20.9.2009 | 14:56
Eru fótboltaleikirnir lengri í Manchester en annarsstaðar ??
Já maður spyr sig !
En þvílíkur fótboltaleikur. Citymenn gátu náttúrulega ekki rassgat stóran hluta seinnihálfleiks en svo nær Bellamy að jafna í 3:3 eftir varnarmistök hjá Ferdinand þegar klukkan sýnir um 91 mín. Aldrei sá ég viðbótartímann birtast á skjánum en hann reyndist þegar upp var staðir tæplega 6 mínútur í seinnihálfleik sem urðu engar tafir í. Ef ég væri dómari Martin Atkinson myndi ég halda mig innandyra næstu daga.
Enn einn sigurinn sem United fær á gullfati.
Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
City skoruðu á 90 min, leikurinn hófst aftur kringum 91:30. United gerðu einnig skiptingu í uppbótartímanum og það bættist við upphaflegu 4 mínúturnar eða hvað það nú var sem var bætt við leikinn...
Krummi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:04
hahaha, 5 mörk, 4 skiptingar, þ.a.m ein í uppbótartíma. Ef við reiknum dæmið er hver skipting 30 sek
Þannig að 90+4(uppbótar)+1,5(markið sem city skoraði)+0,5(skiptingin). Þetta eru 96 mín, sem er bara alveg skiljanlegt miðað við hvernig leikurinn spilaðist.
En þessi jafna mín er kannski of flókin fyrir poolara og aðra
kári (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:09
Er reiknuð mínúta á hverja skiptingu ??
Það eina góða við sigurmark United var að það var gamall Liverpoolmaður sem setti það.
Guðrún Una Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 15:09
Takk fyrir upplýsingarnar Kári og til hamingju með sigurinn. Fyrst þú ert svona fróður getur þú kannski útskýrt "jafna mín" ??
Guðrún Una Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 15:12
Þessi jafna er mjög skiljanleg kári, og ætla ég ekki að þræta um þetta. er nú þegar buinn að skilja það að manchester menn eru með sínar eigin reglur á old trafford.
siggi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:30
Hvurn andskotan kemur skipting viðbótartíma við ..... hún er bara hluti af leiknum. Á þá alltaf að stoppa tímann þegar horn er tekið, víti og innköst. Verið ekki með þessa vitleysu það er bara þegar eitthvað sem er ekki venjulegur hluti af leiknum eins og þegar menn meiðast mikið eða eitthvað þvíumlíkt sem bætt er við tímann. Annars endar þetta í vitleysu og af hverju kom tíminn ekki á skjáinn eins og venjulega frá aðstoðardómara ?
Hannes Ívar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:39
Hættið svona bulli og sérstaklega þú Siggi. Dómararnir ráða öllu á Old Trafford eins og öllum öðrum völlum og skiptir þá engu hvaða reglur MU hefur annars sett þar.
Viðar Friðgeirsson, 20.9.2009 kl. 15:40
uuuuu 4 min bætt við, city fagnaði í dágóðan tíma félagi svo kom Carrick inná fyrir anderson, Micha Richards tók hálfa mínutu í að taka innkast
CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:45
Eftir ekki svo langan tíma þegar City er orðið stórlið fá þeir svona sposlum líka.. Þessar reglur um uppbóta tíma virðist miskiljast stóru liðunum í hag.....
Banjó (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:49
Misskiljast stóru liðunum í hag? Hvað ef City menn hefðu skorað á 5. eða 6. mín uppbótartíma? Ég er viss um að flestir hefðu þagað þá.
....................................... (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:00
Fagnaðarlæti City manna tóku aðeins 45 sekúndur. Hafi verið 4 mínútur í töf þá bætast þessar 45 sekúndur við. Semsagt 4:45 sek í töf !
Markið kom hinsvegar á 5:25 mínútu ! Markið kolólöglegt. Dómarinn að hjálpa Man.Utd og er það þar af leiðandi óumdeilanleg staðreind.
Skiptingar teljast ekki til tafa. Dómarinn stoppar klukkuna sjálfur þar. Jafnvel þó svo að hann hafi ekki gert það í lokinn þá er aldrei meira en 30 sekúndur í slíkar skiptingar. Þá er niðurstaðan samt sú að leikurinn var búinn c.a 40 sekúndum áður en markið kom.
P.S Dómari má ekki ákveða að leifa liði að klára sóknina. Leikurinn er búinn þegar hann er búinn. Alvega sama þó lið sé í vænlegri sókn.
Svindl er niðurstaðann.
Már (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:51
Sem gerir sigurinn enn sætari.... hahahahaha gaman að sjá allt þetta væl og fæstir vælanna eru City fans. Hmmmm?
3 stig til Man U allt dómaranum að þakka eins og c.a. 18 titlar.... vonandi að dómarar reddi okkur þeim 19. líka. Það er nefnilega alveg sérstaklega gaman að vinna þegar allir væla yfir svindli, maður fær extra sigur kikk. Semsagt sigur hjá Man U og væl frá Liverpool.....ég ætla að vita í Hreim (LIverpool mann) Lífið er yndislegt sjáðu....
Þórður Helgi Þórðarson, 20.9.2009 kl. 17:03
Sigrar Man.UTd eru orðnir mun tæpari en þeir voru áður. Samanber þennann ólöglega sigur og svo sjálfsmark Arsenal á dögunum. Samt allt á heimavelli.
Ég skil að Man.Utd menn séu ánægðir með sigurinn en þeir ættu að óttast frekar. Ég fæ ekki betur séð en að nokkur önnur lið séu jafnvel mun betri en þeir.
Það mun sannast þegar lengra dregur á leiktíðina. Þá fara menn að væla Ronaldo hefði ekki látið þetta fara svona buhúuu.
Man.Utd verða teknir í bakaríið á ansi mörgum útivöllum á tímabilinu.
Heimsigrana fá þeir hinsvegar alltaf. Enda er þetta heimavöllur í öllum þeim skilningi orðsins sem hægt er að hugsa sér.
Már (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:12
Ég hef nú aldrei verið dómari í fótboltaleik, en er það ekki þannig að þeir stoppa bara klukkuna sína þegar þeim finnst það við eiga og setja hana svo í gang aftur þegar leikurinn heldur áfram. Síðan flauta þeir bara þegar komnar eru 90 mínútur. Og þar fyrir utan var leikurinn jafnlangur hjá báðum liðum.
Gísli Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 17:16
Már... þú ert hálvit. reiknaðu 4 min + 45 sek (veit ekki hvernig þú fékkst þessa nákvæmu tölu eeeeen) + 30 sek sem dómarinn bætir víst við (aldrei heirt annað en að dómarin bæti EKKI við 30 sek við skiptingu, hvaða komuð þið alltíeinu með þessa vitleysu að hann geri það ekki??!) = rúmar 6 min. Hættu að gera þig að óendanlegu fífli með að saka dómarann um að leifa leiknum að ganga þangað til United myndu skora, það er heimskulegt og þú ert heimskur. Dómarinn er dómarinn og hann ræður því sem gengur á. Og það hefur aldrei heirst neitt vafamál um það hvort Fergusson sé að borga dómurum hægri vinstri... þannig ekki þið þykjast vera e-h fagmenn og kalla United Mafíu eða svindlara! Sjúgiði Skít!
Sindri (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:18
ÉG vona að andlega veikt fólk á borð við sindra haldi sig frá bloggheimum.
Sigríður (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:20
Viðbótartími virkar fyrir bæði lið... Það að Man Utd skoraði gerir alla vitlausa. City menn hefðu ekki sagt nokkurn skapaðan hlut ef þeir hefðu skorað..
Og Hannes Ívar... Í guðanna bænum lestu reglurnar áður en þú ferð að tjá þig um viðbótartíma og hvernig hann er reiknaður. Ef leikurinn væri eins og þú ert að segja þá er flautað af á 90 mín punktur þar sem allt er inn í venjulegum leiktíma.. Þér til fróðleiks þá er alltaf bætt við 30 sec við hverja skiptingu. Það er bætt við tímann þegar skorað er og svo er sérstaklega bætt við ef menn eru augljóslega að tefja leikinn og það á við um öll lið. Flettu þessu upp karlinn minn og tjáðu þig svo....
Siggi Gunn (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:24
Már hér er spurning fyrir þig??? Virkaði sem sagt uppbótartíminn bara fyrir Man Utd..Voru City menn farnir í sturtu... Í guðanna bænum hugsiði um hvað þið eruð að skrifa.. City menn hefðu alveg eins getað náð skyndisókn skorað og unnið....En eins og alltaf þá hefur Man Utd unnið þetta allt saman á mútum og svindli er það ekki???
Sgunn (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:29
Sindri sindri sindri....hitti ég á veikan blett á þinni litlu sál ?
Dómarinn bætir ekki við töfum í skiptingu. Hann stoppar klukkuna. Sérstaklega þegar búið er að ákveða töfina (4 mín sem reindar aldrei komu fram og enginn skilur hvernig urðu til því leikurinn fékk að fljóta allann tímann)
Jafnvel þó þú gefir þessar 30 sekúndur þá var leikurinn búinn. Eigum við að segja 5:15 sekúndur ? Markið kom síðar en það.
Það merkilega var svo að dómarinn leifði leiknum að fljóta í 30 sekúndum lengur eftir markið. Var greinlega með skömmina í botni og reyndi að fela sín mistök með því að þykjast hafa tímann aðeins lengur.
Sjáið til Dómaratríóið mun koma fram og byðjast afsökunar í Englandi eftir þennan leik og sérfræðingar sem skoða leikinn munu sýna fram á mistökinn.
Það er nokkuð ljóst að þú ert vanheill og augsjáanlega sá hálfviti sem þú ert að kalla aðra. En þangað til þá njóttu sigursins. Hann verður afsannaður með réttu.
Már (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:29
Það er ansi fyndið að sjá utd menn reyna að halda því fram að 7 mínútur hafi verið eðlilegur uppbótartími í leik þar sem engar tafir né meiðsli hafi átt sér stað. Menn hafa fótbrotnað í leikjum með tilheyrandi töfum og ekki 7 mínútum verið bætt við. Síðan hvenær er svo farið að bæta við tíma út af mörkum skoruðum? Ef það væri staðan hefði Ísland Eistland farið vel yfir 100 mínúturnar total... 12 mörk og 6 skiptingar. Hugsa bara aðeins strákar.... bara svona rétt svo þið verðið ykkur sjálfum ekki til skammar.
PP (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:42
hehehe misstir greinilega af miklum hluta úr commentinu mínu, svarar mér enngan vegin.
Ég hugsa að þú sért hreinlega vanfær um að fylgjast með knattspyrnuleikjum. hvaðan fær þú 5:15 leikurinn átti klárlega að vera rúmar 6 min. fyrir utan United fagnið. Enn og aftur HVAÐA FÁIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ SÉ EKKI BÆTT VIÐ 30 SEKÚNDUM? Þetta er mjög þekkt regla og veit þetta nánast hver sem fylgist með knattspyrnu af e-h viti. Þú sérð klárlega að þú hefur rangt fyrir þér en þú ert kominn svo langt með þetta að þú þorir ekki að viðurkenna mistök þín. Já verður gaman að sjá dómarana koma og biðjast fyrirgefningar á því að hafa bætt aukalega við 15 sekúndum (ef við förum eftir þínum rökum), sérstaklega þar sem dómarar biðjast ekki afsökunar nema það sé 120% mistök að þeirra hálfu.
Eigðu góða viku Már og vonandi geriru þig ekki að meira fífli en þú ert búnn að gera hérna á þessum yndislega sunnudegi
P.s. PP, það er ekki látið tímann ganga á meðan liðin fagna markinu. Markið sjálft er enngin töf. dööööö
Sindri (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:52
Í íslensku knattspyrnulögunum segir eftir farandi um viðbótartíma:
Viðbótartími
Bættur skal upp í hvorum hálfleik fyrir sig allur sá tími sem hefur tapast:
• vegna leikmannaskipta
• þegar metin eru meiðsli leikmanna
• þegar meiddir leikmenn eru færðir af leikvelli til aðhlynningar
• vegna leiktafa
• vegna annarra ástæðna
Dómarinn metur hver viðbótartíminn skuli vera.
Reikna með að þetta sé svipað í enska boltanum.
Guðrún Una Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 18:49
"Bellamy scores at 89:55, after the four minutes were signalled. Play wasn't restarted until 91:01 (1:06 time wasted). United won a corner, Anderson was subbed for Carrick (30 seconds). That gives us a total of 1:36 over the original four minutes, and Owen scored at 95:28 (ie. 8 seconds short of this)."
Jon Hr (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 18:54
Mér finnst best hjá þessum manvitsbrekkum að þeir tala alltaf um að dómarinn stoppi tímann í skiptingum.... það er akkurat það sem verið er að tala um HANN STOPPAR TÍMANN!!! Klukkan uppi í horninu heldur áfram að tikka!!!! heimska pakk. Þess vegna er bætt við tíma, dómarinn stoppaði klukkuna og hann hefur stoppað klukkuna í rúmlega 6 min í þessum leik..... Már snillingur
Sindri sindri sindri....hitti ég á veikan blett á þinni litlu sál ?
Dómarinn bætir ekki við töfum í skiptingu. Hann stoppar klukkuna....... og hvað gerir hann við stopp tímann?
Þórður Helgi Þórðarson, 20.9.2009 kl. 19:42
Hughes knattspyrnustjóri þeirra Citymanna var að vonum svekktur og hafði þetta að segja eftir leikinn.
(tekið af heimasíðu Manchester City)
Mark Hughes left Old Trafford this afternoon harbouring a grievance but immensely proud of his men
Michael Owen’s injury time winner for United stole the points but it didn’t mask the qualities shown by the Blues who equalised three times before missing out in injury time.
And it was those additional minutes that had Hughes in a controlled fury at the end of the contest.
“The board had gone up for four minutes of additional time at the same time as Craig Bellamy made it 3-3,” observed Hughes.
“The additional time after the four minutes didn’t sit comfortably with me. We feel aggrieved. Everyone in the stadium knew the time allotted. I would like an explanation why more was added on but I rather doubt that I will get it.
“The fourth official said time was added because of our goal celebration but that lasted only forty-five seconds.
What is really upsetting is that we have no tangible reward for a huge effort and that other people played a hand in the result.
...Mark Hughes
Guðrún Una Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 19:46
þessu tíma< var réttilega bætt við, því boltinn verður að vera í leik í 90 min... tíminn er stoppaður við skiptingar , meiðsli . fögn við mörkum og ef lið er að tefja (td innköst, hornspyrnur og svo framvegis...) city skoraði eftir að fjórði dómari gaf til kynna 4 min, þá er 1 min og 6 sekundum bætt við, síðan er skipting hjá man utd 30 sek.. það 1 mínuta og 36 sekúndur... markið kemur 95:28..sem sagt 6 sekúndum áður en 1:36 eru liðnar, svo bættist aftur við sá tími sem tók man utd að fagna.....
svo eru nú líka 2 lið á vellinum og þessi auka tími er ekki bara í hag fyrir annað liðið, þessi auka tími var jafn langur hjá báðum liðum.. man utd nýtti hann en ekki man city. þar liggur munurinn. svo var þessi sigur bara sanngjarn í alla staði, man utd mun betri aðillinn í leiknum og það er bara vegna mistaka man utd manna að city skoraði 3 mörk.... man city fékk eiginlega 2 mörk gefins.. en mistök eru hluti af leiknum...
BubbiGullyson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:02
Ferguson hringdi í dómarann og heimtaði að hann bætti meira við svo United fengi tækifæri til að sigra. Þetta er ekkert flókið enda bara sanngjarnt á heimavelli.
Ólafur Gíslason, 21.9.2009 kl. 01:10
Síðan hvenær í andskotanum er tíma bætt við vegna þess að lið skori mark... hef séð þá ekki ófáa leikina þar sem skoruð eru 2-3 mörk í fyrri hálfleik og engum tíma bætt við (og það er ekki vegna þess að þá var bætt við í síðari hálfleik....) Ef það hefði verið málið hefði leikurinn átt að vera í lámark 100 mínútur vegna skoraðra marka og fagnaðarláta.... heldur ekki vatni.
RIP (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:35
Bæði lið fengu að spila í uppbótartímanum er það ekki? punktur væli væli... p.s takk Benítes fyrir að vilja ekki Owen :) Og takk liverpool fyrir að eiga svona hörundsára stuðningsmenn það gerir þetta allt eitthvað svo mikklu sætara,skemmtilegra,æðislegra og yndislegra
Sævar (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.