Maður ársins ?????

Góðan og blessaðan síðasta mánudag þessa árs.

Renndi rétt í þessu yfir grein Jón Ásgeirs í Morgunblaðinu sem ber yfirskriftina: Setti ég Ísland á hausinn?

Þetta er í raun viðskiptasaga Jóns síðustu 20 árin þs stiklað er á stóru. Hann útskýrir hvað hann á og hvað hann á ekki. Allar tölur sem nefndar eru í erindinu eru í milljörðum og þeir eru ýmist í plús eða mínus  eða fyrir og eftir bankahrun. Það sem hann á (fæst af því skuldlaust) er náttúrulega bara klikkun, heilu verslunarkeðjurnar út um allan heim, tryggingafélög, fjölmiðla, eitt stærsta fasteignafélag  Norðurlandanna, fjárfestingafélög og svo mætti lengi telja. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir hversu umsvifamikið ríki Jóns er í raun og veru. Hann vill ekki taka neina ábyrgð á bankahruninu mikla , Davíð og aðrir seðlabankasveinar eigi það alveg skuldlaust þegar þeir ákváðu að taka yfir Glitni.

Jón vill ekki viðurkenna að hann hafi breytt rangt. Hann segir viðskiptaferil sinn einkennast af sókn og hann hafi byggt upp sín fyrirtæki skv leikreglum. Hann nefnir þó mistök (enginn er fullkominn) eins og Nyhedsævintýrið. Hann viðurkennir líka að hann hafi lagt of mikla áherslu á sóknina en ekki gætt að vörninni. Hann ætlar að taka þátt í að byggja upp íslenskt efnahagslíf af fullri einurð og með svolítið af harðdrægni......

Af þessari grein að dæma er maðurinn bara snillingur og ætti að taka hann hið snarasta í hóp dýrlinga.

Hvað finnst þér ? Er þetta maður ársins ????? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Æææjjj ég veit ekki hvað skal segja um val á manni ársins.....?

En gleðilega jólarestina mín kæra og gott að gleðin var til staðar þó vinnan kallaði.  Vona að þú eigir slysalaus áramót og farsælt komandi ár.  Takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er senn liðið.  Kveðja úr sveitinni. 

JEG, 30.12.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 53577

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

218 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband