Flughræðsla eða ?

Gott og blessað sunnudagskvöldið !

Við hjónakornin brugðum okkur af bæ um helgina og tókum stefnuna á Reykjavík ,loftleiðina. Þetta var yndælis helgi og hefði verið 100 % afslöppun ef við hefðum sleppt Kringluröltinu og ringuleiðinni sem þar réði ríkjum á laugardaginn. Bjuggum á Hótel Hilton á vildarpunktum og létum dekra við okkur á alla kanta. Á laugardagskveldinu fórum við á jólafagnað Geðlæknafélagsins en þar bar hæst fyrirlestur vinnusálfræðingsins Eyþórs Eðvaldssonar sem hitti vel í mark á krepputímum. Semsagt yndisleg ferð í alla staði. En þá kem ég loksins að mergi málsins þ.e flughræðslunni. Já nú verð ég bara að viðurkenna að ég er líklega flughrædd W00t. Ég veit ekkert hræðilegra en þegar rödd flugstjórans glymur í hátalarakerfinu og segir: góðir farþegar, við lendum líklega í smáókyrrð en ég vona að það verði ekkert alvarlegt..... eða góðir farþegar það er strekkingsvindur í Reykjavík og því gætu orðið smá ókyrrð í lendingunni, ég finn hvernig ég spennist öll upp, herði ennfrekar á öryggisbeltinu sem skerst nú inn í merg og bein og held mér svo fast í sætið fyrir framan mig að hnúarnir hvítna....Frown á meðan situr minn heittelskaði með hökuna uppí loft og hrýturSleeping. Ó hvað hann á gott á meðan ég sit stíf og rifja upp helstu stórslys í flugsögu ÍslandsWoundering. Er þeirri stund fegnust þegar tilkynnt er um lækkun á flugi og svo verður bara spennufall þegar fast land er undir vélinni. Og þó svo maður hugsi flugáhöfninni oft þegjandi þörfina á meðan á hristingnum stendur að þá er maður ekkert nema elskulegheitin þegar flugvélin er yfirgefin og þakkar flugfreyjunni með virktum fyrir ferðina, slíkur er feginleikinn yfir að flugferðinni sé lokið. Þegar ég svo minnist á þessa flughræðslu mína við minn heittelskaða segir hann að ég fljúgi ekki nógu oft.... nú ef sú er raunin að þá er víst bara eitt ráð til við því.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

oh hvað ég skil þig - var alltaf svo flughrædd en þegar ég fór til Suður Ameríkuum árið þá flugum við á milli staða - fór 16 sinnum í loftið á 5 vikum og einhvernvegin dalaði flughræðslan.

Kannski ættir þú bara að koma oftar suður  í flugi en fyrir alla muni slepptu Kringlunni

Sigrún Óskars, 7.12.2009 kl. 11:46

2 identicon

Þú ættir bara hafa með þér tópas fleig það lagast allt og svo er maður svo glaður lengi á eftir. Veiði kveðja

magnum44 veiðigæt (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 53573

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband