9.9.2009 | 14:30
Allt fyrir heimilisfriðinn !
Góðan og blessaðan daginn. Já það er aftur sumar í lofti hér norðan heiða, guði sé lof.
Þegar manni fer að leiðast að lesa um hægfara björgunaraðgerðir stjórnvalda á afleiðingum kreppukerlingar sækir maður í annað fréttaefni. Og þá er það þessi skemmtilega frétt um bók sem nýlega kom út og byggist á viðtölum sem tveir bandarískir prófessorar tóku við 1000 konur. Þar kemur fram að konur þurfa alltaf að hafa einhverja ástæðu til að stunda kynlíf. Þær gera það semsagt ekki af löngun eða ást. Ástæðurnar eru í hundaraðatali og má þar nefna að þær njóti ásta með maka sínum til að fyribyggja mígreni,auka sjálfsöryggi, til létta lund bóndans og gera hann samvinnuþýðari ma við heimilisverkin og þetta verður því stór liður í að halda heimilisfriðinn.
Já konur vilja semsagt fá eitthvað fyrir sinn snúð samkvæmt þessu.
Á mínu heimili ríkir mikill friður. Minn heitelskaði er líka samvinnuþýður í meira lagi,langoftast léttur í lund og nokkuð iðinn við heimilisstörfin. Ég er líka nánast aldrei með hausverk og sjálfsöruggið uppmálað..... Hvort þessa þætti megi þakka ástarleikjum okkar hjóna skal látið liggja milli hluta en fréttin er engu að síður góð og lestur hennar er ágætis leið til að flýja neikvæðar fréttir raunveruleikans.
Kynlíf fyrir heimilisfriðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Konan var háttuð þegar eiginmaðurinn til margra ára kom inn í svefnherbergið með vatnsglas og tvær hvítar töflur á undirskál. Hann lagði þetta varlega á náttborð konu sinnar og sagði: Gjörðu svo vel elskan.
Hvað er þetta? spurði konan.
Þetta eru höfuðverkjatöflur svaraði maðurinn.
En ég er ekki með höfuðverk sagði konan.
Gott að vita það sagði maðurinn um leið og hann smeygði sér undir sæng konunnar.
Sleggjan (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:15
Ha,ha þessi var góður.
Ég verð allavega ekki leidd í þessa gildru..... :-)
Guðrún Una Jónsdóttir, 9.9.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.