Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Vetur konungur bankar uppá

Góðan dag. 

Bloggleti gert vart við sig undanfarið  en er nú vonandi á undanhaldi.

Vetur konungur heilsaði Norðlendingum í morgun með snjó og hálku. Keyrði því ákaflega varlega í ræktina í morgun. Maður verður alltaf jafnhissa þegar hann kemur þessi blessaði snjór og finnst hann ævinlega vera snemma á ferðinni sem hann jú er líka.  En öll él birtir upp um síðir og það gerir það vonandi líka núna.

Maður hefur heyrt ótrúlegustu sögur hér úr bænum undanfarið af einkennilegum mönnum sem eru að hrella bæjarbúa.Nei ég er ekki að tala um jólasveinana enda eitthvað í að þeir komi til byggða. Einn braust inn hjá ungri konu hér í bæ í skjóli nætur og vaknaði hún upp við að hann stóð við rúmgaflinn með vasaljós í hendi. Eðlilega brá stúlkunni í brún og öskraði heldur hressilega . Það hressilega reyndar  að þrjótinum brá svo að hann öskraði jafnhátt og stakk af. Hann var á þvílíkri hraðferðinni að hann gleymdi bílnum sínum og hefur því líklega verið auðvelt að hafa uppá kauða Tounge.....

Svo var það annar sem bankaði uppá grímuklæddur með slökkvitæki í hendi og sprautaði á og lamdi þann sem kom til dyra. Þessi snillingur hvarf út í myrkrið en hefur vonandi fundist. Já á öllu getur maður nú átt von á þegar maður fer til dyra og kannski vissara að fara að taka með sér barefli, já eða bara slökkvitækið þegar dyrabjöllunni er hringtWoundering.

Gamla góða íslenska krónan heldur áfram að vera í frjálsu falli. Íslenskir prestar á Norðurlöndunum sem fá launin sín greidd frá Íslandi kvarta sáran sem eðlilegt er því launin þeirra skerðast um 40-60 % . Þeir eru ekki þeir einu sem eiga um sárt að binda fjárhagslega þessa dagana, það er nokkuð öruggt.  En vonandi birtir þetta él líka upp um síðir......

Eigið góðan fimmtudag Smile 

 


Þeir voru að fá hann í Húseyjarkvíslinni....

Þá er grasekkjutímbili mínu lokið í bili því bóndinn er kominn heim úr síðustu karlaveiðiferð ársins  sem var farin var að venju í Húseyjarkvísl í Skagafirði með Mokveiðifélaginu.

a59358c6 b52d 4112 8c6e 7d5fe69944c4 MS

 

Ekki laust við að ég hafi öfundað hann aðeins eftir að ég sá myndir af aflanum. Þetta voru stórir og feitir sjóbirtingar sem allir fengu líf, þannig það er ennþá sjéns fyrir mig.......Tounge

Ég kemst þó sennilega seint í Mokveiðifélagið nema ef vera skyldi að ég  skipti um fótboltafélag eða kæmi nakin fram.....nei það síðarnefnda myndi sennilega ekki hjálpa....Tounge

 Lifið heil Smile

 

 

 


Letilíf......

Góðan og blessaðan. Tími til kominn að koma einhverju á blað eða þannig....

Litla skruddan byrjuð í leikskólanum og gengur vel. Held reyndar að viðbrigðin séu meiri fyrir mig því lífið breytist óneytanlega þegar litla snúllan er ekki lengur heima. Var reyndar búin að hlakka til að fá smá tíma fyrir mig en er ekki ennþá farin að njóta þess. Svona getur maður nú verið skrýtinnWoundering.

Ætlunin var nú að auka við sig vinnu en þá vildi nú svo einkennilega til að enga vinnu var að fá á deildinni minni sem hlýtur að teljast óvenjulegt í ljósi þess að við erum að tala um stöður hjúkrunarfræðinga.... Það er hinsvegar mjög jákvætt að að fullmannað er á deildinni og vildi ég óska að fleiri deildir á landinu gætu státað af því.  Bíð þolinmóð.....Whistling.

Nú ef aðgerðaleysið verður alveg að drepa mig get ég þó alltaf farið niður í fjöru og horft á andanefjurnar sem eru víst orðnar fimm. Margt vitlausaraSmile.  

 

 


Jólagjöfin í ár og ýmsir aðrir þankar....

Sagt var frá nýrri íslenskri framleiðslu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þe úri og kostaði stykkið 1,2 milljónirShocking. Það flaug í gegnum huga minn þegar ég hlustaði á fréttina: Hvaða asnar kaupa sér armbandsúr á þessu verði ????  Eftir að vera búin að hlusta á fréttina til enda komst ég að því að 8 "asnar" voru þegar búnir að tryggja sér gripinn en eingöngu voru framleidd 10 svona eðalúr. Kannski þetta sé jólagjöfin í ár ??? Hvað með kreppuna góðu ??? Í sama fréttatíma var sagt frá mikilli fjölgun á fólki sem leitaði sér sálfræðiaðstoðar vegna fjáhagsörðugleika.....Það hefur vonandi ekki keypt sér klukku fyrir rúmlega milljón ???? Svo finnst mér dýrt að kaupa  notaðan bíl fyrir unglinginn á 650 þúsund! Ég gæti keypt mér tvo notaða bíla fyrir verðmæti einnar klukku og samt náð að fylgjast með tímanum.... Shocking.

Já talandi um bílaviðskipti á fyrrnefndum bílum. Það er sko algjör frumskógur og betra að fara varlega því hætturnar leynast víðaFrown. Kynnið ykkur málin vel áður en þið farið út í svoleiðis viðskipti td með því að kynna ykkur málin á heimasíðu FÍB eða Umferðastofu.

Andanefjurnar eru víst orðnar  eftir þrjár, því ein af þeim fannst við ströndu nár. Blessuð sé minning hennar. Vonandi gleðja þessar eftirlifandi okkur áfram.

Eigið gott sunnudagskvöld og munið eftir fyrsta þætti Dagvaktarinnar sem hefst í kvöld á Stöð 2.....ókeypis auglýsing........... 


Grasekkja enn og aftur

Gleymdi að geta þess að ég er orðin grasekkja enn og aftur. Minn er stunginn af í enn eina en síðustu veiðiferð ársins ásamt elskulegum frændum sínum og United stuðningsmönnum (ef þeir eru ekki búnir að gefa liðið uppá bátinn...)Tounge  . Ekkert hefur heyrst úr Skagafirðinum og því er ekki vitað um aflabrögð.

Liverpool tekur á móti Stoke

Já nú er hafinn leikur Liverpool og Stoke á Anfield. Gerrard skoraði beint úr aukaspyrnu áður en 3 mínútur voru liðnar af leiknum en það mark var dæmt af, af einhverjum ástæðum sem voru ekki augljósar. Annars á Stoke vissan stað í hjarta mínu því þegar ég var barn hélt annar stóri bróðir með því liði og það voru Stokeplaköt út um allt í herberginu hansTounge . Með árunum fór hann þó að halda með okkar mönnum í Liverpool sem var auðvitað viturleg ákvörðun. En Stoke er komið í úrvalsdeildina en það er býsna langt síðan síðast. Þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar sem stendur með 3 stig en þeir lögðu Aston Villa að velli í ágúst. Það getur því allt gerst í boltanum og við spyrjum að leikslokum. En auðvitað segi ég : Áfram Liveropool eða Heia Liverpool eins og Norsararnir segja Smile .

Gengið til góðs.

Góðan og blessaðan laugardag.

Í dag var gengið/hlaupið/hjólað uppí í Hlíðarfjall ,skíðastað Akureyringa til styrktar Gísla Sverrissyni og fjölskyldu en Gísli lamaðist fyrir neðan brjóst í hjólaslysi fyrir skömmu eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við mæðgur ákváðum að leggja land undir fót og styrkja góðan málstað. Ég fór með litlu skruddu í vagninum, henni til mikils leiða en heimasætan gekk með vinkonu sinni . Á brattann var að sækja enda öll leiðin þe um 5 km á fótinn (allt að 12 % halli) og til að gera okkur þetta aðeins erfiðara blés kári karlinn stíft. En þetta hafðist allt fyrir rest og upp komumst við allar saman. Það er alltaf gaman að ganga og hreyfa sig en það verður ennþá skemmtilegra þegar gengið er til góðs. Það er líka á brattann að sækja fyrir Gísla og fjölskyldu. Vonandi verður þessi dagur og þessi ganga til að auðvelda þeim að takast á við þá bröttu brekku.

Eigið góðan laugardag Smile


Haustið heilsar

Góðan daginn.Veðurguðirninr eru sannarlega í stuði þessa dagana. Eins og flestum hlýtur að vera kunnugt hér norðan Alpa að þá gengu leifar Ikes nokkurs yfir okkur aðfaranótt gærdagsins. Hvílíkan hvell hef ég ekki upplifað áður þrátt fyrir háan aldur.....Tré rifnuðu upp með rótum og ef einhver trambólín hafa verið óbundin að þá hafa þau mjög líklega horfið á haf út. Þessu fylgdu óvenju margar hitagráður og fyrripartinn í gær vor 18 gráður á Akureyri. Veðrið í dag er þó líkara því sem við eigum að venjast á þessum árstíma þe dálítil stormsteita, súld,helmingi færri hitagráður en í gær og hvítir fjallstooppar. En nóg af veðri og best að láta veðurstofuna og hann Óla karlinn um það að mata okkur á upplýsingum um það.

Okkar menn í Liverpool fóru með sigur af hólmi þegar þeir spiluðu móti Marseille í Meistaradeild Evrópu á heimavelli þeirra síðarnefnduSmile. Gerrard fyrirliðinn sjálfur skoraði bæði mörkin, annað úr víti sem hann þurfti reyndar að endurtaka. Auðvitað klikkaði hann ekkert í endurtekningunni og þrumaði tuðrinni örugglega í markJoyful. Okkar menn slógu einmitt Marseille útúr deildinni í fyrra svo Frakkarnir hafa harma að hefna í næsta leik á Anfield. Snillingarnir í United eru hinsvegar ekki að gera merkilega hluti hvorki í Meistaradeildinni né ensku úrvalsdeildinni. Þetta hljóta að vera geysileg vonbrigði sérstaklega fyrir vini mína í Mokveiðifélaginu........Vil koma á framfæri skilaboðum til þeirra að ef þeir þurfa sálarhjálp að þá vita þeir hvert þeir geta leitað....Tounge.

Hef ekkert heyrt af hvölunum okkar en vona að þeir séu ennþá að spóka sig í Pollinum l

Eigið góðan dag Smile

 


Kafbátadraumar og fleira.

Góðan og margblessaðan.

Veðurblíðan heldur áfram að umvefja menn og málleysingja norðan heiða. Já þetta er eiginlega bara með ólíkindum og það er bara að njóta.

IMG 1314

Hvalirnir okkar eru líka á sínum stað og hefur að ég held, ekki fjölgað meira í þessum skrifuðu orðum. Heyrði á Rásinni áðan að fólk var beðið um að fara varlega á ökuknúnum farartækjum úti á Pollinum þs slík tæki gætu styggt skepnurnar og hugsanlega rekið þær uppí fjöru. Held að það hafi verið orð í tíma töluð því menn eru dálítið villtir á bátunum sínum þessa dagana

 

 

 

Á forsíðu Fréttablaðsins má lesa um hugsanleg kaup á kafbáti sem á að þjóta um Eyjafjörðinn. Ef það hefði verið 1.apríl í dag hefði þessi frétt strax legið undir grun en þs það er 15.september hlýtur  eitthvert sannleikskorn að liggja að baki. Kafbáturinn yrði fyrir 36 farþega og myndi fara á 5-12 sjómílna hraða um fjörðinn til að skoða undur hafsins og elta hvali í leiðinni. Gripurinn myndi kosta um 400 milljónir króna svo það er spurning hvað túrinn um fjörðinn myndi kosta ???? Líklega meira en td mánaðarlaun ljósmæðra !!! En hugmyndin er stórgóð Wink.  

En yfir í allt aðra sálma. Unglingurinn spilaði síðasta leik sumarsins með 2. flokki KA  á KA vellinum í gær.Mótherjarnir voru erkifjendur vorir þe Þór. Leikurinn fór 1:1 og ekki var mikið um tilþrif hjá okkar mönnum. Eftir leik fengum við að heyra líklega ástæðu.Þeir veiktust flestallir af magakveisu rétt fyrir leik með tilheyrandi Gullfoss og GeysiSick . 

Unglingurinn á fullu

 Líklegt er að um matareitrun hafi verið að ræða en þeir snæddu hádegisverð á einum af veitingastað bæjarins 2-3 tímum fyrir leik. Þetta er leiðinlegt fyrir alla aðila og hefur líklega tekið af okkur sigur þs við unnum þá 4:1 í fyrri leiknum. Annars var þetta einnig sögulegur leikur þs þetta var síðasti leikur sem spilaður var á grasi á KA vellinum en framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll hefjast innan skamms. Þá voru strákarnir á elsta árinu í 2. flokki að spila sinn síðasta leik með öðrum flokki sem gerir leikinn líka sérstakan. Áfram KA.

Njótið dagsins og blíðunnar.


Sætur sigur.....

Þessi yndislegi dagur varð óneitanlega ennþá betri eftir að okkar menn í Liverpool lögðu Rauðu djöflana að velli 2:1 á AnfieldSmile.bilde 

Liverpool var óneitanlega sterkara liðið í leiknum þrátt fyrir að Torres karlinn vermdi varamannabekkinn. Þetta leit reyndar ekki vel út þegar United kom boltanum í netið strax á fyrstu sekúndum leiksins en okkar menn áttu eiginlega leikinn eftir það. Hef sjaldan séð Ferguson jafn dapran og svo var hann ekki með tyggjóið sitt, kannski var það bara þess vegna......Þetta lofar góðu. Áfram Liverpool ! Hvað ætli bræður í Magnfélaginu segi núna ????? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

247 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband