13.12.2009 | 19:48
Senn koma jólin
Gott kvöld góðir hálsar.
Nú styttist sannarlega til jóla og skammdegismyrkrið eykst jafnt og þétt. Það er líka frekar dimmt í sálu okkar Liverpoolmanna enda enn einn tapleikurinn staðreynd og það á heimavelli.
Draumurinn um toppsætið fer hratt kulnandi og nú fer þetta að vera spurning um að okkar menn nái 4. sætinu til að tryggja sér þátttökurétt í meistaradeildinni. En það er bara að reyna að gleyma þessum leik og hugsa um þann næsta sem er rétt handan við hornið eða á miðvikudag gegn Wigan. Það var auðvitað ljós í myrkrinu að toppliðin höluðu inn fáum stigum í þessari umferð.
Jólaundirbúningurinn er í góðum gír og bærinn skartar sínu fegursta, baðaður jólaljósum. Það var enginn kreppubragur á Glerártorgi í dag og hvergi stæði að fá. Nú streyma jólasveinarnir líka til bæjarins, Stekkjastaur og Giljagaur eru þegar mættir á svæðið og von er á Stúfi karlinum í nótt. Litla skrudda er búin að stilla Dóru stígvélinu sínu í gluggann, sem hefur gefist vel. Heimasætan sem trúir passlega mikið á jólasveininn stillti þrátt fyrir það upp uppáhaldstakkaskónum sínum í gluggann sinn og það fór heldur ekki fram hjá sveinunum góðu. Kosturinn við þetta uppátæki er einna helst að dömurnar sem oftast eru tregar í taumi þegar fara skal á fætur á morgnana,spretta nú á lappirnar til að kíkja í skófatnaðinn. Já er á meðan er þessa þrettán morgna.....
Hvorug hefur fengið kartöflu í skóinn ennsem komið er og tel ég líklegt að jólasveinarnir séu brjóstgóðir á krepputímum.... Annars líst litlu Skruddu ekkert meira en svo á þessa karlfauska og er smeik um að skyrgámur klári skyrbirgðir heimilisins og Kertasníkir steli öllum kertunum okkar..... Heimasætan klikkar ekki á því frekar en venjulega og er klár með jólagjafaóskalistann sem er svolítð í anda 2007 gullársins mikla...... en á honum má m.a finna ósk um ferð til Spánar eða Ítalíu, Nintendó rándýra leikjatölvu, ferð á Anfield.... hverjum langar ekki þangað þrátt fyrir allt ???.... En... hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá..... og svo er jú í lagi að óska sér ......
Eigið gott sunnudagskvöld sem er það þriðja í aðventu á þessu herrans ári !
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin
- HK fór illa með Eyjamenn
- Afturelding heldur sínu striki
- Auðvelt hjá meisturunum gegn botnliðinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.