Áfram Ísland

Jæja þá fer þetta að styttast og júróvisjónskjálftinn farinn að gera vart við sig. Ég hef góða trú að okkar lag komist uppúr undanúrslitum og fer maður ekki orðið fram á meira í þessu Austantjaldsmakki.

Í þættinum Alla leið  í gær var pólska lagið í spilun og  og stórspekulantarnir vildu meina að það væri keimlíkt íslenska framlaginu. Byrjunin er svipuð en íslenska viðlagið er meira áberandi en í þessu pólska en þið getið dæmt sjálf á myndbandinu hér fyrir neðan. Set ekki íslenska lagið hér inn í þeirri góðu trú að þið kunnið það orðið utan að .

 

 Það góða við þetta allt saman er að þessi tvö lög eru á sitthvoru undanúrslitakvöldinu svo þetta ætti ekki að koma að sök.

Uppáhaldið mitt í þessari keppni er hinsvegar hinn ungi, norski Alexander Rybak sem syngur Ævintýri eða Fairytale. Lagið og flytjandinn hafa allt til brunns að bera til að bera sigur úr býtum í keppni sem þessari. Drengurinn er náttúrulega bara frábær söngvari, lagið er grípandi, fiðlan og dansarnir koma flott inní þetta og svo er pilturinn himneskur í útliti og það spillir ekki að hann er ættaður frá Rússlandi þs keppnin fer fram í Moskvu. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar....

Því segi ég bara áfram Ísland og Noregur auðvitað líka ! Eigið gott sunnudagskvöld ! 

 

 


mbl.is Á leið til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta norska lag er nú alveg frábært!! Fær 12 stig frá mér.  Kær kv. Ásta tannsi.

Ásta Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 02:02

2 identicon

Samkvæmt áhorfi á you tube gæti slagurinn orðið milli Noregs og Tyrklands,„heia Norge„

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 03:41

3 Smámynd: JEG

Hér verður eflaust lítill tími í júró vegna anna eins og venjulega en þó aldrei að vita.

JEG, 4.5.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband