20.11.2008 | 11:52
Til hamingju Ísland.....
Til hamingju Ísland. Enn einn titillinn er í höfn þe við erum orðin skuldsettasta ríki jarðskorpunnar.
Hvað gerðist ??? Enginn vill kannast við það og æðstu menn landsins benda hver á annan en segjast allir vera saklausir af hruni Íslands.
Þetta er eitthvað svo týpískt íslenskt. Enginn dreginn til ábyrgðar fyrir að sigla þjóðarskútunni í algjört fjárhagslegt strand. Það er næsta víst að ef slíkir hlutir hefðu átt sér stað td í Noregi þs ég þekki nú aðeins til væru fjöldi fólks búinn að segja af sér og þeir sem ekki hefðu vit á því hefðu verið reknir með skömm. Þetta er alveg með ólíkindum. Nú fer svo fjármagn að streyma til landsins að nýju í formi lánsfé héðan og þaðan og ennþá eru sömu snillingarnir við völd þe í ríkisstjórn, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.
Það gremjulegasta við þetta allt saman er svo það að þessir sömu snillingar virðast hafa vitað að hverju stefndi löngu áður en bankahrunið stóra varð að veruleika.
Ég hélt að ég myndi aldrei skammast mín fyrir þjóðerni mitt en ef þetta heldur svona áfram verð ég að endurskoða þá afstöðu mína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Gudda mín ekki vera eins og allir hinir, það segja allir að þetta sé Dabba að kenna. Hann var nú bara samt sá eini sem hefur sagt síðastliðna árið að það þyrfti að stoppa bankana en það hlustaði enginn á hann. Það eina sem var sagt var að bankarnir væru svo vel stæðir, stórir og sterkir að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim. En hvað kom á daginn? Þeir settu þjóðina á hausinn og þeir fengu enga hjálp frá stjórnvöldum til þess. Svo eru það menn sem segjast ætla að axla ábyrgð (Útrásarvíkingarnir) en þeir vita ekki hvað ábyrgð er. Það ætti að lóa þessum anskotum eins og villiköttunum sem létu sjá sig á Víðimel (þeir gerðu bara usla einu sinni) Nóg um þessa helvítis kreppu það er alveg sama hvert er litið það eru allir að tala um kreppu. Það verður opið hús hjá s.v.f.r. og það verður ekki minnst á kreppu allt kvöldið. Það eru víst komnir nýjir meðlimir í skemmtinefndina og eru með ólíkindum skemmtilegir þó víða væri leitað þannig að þangað ættu menn og konur að fjölmenna og eiga gott kvöld með skemmtilegum mönnum. Já og kannski fá sér einn kaldann (með kallinum)
Kv. Magnum : D
magnum 44 (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:52
Vorum við ekki mjög skuldsett fyrir þessa kreppu?
Sigrún Óskars, 21.11.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.