Annar í hundadögum

Heil og sæl á öðrum degi hundadaga.

Það var eins og við manninn mælt að þegar hundadagar skullu á hvarf sólin og sælan á braut en þær hafa glatt hjörtu okkar Norðanmanna síðastliðnar tvær vikur . Það var kannski ekki við öðru að búast og er ábyggilega gott fyrir gróðurinn og ekki síður húðina. 

Landsmót UMFÍ á Akureyri er liðið og fór með eindæmum vel fram. Ný og stórglæsileg aðstaða á Þórssvæðinu naut sín til fulls og ekki spillti veðrið fyrir. Á laugardeginum var kannski fullheitt fyrir suma, allavega þá sem þreyttu svokallað Landsmótshlaup. Sigurvegari í kvenna í maraþoni var allavega ekki uppá marga fiska þegar hún nálgaðist markið og hrundi niður nokkrum metrum utan marklínu og var studd í mark af félögum sínum. Engu að síður fékk hún gullið um hálsinn á verðlaunaafhendingunni sem hefur verið mörgum umhugsunarefni síðustu daga. Hún kórónaði svo allt saman með því að æða í fjölmiðlana og kenna skipuleggjendum mótsins um ófarir sínar. Verð nú bara að segja að mér finnst þetta með ólíkindum og vona svo sannarlega að þessi hlaupadrottning sjái að sér og skili gullinu sama hver dómur dómnefndar verður. Ég tók þátt í 10 km hlaupinu og fannst allt til mikillar fyrirmyndar hvað varðar aðstæður og skipulagningu hlaupsins. 

Það styttist í sumarfrí fjölskyldunnar og á fimmtudagskvöld er stefnan sett á sjálfa höfuðborgina. Helginni verður reyndar eytt á hliðarlínum fótboltavalla hjá erkifjendunum Breiðabliks á svokölluðu Símamóti en það eru KA stelpurnar okkar í 6. flokki sem eru að fara að spila. Reikna síðan með að heimasætan nái að draga okkur inní ringulreið verslunarmiðstöðva höfuðborgarinnar eins og venjan er í þessum ferðum. 

Annars er sumarfríið lítið skipulagt en þó má reikna með nokkrum dögum í veiði ef ég þekki mitt fólk rétt.

Jæja bloggandinn er eitthvað daufur í dálkinn í kvöld svo ég held ég láti þessu lokið og bjóði góða nótt.

Lifið heil ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÁFRAM ÞÓR!!!

Eyrún (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband