Svona heilsaði 2009

Góðan dag og gott og blessað nýár sem heilsaði með stæl hjá minni fjölskyldu. Skrudda litla vakti heimilismeðlimi í býtið á nýársdag með hressilegri ælupestSick. Þetta kallaði á "björgunaraðgerðir" strax og gömlu hjónin máttu staulast á fætur í rökkrinu botnskipta á "fjölskyldurúminu" og setja í þvottavél. Þá þurfti að skrúbba þá litlu hátt og lágt því þetta gjörsamlega þeyttist út um allt eins og gosbrunnurW00t. Það var þó mér til happs að sú stutta var á vallarhelmingi föður síns þegar Geysir hóf  raust sínaTounge. Fjölskyldan náði þó að sofna aftur en vaknaði skömmu síðar þegar sami leikurinn var endurtekinn og setja varð í aðra þvottavélAngry. Nú voru góð ráð dýr og ákveðið að vígbúast því rúmfataskápurinn var óðum að tæmast. Skjólum var dreift í kringum rekkjuna og rúmið klætt handklæðum. Að því loknu sofnuðum við sætt og rótt enda þreytt eftir fjörið á gamlárskvöld og umstangið í morgunsárið. Fjörið hélt engu að síður áfram fram á kvöld hjá skruddu ræflinum sem hélt engu niðri. Þvottavélin gekk allan daginn og gólfin voru skrúbbuð reglulega. Kannski mætti kalla þetta einhverskonar Detox sem virtist heilla landann uppúr skónum á árinu sem leið. Ég reyndar skil engan veginn að fólk skuli borga 200 þúsund krónur fyrir stólpípu í rassinn hjá Jónínu Ben en það er nú allt önnur sagaTounge......

Mikið var kúrt undir teppi fyrir framan ymbakassann í gær. Þar horfðum við ma á upprifjun á fréttum ársins á Stöð 2. Skemmtilega uppsettur þáttur með léttu ívafi. Mér fannst hinsvegar fremur virðingarlaust af þeim að spila  eitthvert "Shake baby shake" sveiflulag þegar birtar voru myndir af eyðileggingu jarðskjáltans á Suðurlandi og fólki sem var á engan hátt skemmt í þessum hörmungum. Það sama gerðu þeir þegar birtar voru voru svipmyndir af hörmungum fellibylsins Ike en þá var það Bowie sem var hafður í bakgrunninum með slagarann Sorrow. 

Svo er það áramótaskaupið. Menn eru ekki á eitt sáttir um það frekar en venjulega. Mér fannst það allt í lagi en bjóst við meiru. Það hefði nú verið sannkallaður skandall ef skaupinu hefði verið klúðrað þegar úr svo miklu efni var að moða. Kreppan var að sjálfsögðu í sviðsjósinu , nema hvað og borgarmál Reykjavíkur áttu stóran sess í þættinum. Ég var ánægð með þá Guðjón Davíð og Jóhannes í sínum hlutverkum en þeir eru nýliðar í þessu og Kjartan Guðjónsson sem lék Ólaf F var bara frábær. Hvert atriði var þó óþarflega langt en kannski hefði mátt koma að fleiri málefnum ef þau hefðu verið stytt. Ég saknaði t.d silfurdrengjanna í handboltanum og öllu umstanginu kringum það dæmi .

Mótmælendur sáu til þess að landinn varð án kryddsíldar við þessi áramót. Milljónatjón, skrámur,glóðaraugu og sviði í augum var uppskeran. Þarna gengu þeir að mínu mati allt of langt og beindu reiði sinni að saklausu fólki. Þessir mótmælendur skemma líka mikið fyrir þeim sem eru að mótmæla án svona uppákoma.

En þessi áramót eru liðin og nú er bara að bíða þeirra næstu. Árið 2009 er hafið og margt bendir til þess að farsæld okkar verði minna áberandi en áður. Við verðum að vona það besta og muna að hlúa að og hjálpa hvert öðruHeart.

Gleðilegt ár enn og aftur og takk fyrir það gamla Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Æææjjj ekki gaman að vakna við svona og það á nýársmorgun.  En gleðilegt árið

JEG, 2.1.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigrún Óskars

gleðilegt ár og takk fyrir liðið ár. Vona að "detoxið" sé búið - en veistu ekki að Jónína Ben ætlar að vera með stólpípu-græjurnar á Mývatni - verður mikið ódýrar fyrir þig að skreppa  

þú ert skemmtilegur penni - hefur skemmtilegt orðaval

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 19:50

3 identicon

Takk fyrir hólið og ábendinguna um komandi stólpípuævintýri á Mývatni. Þessa stundina þarf ég ekkert á þessu að halda þs ég er með náttúrulegan niðurgang af besta tagi. Það hlýtur að vera betra að hafa þetta náttúrulegt....???? Talandi um þessar bölvaðar stólpípur. Þú hlýtur að muna tíð stólpípanna á sjúkrahúsunum í den þegar aumingja sjúklingarnir þurftu að láta þetta yfir sig ganga sem úthreinsun fyrir aðgerðir ??? Þetta var með því leiðinlegra sem maður lenti í sem hjúkrunarnemi.....

guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Hvort ég man, blandaði 1 matskeið af salti í 1 líter af volgu vatni, bað fólkið að leggjast á vinstri hlið á ambúlansinum inná baði, svo gekk maður bara í verkið - er hægt að gleyma þessu? Kannski getum við fengið vinnu á Mývatni? Við höfum allavega reynslu

Vona að þessi "náttúrulegi" fari að hægja á sér. 

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 21:52

5 identicon

voðalega eruð þið skemmtilegar

Ég er alveg sammála með þessa mótmælendur sem eru að eyðilegga fyrir hinum en alltaf er þetta svona það þarf ekki nema einn eða tvo til að eyðilegga allt fyrir okkur.. t.d sjáum hverjir eyðilögðu efnahagskerfið????????

Hafdis Björg (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband