Veiðidella á háu stigi !

Góðan daginn gott fólk á þessum 12. degi septembermánaðar.

 Ég held að ég sé komin með veiðidellu á háu stigi. Gefum okkur að til séu 6 stig veiðidellu eins og til eru 6 stig viðbragðsstöðu gegn svínaflensunni og það sjötta sé alvarlegasta stigið að þá ligg ég líklega í kringum fimm.

Ég hef þjáðst af þessum kvilla í nokkur ár en nú hef ég á tilfinningunni að hann hafi ágerst undanfarnar vikur. Máli mínu til sönnunar ætla ég að segja ykkur litla sögu.

Ég brunaði austur á æskustöðvar mínar Jökuldal fyrir skömmu. Fyrir lá að hjálpa bróður mínum í fyrstu smalamennsku. Þið sem fylgist eitthvað með laxveiði þarna austan Alpafjalla vitið kannski um fyrsta laxinn sem veiddist uppá Dal í sumar. Síðan þá hefur ríkt mikil veiðiáhugi innan stórfjölskyldunnar. Það fór því svo að mín tók með sér veiðistöngina í smalamennskuna. Talandi um að slá tvær flugur í einu höggi.

Við löbbum nefnilega sem leið liggur meðfram Hnefilsdalsánni sem gaf laxinn fræga og það voru nokkrir hyljir þarna efra sem átti eftir að kanna. Ég fékk því að smala næst ánni meðan hinir fóru lengra uppí fjallshlíðarnar. Mín hljóp upp og niður gilið og kannaði hyljina en varð einskis vör fyrir utan nokkrar fjörugar fjallableikjur sem höfðu líklega aldrei séð glansandi spúna fyrr. Þegar líða tók á gleymdi ég mér aðeins við einn hylinn og varð því töluvert á eftir hinum smölunum. Það var því ekkert annað í boði en að spretta úr spori og sjá hverju líkamsræktin hafði skilað. Svo mín stökk af stað með veiðistöngina í annari. Vissi svo ekki fyrr til en ég lá kylliflöt innan um þúfur og rolluslóðir með snúna löpp og verk.is í löppinni. Vissi strax að lengra færi ég ekki svo þökk sé gsm sambandi landið um kring að þá gat ég látið vita af þessu óhappi mínu með litlu stolti þó. Hugsaði með mér: Skollinn ég hefði ekk i átt að fara í síðasta hylinn....... og það var einmitt á þessu augnabliki þegar mér tókst að stíga í lappirnar eða öllu heldur löppina og hoppa heim á annarri í þúfunum góðu sem urðu mér að falli, styðjandi mig við bölvaða veiðistöngina að ég hugsaði: Guðrún nú ertu líklega komin á efstu stig veiðidellunnar..... !!!

 

IMG 6449

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband