26.12.2008 | 13:11
Jólin koma, jólin fara
Góðan dag og gleðileg jól.
Tími tilhlökkunar er langur fyrir jólin og oft finnst ungum sálum að jólin ætli bara aldrei að koma en þau koma auðvitað fyrir rest og eru þá liðin á augabragði. Jólasteikurnar uppurnar og orðnar velmeltar í yfirfullum maga, gjafapappírinn sem huldi gjafirnar kominn í svartan ruslapoka fram í bílskúr og gjafirnar á víð og dreif um húsakynnin. En þó jólin séu orðin svolítið prílumprjál, þá er þessi tími í mínum huga fyrst og fremst notaleg samverustund fyrir stórfjölskylduna en þeim hefur fækkað í gegnum tíðina.
Við tókum smá forskot á sæluna á aðfangadagskvöld því ég þurfti að fara að vinna eftir kvöldmat. Jólasteikin var því snædd um hálf sex og nokkrar gjafir afhjúpaðar áður en mamma gamla hvarf á braut í vinnuna. Þetta er að mínu mati eini gallinn við vinnu mína þ.e að þurfa að vinna á stórhátíð sem þessari. En allir lifðu þetta af og gleðin hélt áfram þegar mamma gamla skilaði sér af vaktinni um miðnættið.
Heimasætan og skrudda litla eru ánægðar og fengu margar góðar gjafir. Sú yngri var að vonum dálítið æst í öllu þessu pakkaflóði en það var þó mesta furða.
Ég var sérstaklega ánægð með bókina frá húsbóndanum en það var nýja bókin um fluguköst sem segir mér að okkar bíði spennandi veiðitúrar á næsta sumri. Heimagerðar gjafir dætra minna glöddu líka hjartað og svo lét unglingurinn verða af því að spandera gjöf á mömmu gömlu og fannst mér virkilega vænt um það. Svo ég er sæl og ánægð.
Nú er stefnan sett á æskustöðvarnar í blíðskaparveðri .
Haldið áfram að njóta jólanna .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.