19.6.2009 | 23:28
Tilraun til úrbóta
Gott og blessað föstudagskvöld á degi okkar kvenþjóðarinnar.
Ef fyrirbærið bloggleti er til hefur hún svo sannarlega dregið mig á tálar síðurstu daga og vikur. Nú skal gerð tilraun til úrbóta, á þessum annars fallega en ískalda degi hér norðan Alpafjalla.
Ég og mín fjölskylda brugðum okkur í frí austur á æskustöðvar mínar þ.e.a.s hinn margfræga Jökuldal. Móðir mín í kví,kví fyllti sjö tugi fyrir skömmu og hélt mikla veislu á aðalsamkomustað sveitarinnar Á Hreindýraslóðum. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á þá samkundu. Barnabörnin hennar sáu að mestu um skemmtiatriðin og fórst það vel úr hendi. Veislan var sannkölluð Elvisþema og átti það vel við þar sem sú gamla hefur dýrkað rokkgoðið frá örófi alda. Þegar líða tók á kvöldið færðist fjörið útí nýreista Hákonarstofu og þar kyrjuðu menn undir gítarleik í birtu og yl af varðeldinum góða.
Veiðarfærin voru að sjálfsögðu tekin með í sveitina, bæði Ellingsen og stangirnar. Haldið var uppí heiði og uppskeran var svo sannarlega góð. Ég fékk tvær bleikjur á stöng, önnur 3ja punda en hin 4ja og hef ég aldrei fengið svo stóra bleikju á stöng áður. Ég hef heldur aldrei kastað með ullarvettlingum áður en mjög kalt var í veðri þennan dag. Stærri bleikjur fengust í Ellingsen veiðarfæri og sú síðasta sem leit dagsins ljós var heil sjö pund. Karl faðir minn var að springa úr monti þegar hann, tengdapabbi og minn heittelskaði komu úr heiðinni með fenginn stóra.
Mikill laxveiðihugur hefur gripið um sig í sveitinni eftir að Jökla gamla var beisluð uppí Kárahnjúkavirkjun. Félagið Strengir á heiður af því. Sama dag og við köstuðum kveðju á fólkið mitt var nýbúið að útbúa sleppitjörn við Hneflu en það er bergvatnsá sem rennur fram hjá æskuheimilli mínu ofan í Jöklu og hefur svæft mig í gegnum árin. Hver veit því nema maður eigi eftir að renna fyrir lax í Hneflu á komandi árum ? Pabbi gamli er því orðinn seiðabóndi en hann ætlar að fóðra seiðin áður en þau fara á vit ævintýranna niður Jöklu og ofan í sjó.
"Burte er bra en hjemme er best "segja Norsararnir og það sama gildir hér. Það var því gott að sofna í sínu bæli í gærkveldi og svaf fjölskyldan óvenju lengi í morgun. Í gærkveldi lenti ég reyndar óvænt á tónleika með hinum stórskemmtilega KK og var það heldur ekki til að spilla nætursvefninum.
Á morgun er stefnan sett á Kvennahlaup með heimasætunni en hún ætlar að spreita sig á 4 kílómetrum og mamma gamla ætlar að skokka með henni og hvetja hana áfram. Málstaðurinn er jú góður svo ekki sé nú minnst á félagsskapinn. Það er vonandi að Bíladagagengið verði lagst til hvílu þegar við dömurnar mætum á Ráðhústorg í fyrramálið en þessum Bíladögum hefur alltaf fylgt mikið öl og böl og verið bænum frekar til ósóma frekar en hitt.
Vonandi eigið þið gott föstudagskvöld og konur til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
vona að skokkið hafi gengið vel
kveðja norður til þín
Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.