17.7.2009 | 21:28
Gubb og gaman
Gott og blesað kvöldið !
Eins og síðasta færsla gaf til kynna lagðist fölskyldan í flæking í gær með stefnuna á Símamótið í Kópavogi. Heimasætan fór reyndar með flugi um morguninn til að missa nú ekki af neinu og gisti með liði sínu KA í Salaskóla. Ferðalag hinna í fjölskyldunni landleiðina gekk vel þangað til litla skrudda ældi út um allan Pajeróinn í Hvalfjarðagöngunum af öllum stöðum. Við gátum nú lítið gert annað en að hlustað á gubbuhljóðin og vonað að sem minnst færi í bílinn og barnastólinn.Það má lengi halda í vonina en okkur varð semsagt ekki að ósk okkar og stóðum við í þrifum á bíl og stól langt framyfir miðnætti
. Litla skrudda var hinsvegar hin hressasta eftir þennar Geysi í Hvalfjarðagöngunum og heimtaði bara mat eftir að fellihýsið var reist á túnflöt í Kópavoginum í nágrenni við fótboltasvæði Breiðabliks. Nóttin hjá okkur leið án uppákoma þangað til við hrukkum upp við símhringingu í morgunsárið
. Það var fararstjóri heimasætunnar og hinna KA stúlknanna, heimasætan var komin með gubbupest og fyrsti fótboltaleikurinn á næsta leyti. Heimasætan var að sjálfsögðu niðurbrotin
, hún reiknaði með að missa af leikjum dagsins og stutt var í tárin
. Mínútu fyrir fyrsta leik dreif sú stutta sig hinsvegar á fætur og sagði:"Ég ætla að spila". Hún spilaði síðan alla fjóra leiki dagsins á meiri vilja en getu og stóð sig vel
. Stelpurnar unnu 3 leiki og gerðu eitt jafntefli. Þetta kallar maður hörku og ég er nú bara býsna stolt af afkvæminu og reyndar stelpunum öllum því þær voru að spila á móti alvöru liðum. Svona á að gera þetta stelpur. Vonandi verða allir heilsuhraustir í fyrramálið. Áfram KA
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.