25.9.2009 | 14:48
Helgin nálgast, jibbý
Góðan og blessaðan föstudag já þann síðasta í septembermánuði. Tíminn fjýgur sannarlega áfram og með þessu áframhaldi verða komin jól fyrr en varir .
Ég ákvað að taka smá hlé frá bloggi vegna heitrar umræðu hér á blogginu mínu síðustu daga og vikur. Já nú veit ég þó hvernig maður á að æsa lýðinn upp. Það er bara að vera svolítið fanatískur á tóbak og hata Manchester United þá fær maður viðbrögð. Sjálfsagt væri hægt að kríja út nokkur komment líka ef ég segðist ánægð með nýjasta ritstjórann á Morgunblaðinu en það er bannað að skrökva svo ég læt það ógert.Sjálfsagt hefur hálf þjóðin tjáð sig um það mál síðasta sólarhringinn en ég á eftir að sjá að menn segi Mogganum upp eða hætti að lesa Mbl.is og kveðji Moggabloggið. Það væri auðvitað það eina rétta ef menn vilja sýna andstöðu sína. Það þýðir ekki að skvetta endalausri rauðri málningu á hús óvinanna, kannski þurfum við að láta verkin tala meira. Segja upp Mogganum, hætta að versla í Bónus, segja upp Stöð 2 osfrv til að minna á að við erum ekki búin að gleyma ! En kannski er það ekki til neins heldur. Við erum bara peð í stóru tafli.
En nóg um það. Framundan er bara yndisleg helgi í sumarbústað með gömlum og góðum vinkonum. Ætlum að eta á okkur gat,hlægja okkur máttlausar, grenja yfir væmnum myndum, verða að rúsínum í heita pottinum og svo að sjálfsögðu að viðra okkur í yndislega fallegum haustlitum. Var að spá í hvort ég ætti að lauma veiðistönginni með því ég veit af einni á í nágrenninu en reyni að sitja á mér......
Eigið góða helgi !
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.