Senn koma jólin

Gott kvöld góðir hálsar.

Nú styttist sannarlega til jóla og skammdegismyrkrið eykst jafnt og þétt. Það er líka frekar dimmt í sálu okkar Liverpoolmanna enda enn einn tapleikurinn staðreynd og það á heimavelliAngry

Teygt úr tánum á Anfield

 

 

 Draumurinn um toppsætið fer hratt kulnandi og nú fer þetta að vera spurning um að okkar menn nái 4. sætinu til að tryggja sér þátttökurétt í meistaradeildinni. En það er bara að reyna að gleyma þessum leik og hugsa um þann næsta sem er rétt handan við hornið eða á miðvikudag gegn Wigan. Það var auðvitað ljós í myrkrinu að toppliðin höluðu inn fáum stigum í þessari umferð.

 

 

 

 

     Jólaundirbúningurinn er í góðum gír og bærinn skartar sínu fegursta, baðaður jólaljósum. Það var enginn kreppubragur á Glerártorgi í dag og hvergi stæði að fá. Nú streyma jólasveinarnir líka til bæjarins, Stekkjastaur og Giljagaur eru þegar mættir á svæðið og von er á Stúfi karlinum í nótt. Litla skrudda er búin að stilla Dóru stígvélinu sínu í gluggann, sem hefur gefist vel. Heimasætan sem trúir passlega mikið á jólasveininn stillti þrátt fyrir það upp uppáhaldstakkaskónum sínum í gluggann sinn og það fór heldur ekki fram hjá sveinunum góðuSmile. Kosturinn við þetta uppátæki er einna helst að dömurnar sem oftast eru tregar í taumi þegar fara skal á fætur á morgnana,spretta nú á lappirnar til að kíkja í skófatnaðinn. Já er á meðan er þessa þrettán morgna....Wink

Snæfinnur snjókarl

 

Hvorug hefur fengið kartöflu í skóinn ennsem komið er og tel ég líklegt að jólasveinarnir séu brjóstgóðir á krepputímum.... Annars líst litlu Skruddu ekkert meira en svo á þessa karlfauska og er smeik um að skyrgámur klári skyrbirgðir heimilisins og Kertasníkir steli öllum kertunum okkar..... Heimasætan klikkar ekki á því frekar en venjulega og  er klár með jólagjafaóskalistann sem er svolítð í anda 2007 gullársins mikla...... en á honum má m.a finna ósk um ferð til Spánar eða Ítalíu, Nintendó rándýra leikjatölvu, ferð á Anfield.... hverjum langar ekki þangað þrátt fyrir allt ???.... En... hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá..... Happy og svo er jú í lagi að óska sér .....Wizard.

Eigið gott sunnudagskvöld sem er það þriðja í aðventu á þessu herrans ári ! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband