Nokkur orð að norðan

Gott kvöld á þriðja degi þorra.

Upphaf þorra hefur einkennst af mikilli dramatík í íslenskum stjórnmálum. Þjóðina setti hljóða við tíðindi sem forsætisráðherra bar okkur á sjálfan bóndadaginn. Hverjum hefði dottið í hug að formaður Sjálfstæðisflokksins myndi þurfa að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi ? Þessi tilkynning kom sem reiðarslag fyrir flesta. Hörður Torfa neitaði þó lengi að láta þetta hafa áhrif á mótmæli sín og sinna manna og talaði um pólitískar reykbombur og óheppilega tímasetningu á opinberun  þessara veikinda og ekki mætti blanda saman einkalífi og stjórnmálum. Hann lét sér þó segjast og bað forsætisráðherra afsökunar eftir að bloggheimar loguðu af reiðiAngry vegna ummæla hans í garð Geirs. Ég eins og hálf þjóðin óska Geir alls hins besta í baráttunni við sjúkdóm hans. 

Dramatíkin hélt síðan áfram í morgun þegar Björgvin viðskiptaráðherra boðaði til blaðamannafundar í morgunsárið og tilkynnti afsögn sína og höfuðpaura fjármálaeftirlitsins . Það er greinilega kominn kosningahugur í Björgvin. Hann hefur fundið út að loknu vel athuguðu máli að það væri  gáfulegt að ríða á vaðið og vera fyrstur til að axla ábyrgð svo hans pólitíski ferill ætti sér lífsvon. Fleiri ættu að sjálfsögðu að taka hann sér til fyrirmyndar hvað þessa afsögn varðar. Hún var löngu tímabær.

Í kvöld hafa síðan ráðherrar fundað stíft en vilja lítið tjá sig, fæst orð bera jú minnsta ábyrgð. Af útliti Ingibjargar Sólrúnar að dæma í kvöld var hún þreytt og  ég skil nú bara ekki eljuna í henni að vera  ekki farin í almennilegt veikindafrí og láta aðra um að bjarga þjóðarskútunni. Það að glíma við æxli í heila væri flestum alveg nóg.

En hvað sem hverju líður að þá liggur það í loftinu að ríkisstjórnin hangir á bláþræði. Ég er hreinlega ekki viss um að hún lifi kvöldið af. Tel samt að hún gæti keypt sér líf ef Geir þyrði að ýta við félaga sínum Davíð Oddssyni en hann og hans hyski í Seðlabankanum sá ástæðu til að gera sér dagamunWizard á Hótel Nordica á árshátíð Seðlabankans í gær. Það var nú eins og að skvetta olíu á eldAngry.

En lífið heldur áfram. Um helgina var frítt í Fjallið og margir nýttu sér það hér norðan heiðaHappy. Minn heittelskaði og heimasætan voru þar á meðal. Ég féll þó ekki í freistni og ákvað að halda mig innan bæjarmarkanna ásamt litlu skruddu. Skíðabakterían hefur ekki alveg náð mér ennþá eins og sumar aðrar bakteríurWink. Ég fæ orðið að heyra það frá bóndanum að ég sé farin að eyða drjúgum tíma á Facebook og sé jafnvel farin að taka það fram yfir júróvisjón og þá sé nú langt gengið  því ég er dálítill júróvisjónnörd.Wink Hinsvegar hefur þeim stöllum Ragnhildi og Evu þáttastjórnendum í undankeppni júróvisjón ekki tekist að heilla mig ennþá og lögin finnst mér einnig frekar döpurPouty. Mér finnst því tímanum betur varið á "Fjésinu" þar sem hálf þjóðin er sögð vera. Þar dúkka upp ólíklegustu andlit úr fortíðinni sem gaman er að fá fréttir af.

En hér set ég punktinn. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit enginn en ég hef mínar grunsemdir. Eigið gott sunnudagskvöld Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Er að setja upp fleiri eurov-lög inná djúkboxið og þangað eru norsku/finnsku lög helgarinnar þegar komin þau Íslensku verða þar innan tíðar - svo sunnudagskvöldið hefur verið gott hér

Jón Arnar, 25.1.2009 kl. 21:40

2 identicon

piff... segðu þínum heittelskaða að fá sér facebook líka, þá getið þið allvega talað saman þar

Gréta A. (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband