20.1.2009 | 12:14
Stutt sigurvíma
Góðan dag.
Sigurvíma mín og minna manna í Liverpool var í styttri kantinum í gær. Hún varaði þó aðeins lengur en sigurvíma Höskuldar á þingi Framsóknamanna. Svona er fótboltinn. Sigurinn er ekki inni fyrr en að leik loknum. Það hefði verið óneitanlega ljúft að tylla sér á toppinn aftur og ylja United mönnum aðeins en það verður víst að bíða betri tíma. Þetta var samt ekki tap því leikurinn gaf eitt stig. Nágrannarnir Everton eru svo sem ekkert lamb að leika sér við og leikurinn var barningur. Torres átti góða kafla og er að koma sterkur inn eftir meiðsl. En það var fyrirliðinn sem skoraði markið. Klaufalegt brot okkar manna rétt fyrir utan vítateig varð síðan til þess að Everton jafnaði þegar skammt var til leiksloka. En það þýðir ekki að tala um það. Vona bara að neglurnar á mér spretti aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Til hamingju þínir menn virðast ætla að verða jafnteflismeistarar enn eitt árið :) segðu svo geðlækninum að svara símanum sínum ég þarf að tala við hann um veiðina í sumar, ég lofa að tala ekkert um fótbolta við hann ;)
Morgan Frændi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:39
Geðlæknirinn er búinn að vera lengi í burtu frá spúsu sinni og þá fær hann ekki að svara símanum en þú gætir reynt að ræða þetta við mig.....Gæti verið að ég myndi eitthvað leysa hann af í veiðinni í sumar : )
guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:01
Nei Gunna mín stjórnin getur ómögulega litið bæði framhjá því að þú ert kona og Liverpoolstuðningsmaður :) En þú kemur náttúrulega með okkur í Rangárnar er það ekki?
Morgan (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:28
Þarf ég að fara í kynskiptaaðgerð til að fá inngöngu í þetta mokveiðifélag ???
Ef Liverpool tekur toppsætið af ykkar mönnum að þá fæ ég inngöngu ?? Samþykkt ??
Stefni að fara á annað flugukastnámskeið í vetur svo ég verð orðin býsna góð í köstunum.......
Jú ég er til í Rangárnar, það var eitthvað svo kósí á tjaldstæðinu í Þykkvabænum.....
guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.