3.12.2009 | 12:23
Dagur í lífi þreyttrar húsmóður
Góðan og blessaðan gærdaginn....
Hentist fram úr rúminu í skammdegismyrkrinu mikla en hægði aðeins á mér vegna bakeymsla . Hljóp á milli rúma og vakti börnin mín stór og smá . Unglingurinn fékk extra blíða vakningu enda afmælisdagurinn hans. Rak stuttu síðar á eftir heimasætunni sem eyðir orðið meiri tíma en ég fyrir framan baðspegilinn þrátt fyrir lágan aldur.
Skóflaði morgunmatnum í mig og aðra heimilismeðlimi og kvaddi stuttu síðar fjölskyldumeðlimi þegar þeir hurfu á brott hver á eftir öðrum í hina ýmsu stofnanir bæjarins sem nú fá allar að finna fyrir niðurskurðarhníf Steingríms og Jóhönnu. Skutlaði Skruddu litlu á leikskólann en brunaði sjálf í ræktina eftir að hafa tekið tvær Dóló eins og sönnu íþróttafólki sæmir, til að slá á bakverkinn. Kom heim eins og nýsleginn túskildingur og hringdi í góða vinkonu með det samme og bauð í lönsj. Sátum við kertaljós og sötruðum búst og reyndum að leysa vandamál þjóðarskútunnar en varð lítið ágengt. Dreif allar tvær smákökusortirnar á borðið sem ég barðist við að baka kvöldinu áður.
En tíminn leið alltof hratt og þá var stefnan tekin á sjúkrahúsið með heimasætuna í læknisheimsókn og blóðprufu. Uppáhald allra barna... Vorum rétt komnar heim þegar næsta heimsókn kom og meira var etið af smákökunum góðu og drukkið vel af Gevalía með sem var á hrikalega góðu tilboði í Bónus fyrir skömmu. Þessi góði gestur kom reyndar færandi hendi með hrútaberjahlaup og ég leysti hana líka út með gjöfum á formi laxfisks, einn af mörgum sem ég veiddi í sumar. Já, já má nú aðeins monta mig ...... Gestagangurinn hélt áfram en nú voru það tengdó sem duttu innúr dyrunum. Gaf tengdamömmu að sjálfsögðu að smakka á smákökunum góðu sem nú var nú farið að ganga hratt á.....Í millitíðinni sótti ég Skruddu litlu á leikskólann og tók Stígasleðann með en ég gleymdi að segja frá því að snjónum kyngdi niður í allan gærdag og nótt. Skrudda vildi auðvitað ekki sitja sleðanum á leiðinni heim heldur draga hann svo heimferðin tók drjúgan tíma enda komið 25-30 sm lag af nýföllnum snjó og erfitt fyrir stutta fætur.
Rétt fyrir sex var brunað í Hagkaup en heimasætunni hafði verið lofað verðlaunum þs hún stóð sig svo afskaplega vel hjá doksa. Það fór hinsvegar svo að hún fann ekkert en ég kom samt út 20.þúsund krónum fátækari þs ég splæsti í nokkrar jólagjafir og afmælisgjöf fyrir unglinginn en fyrir valinu varð bókin Mannasiðir eftir Gilzenegger og konfektkassi af bestu gerð svona ef honumn skildi sárna það að mamma hans væri að gefa honum mannasiðabók....... Splæsti líka pítsupartíi á hann og vini hans en gleymdi að hugsa um kvöldmat fyrir restina af fjölskyldunni svo samlokugrillið var kynt eins og oft áður í amstri dagsins ....
Minn heittelskaði datt innúr dyrunum á slaginu sjö í delux samlokurnar. Eftir þessa dýrindismáltíð var þvotti skóflað af ofnum (það var jú enginn þurrkur í gær) inní skápa, þvotti hent í þvottavél og þvotti mokað úr þvottavél á ofna. Þá voru teknar nokkrar nettar löngu tímabærar strokur yfir eldhúsgólfið , hornin fá þó að bíða þangað til nær dregur jólum.
Þegar klukkan var orðin hálfellefu að þá var það sófinn, handklæðið og heilög stund eins og alltaf á miðvikudagskvöldum þegar Greys fer í loftið . Þegar þeirri tárastund var lokið var fátt annað eftir en að kasta sér á koddann og hlaða batteríðið fyrir næsta dag .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
skemmtilegur dagur en ekkert skrítið þótt húsmóðir sé þreytt.
kveðja norður í snjóinn
Sigrún Óskars, 6.12.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.