Harðindi

Góðan og blessaðan daginn gott fólk og gleðilegt ár WizardWizardog hafið þökk fyrir það gamla sem svo sannarlega er rokið út í veður vind. Það nýja heilsar aldeilis með hressandi hviðum í andlitið og hvítri þykkri mjöll sem var þó búin að sýna sig fyrir nokkru hér norðan heiða.

Það eru ekki margir dagarnir sem okkur er ráðlegt að halda okkur heima með börnum okkar vegna óveðurs og ófærðar en einn slíkur heilsaði okkur í dag á sjöunda degi á nýju ári. Það væri kannski ekki svo vitlaust að hafa svona innidaga nokkrum sinnum á ári því þetta hlýtur jú að teljast fjölskylduvænt og samverustundum fjölkyldna fer jú fækkandi það er ég best veit. Svo hér sit ég við eldhúsborðið með litla sprelligosanum mínum og leira snúðakastala úr glansleirSmile

Gerði reyndar heiðarlega tilraun til að mæta í vinnu en sá draumur var úti þegar ég opnaði dyr leikskólans og komst að því að ég hefði átt að halda mig heima og ekki væri tekið á móti börnum  í dag nema í ítrustu neyð. Svo ég og sú stutta fórum bara heim, skriðum undir sæng, ég náði nokkrum blaðsíðum í Irsu og hún kláraði heila mynd. Ég tók auðvitað fréttirnar á slaginu átta í morgun eins og hálf þjóðin þar sem mörgum skólum var aflýst nema á Akureyri, þar var fólk hvatt til að vera heima. En maður er nú hvattur til að gera svo marga hluti sem maður svo ekki gerir að einhverjum ástæðum.

En ekki gátum við litla ofvirk legið í rúminu í allan morgun og var því hafist handa við að koma jólaskrautinu niður í kassa. Jólatrénu verður þó gefið "líf" í nokkra daga í viðbót Haloenda pungað út nokkrum þúsundköllum fyrir því á sínum tíma. Tréð sem okkur langaði þó mest í kostaði þó margfalt meira eða um 16.þúsund krónur enda barrheldið með eindæmum....en það er nú önnur saga. Jólaseríurnar fá líka að loga einhverja daga í viðbót enda veitir ekki af ljósum til að lýsa okkur í stórhríðinni þessa síðustu og verstu daga.

Heimasætan mín fylgdist aldrei þessu vant grannt með veðurspá í gærkveldi og var þess fullviss að hún færi ekki í skólann vegna óveðurs í dag. Hún tók því hvatningarorð Akureyrarbæjar um að fólk ætti að halda sig heima mjög svo hátíðlega á meðan móðir hennar dúðaði sig og ætlaði nú ekki að láta eitthvert óveður stoppa sig enda alin upp á Jökuldalnum þs menn kalla nú ekki allt ömmu sínaTounge.

En hér sit ég og get ekki annað og leira með glansleir eins og áður sagði. Glansa orðið eins og jólaskraut af leirnum, kannski eins gott til lífga uppá umhverfið eftir að alvörujólaskrautið hvarf ofan í pappakassana. Sú litla ofvirka er löngu horfin úr leirnum og farin að gera eithhvað annað. Líkaði ekki að mamma gamla veitti henni ekki 200 % athygli......Wink

Jæja gott fólk, vona að þið eigið góðan föstudag og helgi framundan. Á morgun skal engin stórhríð hindra að ég komist í vinnu. Bank,bank,bank og 7,9,13.

Blessi ykkur í bili.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 53501

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband