur m.a að andanefjurnar geta kafað á allt að 1000 m dýpi og verið í kafi allt að klukkustund. Tarfarnir geta orðið 10 metrar á lengd og orðið 10 tonn að þyngd. Vá ! 

 

 

 

 

 

IMG 1354

 

 

Vonandi verða þessir góðfúsugestir lengi í heimsókn því þetta er virkilega skemmtileg afþreying að fylgjast með þessum stórbrotnu skepnum.  


Sekkjarpípurnar höfðu vinninginn....

Jæja. Þá má lýðum vera ljóst að við töpuðum fyrir sekkjapípugenginu á Laugardalsvelli í kvöld. Háværar raddur voru um að dómarinn hefði verið vonlaus en það er varla nokkuð nýtt þegar við töpum leik,það virðist alltaf vera dómaranum að kenna. Menn voru líka búnir að grafa upp að hann hefði verið valinn versti dómari í Belgíu svo hann átti auðvitað aldrei möguleika. Það var minna talað um sofandaháttSleeping  íslenska liðsins í föstum leikatriðum eins og hornspyrnu og víti og það náðu sekkjapípuliðið að nýta sér . Var bara hörmung að horfa á vítið sem Skotar tóku og var varið en boltinn endaði samt í markinu því okkar menn voru sem límdir við grasið á meðan 4 píparar þustu inní teig og hefðu allir getað skorað . Það lá líka strax í loftinu þegar þjóðsöngvarnir voru kyrjaðir að Skotar höfðu vinninginn þrátt fyrir að vera færri Whistling .Þeir voru reyndar byrjaðir að hita upp strax í morgun með fögrum sekkjapípuleik sem féll nú ekki í kramið hjá öllum borgarbúumAngry . Þetta þýðir að við höfum ennþá þann stimpil á okkur að tapa alltaf fyrir Skotum og verðum að treysta á æðri máttarvöld ef við eigum að eiga möguleika á að komast áfram því hæpið er að við vinnum Holland eða Makedóníu.  En Áfram Ísland samtWink .

Algjört rassgat......

Góðan daginn.

Já hvað ætli þessi fyrirsögn eigi nú að fyrirstilla ??? Þessi orðasamsetning er velþekkt þegar við viljum lýsa einhverju sem er fallegt, krúttlegt osvfrv. Systir mín á td kettling sem er algjört rassgat þe hann er algjört krútt....En í dag ætla ég að fjalla um orðatiltækið í öðru samhengi og þá sérstaklega um síðara orð þessa fyrirsagnar. Nefnilega áráttu sumra einstaklinga að troða ýmsum hlutum upp í þennan fyrrnefnda líkamshluta. Nærtækasta dæmið er ungur piltur sem stal peningum hjá N1 og taldi sig öruggan þegar hann á einhvern óskiljanlega máta að mínu mati tókst að koma þýfinu uppí endagörnina á sérWoundering. Æ,æ segi ég nú baraErrm, það er ýmislegt á sig lagt til að ná sér í aukapening. Í mínu starfi kemur þessi líkamspartur nokkuð við sögu þe við notum hann einstaka sinnum til að hýsa stikkpillur sem gefnar eru sjúklingum í þeim tilgangi að slá á einhver einkenni td verki eða að fyrirbyggja þau. Samt hefur nokkuð dregið úr því síðustu ár einfaldlega vegna þess að efri leiðin þe munnurinn hentar oftast betur og er mun skemmtilegri leið til að gefa lyf í og trúið mér það finnst sjúklingunum líka. Þetta eru þó tveir ólíkir hlutir en mér er bara óskiljanlegt hvernig fólk hefur geð í sér að stappa rassinn á sér fullan af já í þessu tilviki peningum(mjög líklega verið upprúllaðir seðlar og vonandi settir í eitthvað......) og í mörgum öðrum tilvikum eiturlyfjum sem geta valdið miklum usla innangarnar og auðvitað utan hennar líka Frown. Það var nógu slæmt að þurfa að troða gamla góða hitamælinum þarna þegar maður var veikur í den hvað þá einhverju stærra ! Jæja ég er kannski komin útyfir öll velsæmismörk með þessari umræðu hér á bloggi sem heyrir undir flokkinn fjölskylda og vinir.....svo nóg um það.

Fellibyljir með hinum og þessum nöfnum halda áfram að hrella heimsbyggðina og valda miklum usla. Þessa stundina er það Kúba sem fær að kenna á einum slíkum sem kallaður er Ike. Fjörutíu metrarnir undir Hafnarfjalli eru náttúrulega bara gustur miðað við þessa hvelli. Guði sé lof að hægt er að vara fólk við svo það geti undirbúið sig.

Við hér norðan heiða þurfum hinsvegar ekki að kvarta yfir veðrinu því hér er sumarblíða þessa dagana með sól og 15 til 16 gráðu hita. Það er því upplagt að grípa tækifærið og njóta útiverunnar til hins ýtrasta td með því að fara í berjamóSmile. Eigið góðan dag.


Þankar heimavinnandi húsmóður......

 Góðan daginn.

Ég er ennþá í sumarfríi en þeirri sælu lýkur á föstudaginn kemur.

Það styttist líka óðum í að litla skrudda komist á leikskóla. Ég er farin að telja niður(í laumi)FootinMouth. Það þýðir ekki að mér þykji ekki vænt um dóttur mína en það verður líka gott að fá að gera eitthvað annað og aðeins meira fyrir sjálfan sig. Ég á nefnilega ansi duglega dóttur eins og sumir myndu kalla það, aðrir myndu eflaust telja hana góðan kost í flokk ofvirkra barna. Ég held samt að hún sé bara dugleg stelpaWink. Á um hálfri klukkustund í morgun komst hún í handsápudallinn og málaði gólfið og sjálfan sig með henni að sjálfsögðu. Meðan mamma gamla þurrkaði ósómann upp náði hún í sjampódall föður síns og það fór sömu leið. Hún klikkti svo út með því að skreyta sig og innréttinguna á baðinu með meiki móður sinnar......... Já þetta er mikill dugnaður í barni sem er rétt orðið 2ja ára.......  En þessi elska sefur ennþá  á daginn og þá lætur mamma gamla hendur standa fram úr ermum. Í dag þreif hún td eldhússkápana hátt og lágt. Já ég veit það er langt til jóla en trúið mér það var kominn tími á skápa og hilluþvott. 

Annars tíðindalítið á mínum vígstöðvum hér norðan heiða. Það er orðið svolítið haustlegt en veðrið er þó gott ennþá.  

Eigið góðan dag.

Smá Mamma Mia fílingur í lokin. (tekið af youtube.com) 

 

 

 

 

 

 


Lífið að færast í fastar skorður

Góðan og blessaðan föstudag sem þýðir að helgin er framundanSmile. Lífið smásaman að færast í eðlilegar skorður eftir flandur sumarsins. Heimasætan komin í 4.bekk í Lundarskóla í nýjan bekk og með nýjan kennara. Vonum að það verði farsælt. Tónlistaskólinn byrjar í næstu viku og þá verður rykið þurrkað af gítarnum og klarinettinu. Svo verður fótboltinn á sínum stað og í þessa upptalningu bætist að heimasætan ætlar að vera í skólakórnum líka. Það er eins gott að daman muni eftir að taka vítamínið sitt því nóg verður að gera. 

Litla skrudda byrjar í aðlögun á leikskólanum 15. september. Það verður mikil breyting fyrir mig sem hef verið að mestu heima hingað  til fyrir utan mína 40 % vinnu á gæslunni. Ætla að bæta aðeins við mig vöktum svona til að vinna fyrir leikskólaplássinuWink

Unglingurinn bíður eftir að MA byrji. Hann er búinn að vera í boltanum með KA í sumar og þeir héldu sæti sínu í A-deildinni í 2.flokki í sumar sem er góður árangur. Nú fyrst fótboltinn er kominn á blað er vert að geta þess að Liverpool er komið áfram í Meistaradeildina en það munaði mjóu og þurfti rúmlega tvo leiki móti belsgíska liðinu Standard Liege til að úrslit lægju ljós fyrir. Þá verð ég að hrósa FH ingum sem gerðu jafntefli á móti úrvalsdeildarliðinu Aston Villa á Villa Park í gær í Evrópukeppninni. Okkar menn spiluðu fínan fótbolta og gaman var að sjá að allavega 3 drengir úr 2.flokki FH voru í liði FH í gær. En þetta var nú smá útúrdúr.

Grasekkjutímabili mínu lýkur senn en minn heittelskaði brennir í hlað á eftir, eftir 3 daga úthald í Húseyjarkvísl í Skagafirði sem hefur að mér skilst gengið þokkalega og gefið nokkra laxa og sjóbirtinga. Þegar líður á daginn verður rykið dustað af fótboltaskónum því fyrir liggur foreldrafótbolti hjá 6. flokki í KA. Það þýðir að foreldrar spila á móti ungviðinu og verður gaman að vita hvernig það ferFrown. Hef heyrt því fleygt að það hafi stundum endað með ferð á slysadeildina........

Njótið helgarinnar Smile 


Beðið eftir strákunum

Góðan og blessaðan daginn.

Aldrei þessu vant rignir hér norðan heiða og var nú kominn tími til eftir mikið þurkkasumar.

Von er á handboltadrengjum Íslands frá Kína og verður tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn enda vel við hæfi eftir ævintýralegan árangur á Ólympíuleikunum í Kína. Sögur fara líka af ævintýralega háum ferðareikningum Þorgerðar Katrínar og fylgdarliðs vegna leikanna sem verður dregið frá fjármagni Menntamálaráðuneytisins. Þau hafa sjálfsagt ekki valið ódýrasta ferðamátann og finnst mér að þessir peningar væru betur komnir annarsstaðar. Einhverjir kunna þá að segja að hún sé nú sjálfur Menntamálaráðherrann og Ólympíueitthvað og strákarnir okkar unnu jú silfur en einhversstaðar verður að draga mörkin. Henni hefði kannski dugað að fara eina ferð til Kína og piltarnir hefðu líklega náð öðru sæti þó svo hún og Kristján hefðu verið heima eins og meiri hluti þjóðarinnar. Óli og Dorrit "stórasta" voru líka drjúg á pöllunum.....

Ég er grasekkja þessa dagana því bóndinn er stunginn af í veiði í Húseyjarkvísl. Einhverjir hefðu kannski haldið að hann og frændur hans hefðu fengið nóg eftir suðurtúrinn en þegar kemur að veiði fá þessir snillingar aldrei nóg. Ég reyndi eindregið að smokra mér með en fékk skýr skilaboð um að þetta væri karlaferð og engar konur leyfðar.....Wink. Síðast þegar spurðist til míns heittelskaða hafði hann fengið 10 punda sjóbirting sem var snarvitlaus og var gefið líf eftir fjöruga löndun.

Eigið góðan dag Smile


Sagan öll......

Daginn !

Best að klára söguna frá í gær og loka hringnum. Þegar frá var horfið vorum við komin í Þykkvabæinn við ósa Hólsár sem er neðsti hluti Rangánna ef svo mætti segja. Það fer miklum sögum af fiskeríi í Rangánum en sá fiskur gengur náttúrulega upp Hólsána fyrst til að komast upp á dýrari svæði í ánni. 

IMG 5218

Veiðin hófst að morgni fimmtudagsins 21.ágúst og voru keyptar tvær stangir í einn dag sem skiptust á 5 aðila. Byrjað var í ósnum sjálfum  og fengust 6 laxar þar. Seinni hluta dagsins var eytt á efra svæði Hólsár og þar var heldur betur líf í tuskunum. Alls komu 22 laxar á land þar í bölvuðu roki og rigningu. 

IMG 5196

Ég hafði einsett mér nota bara flugustöngina en vegna veðursins var þeirri áætlun breytt aðeins og gamla kaststöngin var sett saman líka. Reyndar fékk ég fyrsta flugulaxinn minn þennan dag en fékk dygga aðstoð við kastið sjálft af engum öðrum en stórveiðinaglanum Herði Birgi Hafsteinssyni sem er margfrægur í laxveiðiheiminum.....

IMG 1294

Alls náði ég fjórum löxum á land í Hólsánni og var að vonum ánægð með afrekið þó svo aðeins einn hafi verið tekinn á flugu. (Pálmi gleymdi að nefna þetta með vindinn á kastnámskeiðinu í íþróttahúsinu í vetur....).

IMG 1293

 

 

 

 

 

 

 

Heimasætan fékk líka að spreyta sig á Hólsárbökkum og viti menn að á innan við tíu mínútum var hún komin með einn á og landaði maríulaxinum stuttu seinna.

IMG 5194

 Beit að sjálfsögðu í uggann með viðhöfn. 

Þegar líða tók á kvöldið voru menn orðnir býsna þreyttir  og ekki man ég til þess að þeir bræður Biggi og Sævar hafi hætt að veiða áður en veiðitíma lauk.....Það var því gott að skríða undir sæng í fellihýsinu og láta sig dreyma um Iðu og alla stórlaxana þar en þangað var förinni einmitt heitið daginn eftir.

Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir að morgni næsta dags eftir vatnsveður gærdagsins og gátum við því pakkað fellihýsinu saman þurru. Stefnan var síðan sett á Iðu en það veiðisvæði eru ármót Hvítár og Stóru Laxár skammt frá Skálholti. Stuttur stans var gerður á veitingastað í Laugarási til að horfa á Íslendinga jarða Spánverja og var að sjálfsögðu glatt á hjalla. Í sigurvímu var því haldið til veiða í Iðu kerlingunni. Stóra Laxá var ansi lítil og vatnaskilin því nálægt landi.

IMG 5251

 Um kaffileytið fór hinsvegar að rigna heldur hressilega sem líklega var bara til hins betra. Nú var líka stefnt á að setja í fyrsta flugulaxinn án allrar hjálpar. Nokkuð hvasst var á miðunum og því býsna torsótt að koma agninu á réttan stað en allt gekk þetta nú upp og fyrr en varði var hann á og púlsinn tók hressilegan kipp. Þetta var um 5 punda hrygna sem gekk vel að landa. 

IMG 5264

Flestallir fengu fisk þennan dag en við vorum með 3 stangir.

IMG 5275

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Biggi magnveiðifélagsmeðlimur með meiru fékk meira að segja einn alvöru sem var um 96 sm á lengd og var honum að sjálfsögðu gefið líf. Annars voru þetta smálaxar á bilinu 4 til 7 pund, sama stærð og í Hólsá. Daginn eftir var veitt fram að hádegi og var líf á miðunum í öskrandi úrhelli og roki. Alls fengust 15 laxar og einn sjóbirtingur í Iðu okkar að þessu sinni sem er fínt.

IMG 5315

Ég skrapp niður að hamri (rétt við Hvítárbrúna) rétt áður en veiðitíma lauk og fékk tvo á Devon á um 15 mínútum en ekki er hægt að kasta flugu á þessum stað. Báðir fengu líf þar á meðal 82 sm nýrunnin hrygna. Það er reyndar í fyrsta skipti sem ég sleppi fiski en verður mjög sennilega ekki í það síðasta því það var góð tilfinning. Semsagt velheppnuð veiði í bæði Hólsá og Iðu og allir undu sælir með sitt.

Áfram var haldið hringinn og keyrt til Reykjavíkur með viðkomu í Kringlunni að ósk heimasætunnar. Síðan gistum við hjá Sævari sem líka er magnveiðifélagsmeðlimur og reyndar bróðir Bigga stórveiðimanns. Tókum daginn snemma til að horfa á úrslitaleikinn í handboltanum á ÓL og þarf ekki að fjölyrða um úrslit hans. Þá var höfuðborgin kvödd og hringnum lokað með viðkomu á Víðimelnum góða í Skagafirði. Sem sagt skemmtileg ferð í góðum félagsskap.  

IMG 5189

 


Silfurvíman og hringurinn í kringum landið

Góðan og blessaðan daginn.Það var yndislegt að vakna í morgun og vera hluti af þjóð sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Kína. Rétt í þessu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson forseti að hann ætlaði að veita handboltastrákunum okkar fálkaorðuna og krýna nokkra þeirra riddarakrossinum. Ekki spurning. Gott framtak hjá forsetanum okkar og Dorrit stórastu.

Nú það var líka gott að komast loksins í sitt eigið rúm eftir rúmlega vikuferðalag um landið þar sem veiðihugurinn fékk að njóta sín.Fyrst lá leiðin austur á æskuslóðirnar, Jökuldalinn. 

IMG 5184

Fengum eina stöng í hálfan dag í Jöklu út við Hrafnabjörg við svokallaðan Arnarmel þs þeir hafa verið að moka honum upp í sumar. Heppnin var ekki með okkur því yfirfallið fór í ána um morguninn og saklausa Jökla breyttist aftur í stórfljót. Reyndar var ekki alveg dautt á miðunum því minn heittelskaði missti einn lax strax í byrjun og fékk stuttu seinna tvær vænar sjóbleikjur. Ég fór hinsvegar heim með öngulinn í rassinum í þetta skiptið. Reyndum líka aðeins á efra Jöklusvæðinu áður en flóðið hófst en fengum ekkert þar. Karl faðir minn og félagar hans veiddu hinsvegar fallegar vatnableikjur upp við svokallaðan Svelg en líklega voru þar heiðarbleikjur á ferð. 

IMG 1163

 Skoðuðum líka svokallaðan steinboga sem er í Jöklu nokkuð fyrir utan bæinn  Gil en grunur leikur á að fiskurinn komist ekki upp fyrir hann.Þetta er stórmerkillegt náttúruundur en þarna hverfur Jökla gamla bara niður í jörðina og sést ekkert til hennar fyrr en um 50 til 100 metrum neðar. Svo sá maður bara laxana í hyljunum fyrir neðan. Ef þetta er raunin er það mjög dapurt því margir gullfallegir veiðistaðir eru á efri svæðum Jöklu.

 

 

Það var yndislegt að vera í sveitinni en á þriðjudaginn nítjánda urðum við að pakka saman föggum okkar og halda áfram á vit veiðíævintýranna og núna var stefnan tekin suður á land nánar tiltekið í Hólsá sem er neðsti hluti Rangánna. 

IMG 1196

Keyrðum Austfirðina og höfðum viðkomu á Stöðvarfirði þs Steinasafn Petru var skoðað, glæsilegt safn sem er vert að skoða. Þá héldum við sem leið liggur suður í Skaftafell en þar reistum við fellihýsið innan um smátjöld túristanna og sváfum vært til klukkan sex en vorum þá vakin af þrumum og eldingum. Sem betur fer stóð það ekki lengi en sólin var farin að skína nokkru síðar. Trítluðum innað Skaftafellsjökli með dömurnar okkar og dáðumst að fallegri náttúru. 

IMG 1199

En síðan var okkur ekki til setunnar boðið lengur því Rangárnar voru ennþá í mikilli fjarlægð. Fellihýsið var því fellt og för haldið áfram með stoppi við ma Jökulsárlón,Skógarfoss og Vík í Mýrdal þs gengið var niður í Reynisfjöru.

IMG 1277

 Nei það vorum ekki við sem ætluðum að reyna að bjarga hvalnum....... Sjoppan í Vík hafði ekkert breyst í þessi 10 ár sem voru liðin frá síðasta stoppi, sömu básarnir og sama áklæði á bekkjunum, sætt.

IMG 1274

 Kvöddum Vík eftir stutt stopp og tókum stefnuna á Hellu. Þegar þangað var komið var ákveðið að reysa hýsið niðri í Þykkvabænum því þar var styst á miðin. Við höfðum tjaldstæðið alveg útaf fyrir okkur og þurftum ekki að taka tillit til túrista sem sofna fyrir klukkan tíu á kvöldin. Sofnuðum sætt og rótt og óraði ekki fyrir mokfiskiríinu sem beið okkar daginn eftir........ en meira um það síðar......Tounge


Laugardagur til lukku.....

Góðan og blessunarríkan laugardag.

Ég ætlaði eiginlega að vera komin austur á Jökuldal ekki seinna en í gær en óvænt fótboltamót hjá heimasætunni á KA vellinum dúkkaði upp svo við klárum það að sjálfsögðu fyrst. Þetta er úrslit í Hnátumótinu svokallaða og á því keppa KA, KS, Höttur og Fjarðabyggð. Áfram KA Wink.

Síðan verður semsagt lagt í hann austur á Jökuldal þeas ef ekkert fleira kemur uppá. Þar er stefnan sett á stangveiði. Ég ætla að reyna verða fyrst til að veiða lax í efra svæði Jöklu, vonandi er lónið ekki orðið fullt.....Þá förum við á neðra svæði Jöklu/Laxár á mánudaginn á svokölluðum bændadögum og þar á að moka honum upp við svokallaðan Arnarmel. Nú ef mokið lætur á sér standa þarf enginn að örvænta því ferðinni er síðan heitið suður á land nánar tiltekið í Hólsá sem er ósinn á Rangánum og síðan í Iður. Fjöldi fiska í Rangánum í ár er löngu búinn að slá öll met svo ég reikna með að heppnin verði með okkur þar. Í Iðu er alltaf von á einum stórum...... Meiningin er að tjalda í Skaftafelli á leið suður .

Nenni varla að tala nokkuð um borgarmálin í Reykjavík, listi borgarstjóra á biðlaunum lengist allavega og skrípaleikurinn heldur áfram með fröken framapot og frekju í farabroddi. Ég er ósköp fegin að búa fjarri þessum farsa. Þetta voru mörg effffff.......

Svo er það handboltinn á ÓL en við leikum við vini okkar Dani í dag. Ómögulegt er að spá nokkuð um úrslit þar sem um tvö sterk lið er að ræða en við verðum að vona það besta. Það sakar ekki að leggjast á bæn eða að reyna að beita hugarorkunni til að hjálpa strákunum okkar til sigurs.....Cool

Eigið góðan laugardag Smile


Áfram Ísland

Góðan daginn.

Verð að tjá mig aðeins um handboltaleikinn í gær sem var náttúrulega bara frábær. Ætlaði eiginlega ekki að horfa, er einhvernveginn ekki dottin í handboltagírinn ennþá og var bara að skúra í rólegheitunum og hlustaði  á beinu lýsinguna á Rás 2. Ákvað þó að hlassa mér í sófann og horfa þegar ég heyrði að okkar menn væru að snúa leiknum sér í hag og varð ekki fyrir vonbrigðum, því okkar menn áttu stórleik á móti ríkjandi heimsmeisturum. Svo er bara að sjá hvernig víkingunum okkar gengur í nótt á móti Kóreu.

 

IMG 0348

 

 Mínir menn í 2.flokki KA A-deild unnu langþráðan sigur í kvöld á FH. Skemmtilegur og spennandi leikur. Unglingurinn minn fékk að spreyta sig á vinstri kantinum um tíma og stóð sig bara vel.

 

 

                                              

IMG 0350
 Lokatölur urðu 2:1 okkur í vil. Flott strákar. Svo er stórleikur hjá þeim nk mánudag en þá spila þeir á móti erkifjendunum Þór á sjálfum Akureyrarvelli. Ljótt að missa að því. Klónun hefði í þessu tilviki komið sér vel.......
 
 
 
 
 
 
 

IMG 1127

  

Á morgun verður litla skruddan 2ja ára. Vá hvað tíminn líður hratt. Hún byrjar líka á leikskóla 15.september. Þetta verður víst komið á fermingaraldurinn áður en maður veit af.......

Hérna sést mín á milljón á trampólíninu góða í Borgarfirðinum. 

 
 
 
Heimasætan hefur lokið sínum fótboltamótum þetta sumarið en æfir ótrauð áfram. Henni finnst líka rosagaman að hoppa á trampólíninu. Þessi elska spyr mig reglulega hvort hún hafi ekki verið stilltust af þeim systkinum og auðvitað svarar mamma..........................................Tounge
IMG 1129
 
                                                                 

IMG 1031

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

234 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband