Komið að kveðjustund.

Góðan dag, þann síðasta á þessu herrans ári. Já það er ótrúlegt að enn sé komið að kveðjustund. Á svona stundum hvarflar hugurinn tilbaka og maður reynir að rifja upp afrek og uppákomur ársins sem er að kveðja. Það sem stendur uppúr er líklega velheppnuð ferð fjölskyldunnar til mágs míns á Ítalíu en sú ferð hefur verið á áætlun í 10 ár.

Árið var líka sannkallað laxveiðiár og hef ég aldrei dregið eins marga laxa að landi  og á þessu ári. Það spillti nú ekki að hluti af þeim voru fengnir á flugu og voru fyrstu flugulaxar frúarinnar.

Öll urðum við árinu eldri og bóndinn átti reyndaar merkisafmæli sem aldrei var haldið uppá að neinu viti en hver veit,kannski höldum við bara uppá það á því næsta.

Börnin döfnuðu vel. Unglingurinn small í 18 árin í desember, heimasætan komin á tíunda ár og litla skruddan á því þriðja og byrjaði í leikskólanum sem var gott fyrir hana og pínu gott fyrir mig líka. Heimasætan stundaði fótbolta og tónlistaskólann grimmt á árinu sem er að kveðja og ætlar að halda því ótrauð áfram á þessu nýja. Unglingurinn byrjar brátt í prófum  á sínu þriðja ári í MA og vonum við að það verði farsælt. Hann var líka ötull í fótboltanum í sumar en hefur hvílt sig á honum í haust. Já það er líklega hægt að fá leið á fótboltaWoundering.....Skrudda litla brasar í leikskólanum hluta úr degi og brasast síðan með mömmu gömlu þess á milli. Bóndinn hefur verið í vinnunni meirihluta ársins. Hann gaf sér þó tíma í að heimsækja draumaborgina Liverpool og sá samnefnt lið spila á sínum flotta Anfield og leggja erkifjendurna Everton að velliGrin. Hann notaði sumarfríið í veiði eins og húsmóðirin og veiddi vel eins og margur annar á þessu ári.

Hvað mig varðar þá stundaði ég mína 40 % vinnu á gjörgæslunni, fór í ræktina þrisvar í viku, stjórnaði umferðinni og öngþveitinu heimafyrir og sá um að allir mættu á réttum tíma, á réttan stað með réttu græjurnar. Reyndi að hitta vinkonurnar einu sinni í viku á kaffihúsi og tókst það ótrúlega vel,  þá hef ég semsagt farið ca 52. sinnum á kaffihús þetta árið og drukkið annað eins af froðukaffibollum......W00t. Ég fór líka á flugukastnámskeið hjá Pálma  og fékk tvo flugulaxa í sumar og er ennþá að drepast úr monti yfir þvíGrin

Auðvitað var ýmislegt annað brallað á árinu en of langt mál yrði að tíunda það.

Vonandi verður komandi ár farsælt þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Við höldum allavega ótrauð áfram í minni fjölskyldu og höfum vonandi heilsu og kraft til að taka vel á því, á því herrans ári 2009.

Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líðaSmile Wizard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Gleðilegt árið og megi það færa þér gleði og frið.  Takk fyrir kynnina á því gamla. 

JEG, 1.1.2009 kl. 00:30

2 identicon

Gleðilegt ár

Gréta A. (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

217 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband